Fundu fjöldagröf með fjögur hundruð líkum í Izyum Atli Ísleifsson skrifar 16. september 2022 07:50 Stjórnvöld í Úkraínu og sömuleiðis víða á Vesturlöndum hafa sakað rússneskar hersveitir um stríðsglæpi. AP Úkraínumenn hafa fundið merki um fjöldagröf í bænum Izyum í norðausturhluta landsins. Gröfina er að finna á landsvæði sem Úkraínumenn náðu nýverið aftur á sitt vald eftir innrás rússneska hersins. Lögreglustjórinn í héraðinu, Volodímír Tymosjenkó, segir að talið sé að í gröfinni sé að finna að minnsta kosti fjögur hundruð lík. Volodímír Selenskí Úkraínuforseti sagði að „Rússland [skilji] eftir sig dauða alls staðar,“ í tísti eftir að tilkynnt var um fundinn. Hann minntist auk þess á fleiri fjöldagrafir sem fundist hafa eftir að Rússar hafa þurft að hörfa með hersveitir sínar vegna sóknar Úkraínumanna, sér í lagi í Kharkív-héraði. Stjórnvöld í Úkraínu og sömuleiðis víða á Vesturlöndum hafa sakað rússneskar hersveitir um stríðsglæpi. Í frétt BBC segir ekki ljóst hvað hafi dregið hina látnu til dauða, en sumar fréttir herma að margir hafi látist í sprengjuárásum eða að hafa ekki komist undir læknishendur. Þá séu einhver merki þess að í einhverjum gröfunum kunni að vera lík úkraínskra hermanna. Úkraínumenn náðu Izyum aftur á sitt vald fyrr í mánuðinum eftir að Rússar réðust þar inn fyrir um fimm mánuðum. Selenskí segir að nánari upplýsingar um fjöldagröfina í Izyum síðar í dag. Að neðan ná sjá tíst Andriy Yermak, skrifstofustjóra á skrifstofu Úkraínuforseta, þar sem hann segir Rússland vera „morðingjaríki“ og sakar Rússa um að styðja við bakið á hryðjuverkastarfsemi. A mass burial was found in Izyum, Kharkiv region. Necessary procedures have already begun. All bodies will be exhumed and sent for forensic examination. Expect more information tomorrow.Russia is a murderer country. A state sponsor of terrorism. pic.twitter.com/7pKTrYvlUF— Andriy Yermak (@AndriyYermak) September 15, 2022 Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Myndefni af afskræmdu líki úkraínsks hermanns sem fangaður var af Rússum hefur verið í dreifingu um helgina og vakið mikla reiði. Hermaðurinn virðist hafa verið afhöfðaður og höfði hans og höndum komið fyrir á skafti í borginni Popasna í Úkraínu. 8. ágúst 2022 16:21 Segir hryllinginn í Bucha aðeins eitt dæmi af mörgum og krefst aðgerða Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman til fundar í New York í dag en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði meðal annars ráðið í gegnum fjarfundarbúnað. Hann lýsti hryllingnum í Bucha, og víðar, kallaði eftir alvöru aðgerðum og gagnrýndi viðbrögð alþjóðasamfélagsins við stríðsglæpum Rússa. 5. apríl 2022 15:52 Selenskí í Izyum og Rússar sagðir í basli í suðri Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti Izyum í Kharkív-hérað í morgun en hersveitir Úkraínu ráku rússneska hermenn þaðan á dögunum í vel heppnaðri gagnsókn. Forsetinn sagði eyðilegginguna mikla en hann hefði séð sambærilega eyðileggingu áður í öðrum bæjum og þorpum sem búið væri að frelsa frá Rússum. 14. september 2022 14:41 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira
Lögreglustjórinn í héraðinu, Volodímír Tymosjenkó, segir að talið sé að í gröfinni sé að finna að minnsta kosti fjögur hundruð lík. Volodímír Selenskí Úkraínuforseti sagði að „Rússland [skilji] eftir sig dauða alls staðar,“ í tísti eftir að tilkynnt var um fundinn. Hann minntist auk þess á fleiri fjöldagrafir sem fundist hafa eftir að Rússar hafa þurft að hörfa með hersveitir sínar vegna sóknar Úkraínumanna, sér í lagi í Kharkív-héraði. Stjórnvöld í Úkraínu og sömuleiðis víða á Vesturlöndum hafa sakað rússneskar hersveitir um stríðsglæpi. Í frétt BBC segir ekki ljóst hvað hafi dregið hina látnu til dauða, en sumar fréttir herma að margir hafi látist í sprengjuárásum eða að hafa ekki komist undir læknishendur. Þá séu einhver merki þess að í einhverjum gröfunum kunni að vera lík úkraínskra hermanna. Úkraínumenn náðu Izyum aftur á sitt vald fyrr í mánuðinum eftir að Rússar réðust þar inn fyrir um fimm mánuðum. Selenskí segir að nánari upplýsingar um fjöldagröfina í Izyum síðar í dag. Að neðan ná sjá tíst Andriy Yermak, skrifstofustjóra á skrifstofu Úkraínuforseta, þar sem hann segir Rússland vera „morðingjaríki“ og sakar Rússa um að styðja við bakið á hryðjuverkastarfsemi. A mass burial was found in Izyum, Kharkiv region. Necessary procedures have already begun. All bodies will be exhumed and sent for forensic examination. Expect more information tomorrow.Russia is a murderer country. A state sponsor of terrorism. pic.twitter.com/7pKTrYvlUF— Andriy Yermak (@AndriyYermak) September 15, 2022
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Myndefni af afskræmdu líki úkraínsks hermanns sem fangaður var af Rússum hefur verið í dreifingu um helgina og vakið mikla reiði. Hermaðurinn virðist hafa verið afhöfðaður og höfði hans og höndum komið fyrir á skafti í borginni Popasna í Úkraínu. 8. ágúst 2022 16:21 Segir hryllinginn í Bucha aðeins eitt dæmi af mörgum og krefst aðgerða Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman til fundar í New York í dag en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði meðal annars ráðið í gegnum fjarfundarbúnað. Hann lýsti hryllingnum í Bucha, og víðar, kallaði eftir alvöru aðgerðum og gagnrýndi viðbrögð alþjóðasamfélagsins við stríðsglæpum Rússa. 5. apríl 2022 15:52 Selenskí í Izyum og Rússar sagðir í basli í suðri Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti Izyum í Kharkív-hérað í morgun en hersveitir Úkraínu ráku rússneska hermenn þaðan á dögunum í vel heppnaðri gagnsókn. Forsetinn sagði eyðilegginguna mikla en hann hefði séð sambærilega eyðileggingu áður í öðrum bæjum og þorpum sem búið væri að frelsa frá Rússum. 14. september 2022 14:41 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira
Stjaksettu höfuð úkraínsks hermanns Myndefni af afskræmdu líki úkraínsks hermanns sem fangaður var af Rússum hefur verið í dreifingu um helgina og vakið mikla reiði. Hermaðurinn virðist hafa verið afhöfðaður og höfði hans og höndum komið fyrir á skafti í borginni Popasna í Úkraínu. 8. ágúst 2022 16:21
Segir hryllinginn í Bucha aðeins eitt dæmi af mörgum og krefst aðgerða Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman til fundar í New York í dag en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, ávarpaði meðal annars ráðið í gegnum fjarfundarbúnað. Hann lýsti hryllingnum í Bucha, og víðar, kallaði eftir alvöru aðgerðum og gagnrýndi viðbrögð alþjóðasamfélagsins við stríðsglæpum Rússa. 5. apríl 2022 15:52
Selenskí í Izyum og Rússar sagðir í basli í suðri Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti Izyum í Kharkív-hérað í morgun en hersveitir Úkraínu ráku rússneska hermenn þaðan á dögunum í vel heppnaðri gagnsókn. Forsetinn sagði eyðilegginguna mikla en hann hefði séð sambærilega eyðileggingu áður í öðrum bæjum og þorpum sem búið væri að frelsa frá Rússum. 14. september 2022 14:41