Viðskipti innlent

Bjarki nýr inn í lykil­stjórn­enda­hóp N1

Bjarki Sigurðsson skrifar
Bjarki Már Flosason er nýr forstöðumaður stafrænnar þróunar hjá N1.
Bjarki Már Flosason er nýr forstöðumaður stafrænnar þróunar hjá N1.

Bjarki Már Flosason hefur verið ráðinn forstöðumaður stafrænnar þróunar hjá N1 og verður þar með hluti af forstöðumannahóp félagsins. Bjarki sinnti áður starfi þróunarstjóra stafrænna lausna hjá N1.

Bjarki mun vinna að áframhaldandi þróun og innleiðingu á stafrænum þjónustulausnum fyrir viðskiptavini ásamt því að stuðla að frekari framþróun á innri kerfum félagsins.

Bjarki er með B.Sc-gráðu í alþjóðamarkaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík en áður en hann hóf störf hjá N1 starfaði hann sem markaðsstjóri Kreditkorta og þróunarstjóri greiðslulausna hjá Íslandsbanka.

„N1 stendur frammi fyrir gríðarlegum sóknarfærum á þessu sviði. Ekki aðeins býr fyrirtækið að sterkum innviðum sem er spennandi að þróa áfram, heldur er markaðurinn líka uppfullur af tækifærum sem N1 er í kjöraðstöðu til að grípa. Orkuskipti og aukin krafa viðskiptavina um stafræna þjónustu munu leika lykilhlutverk á komandi misserum og ég hlakka til að stíga inn í forstöðumannahópinn og vinna náið með öðrum stjórnendum N1 við að grípa þessi tækifæri,“ er haft eftir Bjarka í tilkynningu sem send var á fjölmiðla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×