Rennibraut verði komin upp í Dalslaug í vor Atli Ísleifsson skrifar 16. september 2022 10:48 Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi segir að með þessu sé verið að svara kalli íbúa. Framkvæmdastjóri Sportís, sem átti lægsta tilboð, segir að nýja rennibrautin muni svipa mjög til þeirrar sem er í Vatnaveröld í Reykjanesbæ sem sjá má á myndinni. Aðsend/Reykjavíkurborg Reiknað er með að vatnsrennibraut verði komin upp í Dalslaug í Úlfarsárdal næsta vor. Borgarfulltrúi segir að með þessu sé verið að svara ákalli íbúa en upphaflegar áætlanir gerðu ekki ráð fyrir að rennibraut yrði í lauginni sem opnaði í desember á síðasta ári. Innkaupa- og framkvæmdaráð Reykjavíkurborgar samþykkti fyrr í mánuðinum tilboð frá lægstbjóðanda, Sportís ehf., sem hljóðaði upp á 100 milljónir, sem var um 90 prósent af kostnaðaráætlun. Skúli Jóhann Björnsson, framkvæmdastjóri Sportís, segir í samtali við Vísi að umrædd rennibraut verði um tólf metra há og að hún verði hvít á lit. Hann segist gera ráð fyrir að rennibrautin verði reiðubúin og tilbúin til notkunar í febrúar, mars eða apríl. „Nú verður ráðist í framleiðslu á rennibrautinni og hún svo flutt til landsins. Það tekur um sextíu daga að koma rennibrautinni upp eftir að hún er komin til landsins,“ segir Skúli Jóhann. Hann segir að rennibrautin muni ekki vera þannig að þeir sem hana noti ljúki ferðinni ofan í sjálfri lauginni, heldur í „bremsubraut“ líkt og tíðkast víða. Rennibrautin sem verði komið upp í Dalslaug svipi mjög til þeirrar sem sett var upp í Vatnaveröld í Reykjanesbæ á sínum tíma, nema að þessi verði hvít að lit. Frá opnun rennibrautarinnar í Vatnaveröld í Reykjanesbæ. Rennibrautin í Dalslaug mun svipa mjög til þeirrar en vera hvít á lit.Aðsend Verið að svara kalli íbúa Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður ráðsins, segir að með því að koma upp rennibraut í Dalslaug sé verið að svara ákalli íbúa. „Þetta voru óskir íbúa að fá þarna rennibraut, en það var ekki gert ráð fyrir henni í upphaflegri hönnun. En nú er gengið í það að gera þetta að veruleika. Liður í því er að bjóða verkið út og þetta er allt komið af stað.“ Hann segir að borgin muni fyrst að standa að framkvæmdum við gerð undirstöðu. „Það verður ráðist í þær mjög fljótlega. Eftir það verður hægt að hefjast handa við að koma upp rennibrautinni.“ „Geggjuð aðstaða“ Hjálmar segir að rennibrautin verði á austurbakkanum, fjær húsinu. „Þetta er orðin alveg geggjuð aðstaða þarna við Dalslaug. Auk sundlaugarinnar er þarna leikskóli, grunnskóli og mjög flott íþróttasvæði, auk nýrrar tegundar af bókasafni, sem svipi til þeirra hafi verið að ryðja sér til rúms á Norðurlandi. Þar er til dæmis að finna stúdíó þar sem allir geta tekið upp í. Við megum vera stolt af uppbyggingunni þarna.“ Að neðan má sjá innslag úr kvöldfréttum Stöðvar 2 frá opnun sundlaugarinnar í desember 2021. Reykjavík Borgarstjórn Sundlaugar Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Innkaupa- og framkvæmdaráð Reykjavíkurborgar samþykkti fyrr í mánuðinum tilboð frá lægstbjóðanda, Sportís ehf., sem hljóðaði upp á 100 milljónir, sem var um 90 prósent af kostnaðaráætlun. Skúli Jóhann Björnsson, framkvæmdastjóri Sportís, segir í samtali við Vísi að umrædd rennibraut verði um tólf metra há og að hún verði hvít á lit. Hann segist gera ráð fyrir að rennibrautin verði reiðubúin og tilbúin til notkunar í febrúar, mars eða apríl. „Nú verður ráðist í framleiðslu á rennibrautinni og hún svo flutt til landsins. Það tekur um sextíu daga að koma rennibrautinni upp eftir að hún er komin til landsins,“ segir Skúli Jóhann. Hann segir að rennibrautin muni ekki vera þannig að þeir sem hana noti ljúki ferðinni ofan í sjálfri lauginni, heldur í „bremsubraut“ líkt og tíðkast víða. Rennibrautin sem verði komið upp í Dalslaug svipi mjög til þeirrar sem sett var upp í Vatnaveröld í Reykjanesbæ á sínum tíma, nema að þessi verði hvít að lit. Frá opnun rennibrautarinnar í Vatnaveröld í Reykjanesbæ. Rennibrautin í Dalslaug mun svipa mjög til þeirrar en vera hvít á lit.Aðsend Verið að svara kalli íbúa Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður ráðsins, segir að með því að koma upp rennibraut í Dalslaug sé verið að svara ákalli íbúa. „Þetta voru óskir íbúa að fá þarna rennibraut, en það var ekki gert ráð fyrir henni í upphaflegri hönnun. En nú er gengið í það að gera þetta að veruleika. Liður í því er að bjóða verkið út og þetta er allt komið af stað.“ Hann segir að borgin muni fyrst að standa að framkvæmdum við gerð undirstöðu. „Það verður ráðist í þær mjög fljótlega. Eftir það verður hægt að hefjast handa við að koma upp rennibrautinni.“ „Geggjuð aðstaða“ Hjálmar segir að rennibrautin verði á austurbakkanum, fjær húsinu. „Þetta er orðin alveg geggjuð aðstaða þarna við Dalslaug. Auk sundlaugarinnar er þarna leikskóli, grunnskóli og mjög flott íþróttasvæði, auk nýrrar tegundar af bókasafni, sem svipi til þeirra hafi verið að ryðja sér til rúms á Norðurlandi. Þar er til dæmis að finna stúdíó þar sem allir geta tekið upp í. Við megum vera stolt af uppbyggingunni þarna.“ Að neðan má sjá innslag úr kvöldfréttum Stöðvar 2 frá opnun sundlaugarinnar í desember 2021.
Reykjavík Borgarstjórn Sundlaugar Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira