Róbert starfaði áður sem rekstrarstjóri Pacta lögmanna og Motus. Fyrir það var hann meðal annars fjármála- og viðskiptastjóri Libra ehf. og starfaði hjá GPG Seafood, Útgerðarfélagi Akureyrar og Wise.
Róbert hefur lokið MCF-meistaranámi í fjármálum fyrirtækja og B.Sc Honore í sjávarútvegsfræðum.
„Við eigendur KAPP fögnum því að fá svona liðstyrk við félagið. Reynsla Róberts mun nýtast vel í störfum fyrir okkur," segir Freyr Friðriksson, framkvæmdastjóri KAPP, í tilkynningu.