Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 26-20 | Íslandsmeistararnir sáu ekki til sólar í Garðabæ Andri Már Eggertsson skrifar 15. september 2022 19:45 Britney Cots átti mjög góðan leik í liði Stjörnunnar. Vísir/Hulda Margrét Stjarnan gerði sér lítið fyrir og lagði Íslandsmeistara Fram í upphafsleik Olís deildar kvenna á tímabilinu. Lokatölur 26-20 þar sem Stjarnan var mun betri aðilinn frá upphafi til enda. Fram byrjaði í 3-3 vörn líkt og Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, átti von á og var búinn að undirbúa liðið fyrir. Leikurinn fór rólega af stað í markaskorun en í stöðunni 2-2 átti Stjarnan fyrsta áhlaup leiksins. Heimakonur gerðu þrjú mörk í röð og þegar fimmtán mínútur voru liðnar af leiknum tók Stefán Arnarsson, þjálfari Fram, leikhlé í stöðunni 5-2. Framarar héldu áfram að vera í vandræðum sóknarlega þrátt fyrir leikhlé Stefáns. Á tæplega tuttugu og fimm mínútum tókst Fram aðeins að skora fjögur mörk. Í fyrri hálfleik var Hekla Rún Ámundadóttir sú eina sem skoraði tvö mörk hjá Fram aðrar gerðu minna. Darija Zecevic, markmaður Stjörnunnar, fór á kostum í fyrri hálfleik. Hún varði níu skot og var með 56,3 prósent markvörslu í hálfleik. Fram fann aðeins betri lausnir sóknarlega undir lok fyrri hálfleiks og var staðan 13-7 í hálfleik. Kristrún Steinþórsdóttir átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik og komst ekki á blað þrátt fyrir fjórar tilraunir. Það var hins vegar allt annað að sjá Kristrúnu í seinni hálfleik. Kristrún dró vagninn sóknarlega og var lengi eina með lífsmarki. Kristrún skoraði fimm mörk í síðari hálfleik. Þegar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum hafði Fram minnkað forskot Stjörnunnar niður í fjögur mörk. Gestirnir fengu tækifæri til að minnka muninn í þrjú mörk en töpuðu boltanum og Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, tók leikhlé og fékk að endurskipuleggja sitt lið. Eftir þetta stutta áhlaup Fram var sigur Stjörnunnar aldrei í hættu og Stjarnan vann á endanum sex marka sigur 26-20. Af hverju vann Stjarnan? Varnarleikur Stjörnunnar var til fyrirmyndar. Fram gat ekki keypt sér mark í fyrri hálfleik. Á tæplega tuttugu og fimm mínútum gerði Fram aðeins fjögur mörk. Sóknarleikur Stjörnunnar var fjölbreyttur og vel skipulagður á meðan sóknarleikur Fram var tilviljunarkenndur og skotin léleg. Hverjar stóðu upp úr? Darija Zecevic, markmaður Stjörnunnar, fór á kostum í fyrri hálfleik. Darija varði 14 skot og endaði með 41 prósent markvörslu. Darija var á eldi í fyrri hálfleik og var með yfir 50 prósent markvörslu í hálfleik. Elísabet Gunnarsdóttir tók mikið til sín á línunni og skoraði fjögur mörk úr jafn mörgum skotum. Einnig átti Lena Margrét Valdimarsdóttir öflugan leik í hægri skyttunni og gerði sex mörk. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Fram er mikið áhyggjuefni. Fram skoraði 19 mörk í Meistarakeppni HSÍ og í kvöld var sóknarleikurinn vandræðalegur í fyrri hálfleik en batnaði í seinni hálfleik. Hvað gerist næst? Laugardaginn 24. september mætast Fram og HK í Úlfarsárdal klukkan 13:30. Í Vestmannaeyjum eigast við ÍBV og Stjarnan laugardaginn 24. september klukkan 14:00. Stefán: Gátum ekki keypt okkur mark Stefán Arnarsson var afar svekktur eftir leik Vísir/Hulda Margrét Stefán Arnarsson, þjálfari Fram, var afar svekktur með tap í fyrsta leik. „Það var fúlt að tapa, við gátum ekki keypt okkur mark þrátt fyrir að vera með klippikort en ég bjóst við þessu fyrir leik og þetta var niðurstaðan,“ sagði Stefán hundfúll eftir leik og hélt áfram. „Ég kom inn á það fyrir leik að við erum með línumenn og hornamenn fyrir utan. Við erum að smíða nýtt lið og við munum gera það í rólegheitum en þetta verður betra í vetur.“ Fram minnkaði forskot Stjörnunnar niður í fjögur mörk í seinni hálfleik en nær komst Fram ekki og Stjarnan vann sex marka sigur. „Eftir að við minnkuðum leikinn niður í fjögur þá töpuðum við boltanum sem var saga leiksins og Stjarnan átti sigurinn skilið.“ Stefán sagðist vera að smíða nýtt lið þar sem það hefur kvarnast úr hópnum en hann á von á að endurheimta einnig leikmenn til baka. „Það vantar þrjá leikmenn sem munu koma til baka og styrkja okkur fyrir utan. Við erum einnig með unga leikmenn sem eiga eftir að vera betri og ég get lofað því að Fram mætir með öflugt lið í vetur en þetta tekur tíma,“ sagði Stefán að lokum. Olís-deild kvenna Stjarnan Fram Handbolti
Stjarnan gerði sér lítið fyrir og lagði Íslandsmeistara Fram í upphafsleik Olís deildar kvenna á tímabilinu. Lokatölur 26-20 þar sem Stjarnan var mun betri aðilinn frá upphafi til enda. Fram byrjaði í 3-3 vörn líkt og Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, átti von á og var búinn að undirbúa liðið fyrir. Leikurinn fór rólega af stað í markaskorun en í stöðunni 2-2 átti Stjarnan fyrsta áhlaup leiksins. Heimakonur gerðu þrjú mörk í röð og þegar fimmtán mínútur voru liðnar af leiknum tók Stefán Arnarsson, þjálfari Fram, leikhlé í stöðunni 5-2. Framarar héldu áfram að vera í vandræðum sóknarlega þrátt fyrir leikhlé Stefáns. Á tæplega tuttugu og fimm mínútum tókst Fram aðeins að skora fjögur mörk. Í fyrri hálfleik var Hekla Rún Ámundadóttir sú eina sem skoraði tvö mörk hjá Fram aðrar gerðu minna. Darija Zecevic, markmaður Stjörnunnar, fór á kostum í fyrri hálfleik. Hún varði níu skot og var með 56,3 prósent markvörslu í hálfleik. Fram fann aðeins betri lausnir sóknarlega undir lok fyrri hálfleiks og var staðan 13-7 í hálfleik. Kristrún Steinþórsdóttir átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik og komst ekki á blað þrátt fyrir fjórar tilraunir. Það var hins vegar allt annað að sjá Kristrúnu í seinni hálfleik. Kristrún dró vagninn sóknarlega og var lengi eina með lífsmarki. Kristrún skoraði fimm mörk í síðari hálfleik. Þegar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum hafði Fram minnkað forskot Stjörnunnar niður í fjögur mörk. Gestirnir fengu tækifæri til að minnka muninn í þrjú mörk en töpuðu boltanum og Hrannar Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, tók leikhlé og fékk að endurskipuleggja sitt lið. Eftir þetta stutta áhlaup Fram var sigur Stjörnunnar aldrei í hættu og Stjarnan vann á endanum sex marka sigur 26-20. Af hverju vann Stjarnan? Varnarleikur Stjörnunnar var til fyrirmyndar. Fram gat ekki keypt sér mark í fyrri hálfleik. Á tæplega tuttugu og fimm mínútum gerði Fram aðeins fjögur mörk. Sóknarleikur Stjörnunnar var fjölbreyttur og vel skipulagður á meðan sóknarleikur Fram var tilviljunarkenndur og skotin léleg. Hverjar stóðu upp úr? Darija Zecevic, markmaður Stjörnunnar, fór á kostum í fyrri hálfleik. Darija varði 14 skot og endaði með 41 prósent markvörslu. Darija var á eldi í fyrri hálfleik og var með yfir 50 prósent markvörslu í hálfleik. Elísabet Gunnarsdóttir tók mikið til sín á línunni og skoraði fjögur mörk úr jafn mörgum skotum. Einnig átti Lena Margrét Valdimarsdóttir öflugan leik í hægri skyttunni og gerði sex mörk. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Fram er mikið áhyggjuefni. Fram skoraði 19 mörk í Meistarakeppni HSÍ og í kvöld var sóknarleikurinn vandræðalegur í fyrri hálfleik en batnaði í seinni hálfleik. Hvað gerist næst? Laugardaginn 24. september mætast Fram og HK í Úlfarsárdal klukkan 13:30. Í Vestmannaeyjum eigast við ÍBV og Stjarnan laugardaginn 24. september klukkan 14:00. Stefán: Gátum ekki keypt okkur mark Stefán Arnarsson var afar svekktur eftir leik Vísir/Hulda Margrét Stefán Arnarsson, þjálfari Fram, var afar svekktur með tap í fyrsta leik. „Það var fúlt að tapa, við gátum ekki keypt okkur mark þrátt fyrir að vera með klippikort en ég bjóst við þessu fyrir leik og þetta var niðurstaðan,“ sagði Stefán hundfúll eftir leik og hélt áfram. „Ég kom inn á það fyrir leik að við erum með línumenn og hornamenn fyrir utan. Við erum að smíða nýtt lið og við munum gera það í rólegheitum en þetta verður betra í vetur.“ Fram minnkaði forskot Stjörnunnar niður í fjögur mörk í seinni hálfleik en nær komst Fram ekki og Stjarnan vann sex marka sigur. „Eftir að við minnkuðum leikinn niður í fjögur þá töpuðum við boltanum sem var saga leiksins og Stjarnan átti sigurinn skilið.“ Stefán sagðist vera að smíða nýtt lið þar sem það hefur kvarnast úr hópnum en hann á von á að endurheimta einnig leikmenn til baka. „Það vantar þrjá leikmenn sem munu koma til baka og styrkja okkur fyrir utan. Við erum einnig með unga leikmenn sem eiga eftir að vera betri og ég get lofað því að Fram mætir með öflugt lið í vetur en þetta tekur tíma,“ sagði Stefán að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti