Solskjær sagði Man United að festa kaup á Håland þegar hann var enn í Molde Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. september 2022 07:30 Erling Braut Håland í leik með Molde árið 2018. EPA-EFE/Svein Ove Ekornesvag Ole Gunnar Solskjær ráðlagði sínu fyrrum félagi Manchester United að kaupa framherjann Erling Braut Håland þegar hann var nýbúinn að brjótast fram á sjónvarsviðið með Molde í Noregi. Solskjær þjálfaði Molde þegar Håland braut sér leið inn í aðallið félagsins. The Athletic greinir frá að þjálfarinn hafi reynt að fá sitt fyrrum félag til að festa kaup á leikmanninum strax árið 2017. Solskjær hringdi í sinn fyrrum liðsfélaga Nicky Butt, þáverandi yfirmann yngri liða Man Utd, og lét hann vita af norska undrabarninu. Told Solskjaer to ring #MUFC immediately #LFC & #Arsenal showed interest Scoring from halfway line at 15 Training with u19s aged 14Molde's former chief scout explains how he knew Haaland would be special & why Europe's elite didn't sign him earlier. @DTathletic— The Athletic UK (@TheAthleticUK) September 14, 2022 Man United ákvað að gera ekkert í málinu og fór Håland til Red Bull Salzburg árið 2019 en sama ár tók Solskjær við Man United. Árið 2020 var Håland aftur falur og þó Solskjær hafi viljað fá leikmanninn þá fór hann á endanum til Borussia Dortmund. Það var svo síðasta sumar sem Håland kom loks til Manchester en þó ekki United heldur City. Þar hefur hann smollið líkt og flís við rass skoraði hann til að mynda sigurmark Man City gegn hans fyrrum félögum í Dortmund á miðvikudagskvöld. Samkvæmt heimildum The Athletic þá var Håland líka á lista hjá Liverpool, Arsenal sem og öðrum félögum í ensku úrvalsdeildinni. Ekkert þeirra ákvað þó að stíga skrefið til fullnustu og fá liðin nú heldur betur að borga fyrir það er þau sjá Norðmanninn raða inn mörkum hvern leikinn á fætur öðrum. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Mörkin í Meistaradeildinni: Sjáðu ótrúlegt mark Haalands Erling Haaland stal senunni í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gær þegar níu leikir fóru fram. Mörk og helstu atvik má nú sjá á Vísi. 15. september 2022 09:31 Haaland tryggði City sigur gegn gömlu félögunum Erling Haaland virðist ætla að skora í hvert skipti sem hann mættir á leikvöllinn en Norðmaðurinn tryggði Manchester City 2-1 sigur á Dortmund með marki á 84. mínútu í Meistaradeildinni í kvöld. 14. september 2022 21:15 Haaland ekki meðal tíu bestu í tölvuleiknum Einn leikmaður úr ensku úrvalsdeildinni er í hópi fjögurra bestu knattspyrnumannanna í nýjustu útgáfu af FIFA-tölvuleiknum sem kemur út í lok mánaðarins. 14. september 2022 15:30 Fyrrum liðsfélagarnir vita ekkert hvernig þeir eiga að stöðva Haaland Erling Braut Haaland mætir fyrrum liðsfélögum sínum í Borussia Dortmund er þýska liðið heimsækir Manchester City í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Tveir leikmenn Dortmund segjast ekki hafa hugmynd um hvernig þeir eigi að taka á Norðmanninum. 14. september 2022 12:15 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Fleiri fréttir Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Sjá meira
Solskjær þjálfaði Molde þegar Håland braut sér leið inn í aðallið félagsins. The Athletic greinir frá að þjálfarinn hafi reynt að fá sitt fyrrum félag til að festa kaup á leikmanninum strax árið 2017. Solskjær hringdi í sinn fyrrum liðsfélaga Nicky Butt, þáverandi yfirmann yngri liða Man Utd, og lét hann vita af norska undrabarninu. Told Solskjaer to ring #MUFC immediately #LFC & #Arsenal showed interest Scoring from halfway line at 15 Training with u19s aged 14Molde's former chief scout explains how he knew Haaland would be special & why Europe's elite didn't sign him earlier. @DTathletic— The Athletic UK (@TheAthleticUK) September 14, 2022 Man United ákvað að gera ekkert í málinu og fór Håland til Red Bull Salzburg árið 2019 en sama ár tók Solskjær við Man United. Árið 2020 var Håland aftur falur og þó Solskjær hafi viljað fá leikmanninn þá fór hann á endanum til Borussia Dortmund. Það var svo síðasta sumar sem Håland kom loks til Manchester en þó ekki United heldur City. Þar hefur hann smollið líkt og flís við rass skoraði hann til að mynda sigurmark Man City gegn hans fyrrum félögum í Dortmund á miðvikudagskvöld. Samkvæmt heimildum The Athletic þá var Håland líka á lista hjá Liverpool, Arsenal sem og öðrum félögum í ensku úrvalsdeildinni. Ekkert þeirra ákvað þó að stíga skrefið til fullnustu og fá liðin nú heldur betur að borga fyrir það er þau sjá Norðmanninn raða inn mörkum hvern leikinn á fætur öðrum.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Mörkin í Meistaradeildinni: Sjáðu ótrúlegt mark Haalands Erling Haaland stal senunni í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gær þegar níu leikir fóru fram. Mörk og helstu atvik má nú sjá á Vísi. 15. september 2022 09:31 Haaland tryggði City sigur gegn gömlu félögunum Erling Haaland virðist ætla að skora í hvert skipti sem hann mættir á leikvöllinn en Norðmaðurinn tryggði Manchester City 2-1 sigur á Dortmund með marki á 84. mínútu í Meistaradeildinni í kvöld. 14. september 2022 21:15 Haaland ekki meðal tíu bestu í tölvuleiknum Einn leikmaður úr ensku úrvalsdeildinni er í hópi fjögurra bestu knattspyrnumannanna í nýjustu útgáfu af FIFA-tölvuleiknum sem kemur út í lok mánaðarins. 14. september 2022 15:30 Fyrrum liðsfélagarnir vita ekkert hvernig þeir eiga að stöðva Haaland Erling Braut Haaland mætir fyrrum liðsfélögum sínum í Borussia Dortmund er þýska liðið heimsækir Manchester City í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Tveir leikmenn Dortmund segjast ekki hafa hugmynd um hvernig þeir eigi að taka á Norðmanninum. 14. september 2022 12:15 Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Körfubolti Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Fótbolti Fleiri fréttir Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Sjá meira
Mörkin í Meistaradeildinni: Sjáðu ótrúlegt mark Haalands Erling Haaland stal senunni í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gær þegar níu leikir fóru fram. Mörk og helstu atvik má nú sjá á Vísi. 15. september 2022 09:31
Haaland tryggði City sigur gegn gömlu félögunum Erling Haaland virðist ætla að skora í hvert skipti sem hann mættir á leikvöllinn en Norðmaðurinn tryggði Manchester City 2-1 sigur á Dortmund með marki á 84. mínútu í Meistaradeildinni í kvöld. 14. september 2022 21:15
Haaland ekki meðal tíu bestu í tölvuleiknum Einn leikmaður úr ensku úrvalsdeildinni er í hópi fjögurra bestu knattspyrnumannanna í nýjustu útgáfu af FIFA-tölvuleiknum sem kemur út í lok mánaðarins. 14. september 2022 15:30
Fyrrum liðsfélagarnir vita ekkert hvernig þeir eiga að stöðva Haaland Erling Braut Haaland mætir fyrrum liðsfélögum sínum í Borussia Dortmund er þýska liðið heimsækir Manchester City í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Tveir leikmenn Dortmund segjast ekki hafa hugmynd um hvernig þeir eigi að taka á Norðmanninum. 14. september 2022 12:15