Fyrrum stórstjörnur Google á Íslandi og einn í Mosó Rakel Sveinsdóttir skrifar 18. september 2022 08:00 Á dögunum hittist hress hópur samstarfsfólks fyrirtækisins EngFlow á Íslandi, en stór hluti þeirra eru fyrrum starfsmenn Google, þar af Unnar Freyr Erlendsson sem býr í Mosfellsbæ og starfar þaðan. Þótt fyrirtækið sé aðeins tveggja ára gamalt eru stór og þekkt fyrirtæki í hópi viðskiptavina þess. Til dæmis Snap Inc., móðurfélag Snapchat. Á dögunum hittist hress hópur samstarfsfólks fyrirtækisins EngFlow á Íslandi. Gerðu sér glaðan dag á ýmsum veitingastöðum í Reykjavík, tóku vinnudag og spjall, skelltu sér upp á Langjökul og í notalegheit í Kraumu í Húsafelli svo eitthvað sé nefnt. Eftir fimm daga samveru var hópurinn endurnærður sem aldrei fyrr og flestir héldu til síns heima. Enda starfar hópurinn saman en þó víðs vegar um heiminn. Margir í þessum hópi eru fyrrverandi starfsmenn Google. Og jafnvel stjörnunöfn í hugbúnaðargeiranum ytra. Eins og til dæmis Helen Altshuler framkvæmdastjóri og Ulf Adams tæknistjóri. Einn í hópnum situr þó á heimili sínu í Mosfellsbæ og starfar þaðan. Sá heitir Unnar Freyr Erlendsson en hann er Developer Support Engineer hjá EngFlow og er einn þeirra sem áður starfaði hjá Google. Atvinnulífið settist niður með Unnari til að forvitnast um hvaða fyrirtæki það er sem er að laða til sín stórstjörnur frá þekktum alþjóðlegum fyrirtækjum eins og Google til að byggja upp nýtt sprotafyrirtæki. Sem innan fárra ára er ætlað að hlutabréfamarkað erlendis. Um hvað snýst þetta eiginlega? Þegar Unnar var á þriðja ári í HR fékk hann tölvupóst frá Google sem spurði hvort hann vildi starfa fyrir þá. Unnari fannst frábært að fá þetta tilboð en sagði Nei, því hann var búinn að ákveða að fara í meistaranám.Vísir/Vilhelm Var „veiddur“ til Google en of seint Unnar er 29 ára gamall tölvunarfræðingur sem útskrifaðist með MSc í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Þegar Unnar var á þriðja ári í B.Sc. náminu sínu í HR fékk hann óvænt tölvupóst frá ráðningafulltrúa nýliða hjá Google þar sem spurt var: „Hefðir þú áhuga á að starfa hjá Google?“ Unnar viðurkennir að auðvitað hafi það verið upplifun út af fyrir sig að fá óvæntan tölvupóst með tilboði sem þessu. Hann sagði þó Nei. Hvers vegna? „Mér fannst mjög skemmtilegt að fá þetta tilboð því þarna var verið að bjóða mér draumastarfið hjá draumafyrirtækinu. En ég var hins vegar búinn að ákveða að fara í meistaranám og þess vegna afþakkaði ég,“ svarar Unnar hinn rólegasti. Svo fór að Unnar útskrifaðist með meistaragráðuna sína og taldi sig þá vera tilbúinn til að þreifa fyrir sér að nýju hjá Google. Unnar fyllti því út umsókn og sendi í gegnum almenna síðu hjá Google. En fékk neitun. En þú endaðir með að starfa fyrir þá, hvernig kom það þá til? „Ég ákvað að grafa upp tölvupóstinn sem ég hafði fengið á sínum tíma frá ráðningafulltrúanum. Sá aðili svaraði mér en var kominn í nýtt starf en sagðist hafa sent erindið mitt áfram á kollega.“ Og hvað gerðist svo? „Í rauninni ekki neitt því ég heyrði ekkert í þeim. Ég ákvað því að skrá mig í doktorsnám í Bandaríkjunum og var við það að hefja það nám þegar allt í einu datt inn svar og ég var spurður hvort ég vildi koma í viðtal.“ Þetta var í mars 2019 og þá var staðan þannig hjá Unnari að hann hafði lítinn tíma til að ákveða hvort hann færi í doktorsnámið í Bandaríkjunum eða ekki. Hann bað því um að ferlinu yrði flýtt. Það var á miðvikudegi og á mánudeginum var fyrsta viðtalið. Hjá Google gengur þetta þannig fyrir sig að það eru alltaf tvö viðtöl. Það fyrra tókum við í gegnum fjarfundarbúnað en síðan flugu þeir mig út til Zurich vikuna á eftir þar sem ég fór í annað viðtal sem tók heilan dag þar sem ég hitti fimm mismunandi aðila.“ Viðtölin fóru þó ekki aðeins fram í samtalsformi því hluti af því sem umsækjendur þurfa að gera hjá Google er að leysa einhver verkefni. „Þetta voru svipuð verkefni og ég þekkti frá keppnisforritunarspurningunum sem ég hafði oft tekið þátt í þegar að ég var í HR og urðu í raun til þess að þeir uppgötvuðu mig fyrst á sínum tíma. Spurningarnar ganga í raun út á að maður sjálfur spyrji réttu spurninganna og nái þannig að forrita kóða sem leysa málin,“ segir Unnar og bætir við: „Þarna er í rauninni verið að prófa hvaða lausnarleið þér dettur í hug.“ Stuttu síðar lá niðurstaðan fyrir og ljóst að Unnar var ekki á leiðinni í doktorsnám, heldur í starf hjá Google. Sem auðvitað voru frábærar fréttir! „Já mér fannst það eitt og sér að fara út í þetta viðtal svo mikil upplifun að það að fá starfið var bara bónus,“ segir Unnar og hlær. Starfsmenn EngFlow búa og starfa víðs vegar um heiminn en leggja áherslu á að hittast öll saman tvisvar til þrisvar á ári. Sjaldnast tekst öllum að koma í einu en það hefur þó gerst tvisvar: Fyrst í Madeira og nú á Íslandi. Hópurinn tók góðan vinnudag saman en lagði líka land undir fót og gerði ýmislegt annað skemmtilegt. EngFlow: Tveggja ára nýsköpun komin á flug Áður en lengra er haldið er þó ekki úr vegi að átta sig betur á því í hverju starf fyrirtækisins EngFlow er. Og þá um leið; hvað allt þetta fólk sem sótti Ísland heim á dögunum er að gera? Unnar segir kjarnastarfsemi EngFlow í raun vera nýja þjónustu sem ætluð er forriturum. Þjónustan felst í því að forritarar geta með hugbúnaði EngFlow hraðað vinnuferlinu sínu stórlega. „Hugbúnaðurinn okkar hraðar öllu ferlinu sem tekur að smíða forrit út frá frumkóða og þar af leiðandi öllu þróunarferlinu þegar verið er að búa til eitthvað nýtt. Þetta þýðir veruleg breyting fyrir forritun því oft fer mikill tími í til dæmis alls kyns prófanir, það getur tekið langan tíma að keyra hugbúnað í gegnum einhver kerfi og svo framvegis. Með EngFlow hugbúnaðinum styttist þetta ferli verulega sem gjörbreytir allri vinnu og afkastagetu forritara.“ Fyrir okkur venjulega fólkið er þetta tungumál torskilið en til að setja í samhengi hversu mikil breyting EngFlow hugbúnaðurinn er í heimi upplýsingatækni og forritunar má nefna að meðal viðskiptavina EngFlow eru stórfyrirtæki erlendis eins og Canva, Snap Inc., Nexar, Brave, Browser Company, Blue River Technology, Fivetran, Splash Financial, Mighty, EyeO og Sibros. Og það þótt fyrirtækið sé aðeins tveggja ára gamalt! Í dag eru starfsmenn EngFlow 22 talsins og eins og algengt er í hugbúnaðargeiranum, eru ráðningasamningar gerðir með hluteignarsamningi inniföldum. Svona eins og flestir þekkja frá Google. Hjá Google var þetta þannig að ráðningarsamningar voru þrískiptir: Fyrst voru það grunnlaunin, síðan fékk maður árlegan bónus greiddan en hann byggði annars vegar á frammistöðu manns sjálfs en hins vegar á velgengni fyrirtækisins í heild sinni. Til viðbótar var síðan samningur um hlutafé í félaginu og við erum með svipað módel, þótt auðvitað sé ekki hægt að líkja verðmæti hlutabréfa EngFlow við Google,“ segir Unnar en bætir við og kímir: ,,Að minnsta kosti ekki enn.“ Vöxturinn hefur verið hraður á stuttum tíma. Fyrir innan við ári síðan voru starfsmenn til dæmis sextán talsins, nú telja þau tuttugu og tvo starfsmenn og Unnar segist alveg búast við því að innan fárra ára telji hópurinn fimmtíu starfsmenn. Félagið sem slíkt er annars vegar í Þýskalandi en hins vegar í Bandaríkjunum. Unnar segir það síðara skýrast af því að það er auðveldara að nálgast bandaríska viðskiptavini ef söluaðilinn sjálfur er bandarískt félag. Markmiðið er að fara á markað erlendis og hópurinn í heild sinni er stórhuga. „Enda er fólk að hætta í flottum störfum til að koma til okkar,“ segir Unnar. Á vefsíðu EngFlow má einmitt sjá að starfsreynsla starfsfólks einkennist af starfi hjá mörgum stórfyrirtækjum erlendis. Til viðbótar við Google má til dæmis nefna JP Morgan og HP. Stærstu nöfnin í hugbúnaðarheiminum eru án efa nöfn Helen og Ulf. Ulf var til dæmis sá sem leiddi þróunina á Bazel hjá Google, stóru smíðkerfi sem allir í upplýsingatækni þekkja. Helen er síðan sú sem hefur risastórt tengslanet sem að hluta til skýrir út glæsilegan viðskiptavinahóp hjá ungu fyrirtæki. Enda með um tuttugu ára reynslu sem leiðtogi hugbúnaðarverkefna hjá Google, J.P. Morgan og fleirum. Unnar segir mikinn mun á því að starfa fyrir fyrirtæki eins og Google eða í frumkvöðlafyrirtæki þar sem allir þurfa að vera með marga hatta á höfði. Teymið sem Unnar fer fyrir er sá hópur starfsmanna sem er í samskiptum við viðskiptavini. Unnar til EngFlow En hvernig ætli það hafi komið til að Unnar fór frá Google til EngFlow? Jú, þegar starfið hjá Google lá fyrir gerði Unnar sér vonir um að verða staðsettur í Zurich þar sem hann hafði farið í viðtalið. Hins vegar hljóðaði tilboðið að lokum upp á að hann færi til Munchen sem hann og gerði. „Þar var ég partur af teymi sem þá var að vinna í glænýju verkefni sem heitir Stadia og er lítið stykki sem gerir manni kleift að vera í leikjatölvu í skýjunum. Þetta þýðir að í stað þess að vera með leikjatölvur eins og PlayStation fyrir neðan sjónvarpið, getur þú verið með þetta litla tæki tengt sjónvarpinu og það dugar til að spila.“ Fyrir marga þýðir þetta þá líka að í stað þess að ferðast með leikjatölvur eins og PlayStation á milli landa eða innanlands, er nóg að taka þetta litla stykki með. Svo heppilega vildi til að einn af helstu forkólfum EngFlow starfaði í því teymi sem Unnar tilheyrði í Munchen. Sem síðar þýddi að þegar komið var að því að stofna EngFlow og fara af stað, var Unnari boðið að vera aðili að því. Sem hann að sjálfsögðu stökk á. Það er auðvitað allt annað að fara úr starfi hjá fyrirtæki eins og Google og í frumkvöðlafyrirtæki. Því hér er maður í fullu starfi með marga hatta og það á við um okkur öll. Að starfa í frumkvöðlaumhverfinu þýðir í raun að það er enginn sem er að gera bara eitthvað eitt, við erum öll með marga hatta á höfði.“ En í hverju felst starfið þitt svona í megindráttum? „Ég byrjaði sem Software Engineer en er í dag Developer Support Engineer. Það má lýsa því starfi sem nokkurs konar blöndu af verkefnastjórnun og forritun og síðan almennum samskiptum við viðskiptavini. Því mitt teymi er það teymi sem viðskiptavinir hafa samband við ef eitthvað er. Stundum þýðir þetta að við leysum bara úr málum milliliðalaust en stundum að við vísum málum áfram á viðeigandi staði.“ Ljóst er af undirbúningi viðtals og myndatöku að EngFlow starfar á öðrum tímabeltum en á Íslandi. „Ég er oftast lausari við fyrir hádegi en á fundum eftir hádegi,“ segir Unnar. Unnar segir mjög mikilvægt fyrir hópinn að hittast reglulega til að efla liðsheildina. Ekki síst vegna þess að EngFlow er að stækka mjög hratt og nýliðar að bætast í hópinn. Sjálfur telur hann líklegt að eftir fimm ár verði starfsmenn orðnir um fimmtíu talsins og að þá verði fyrirtækið á hraðleið inn á hlutabréfamarkað erlendis. EngFlow: L.E.A.P. Þegar viðtalið fer fram er Unnar eins og áður sagði einn þeirra sem er endurnærður eftir góða samveru hópsins á Íslandi. „Við reynum að hittast að minnsta kosti tvisvar til þrisvar á ári en þetta er bara í annað sinn sem okkur tekst að hittast allur hópurinn,“ segir Unnar. Í fyrra skiptið hittist hópurinn í Madeira en í þetta sinn á Íslandi. „Við vorum auðvitað bæði að vinna og hafa gaman en á vinnudeginum okkar tókum við sérstaklega fyrir gildin okkar sem við skammstöfum sem L.E.A.P.“ L.E.A.P. stendur þá fyrir: L = Loyalty (tryggð). Við erum að fjárfesta í hvort öðru, virðum það að bæði starfsmenn og viðskiptavinir eru mismunandi en miðum við að allt starfið okkar byggi á að við verðum betri. E = Excellence (framúrskarandi). Við viljum vera eins góð og við getum verið og miðum við að vera alltaf besta útgáfan af okkur sjálfum. A = Adventure (ævintýri). Uppbyggingin okkar og starf er ævintýri og það að hittast og vera saman er partur af ævintýrinu en líka það að hafa svigrúm til að prófa hluti, gera mistök, læra af þeim, vaxa og hafa gaman. P = Perseverance (þrautseigja.). Við viljum fara okkar eiginn veg og skora normið á hólm frekar en að fylgja eftir því sem hefðbundið er eða staðlað hjá flestum nýsköpunarfyrirtækjum. Við erum sérstök og höfum seigluna til þess að halda áfram að vera það. Unnar segir mikilvægt að standa fyrir svona samverudögum reglulega. Sérstaklega þar sem hópurinn stækkar ört og þá sé mikilvægt að til dæmis nýliðar séu vel inni í þeim gildum sem Engflow stendur fyrir. Þar sem starfsmennirnir starfi í fjarvinnu og víðsvegar um heiminn, sé líka mikilvægt að hittast reglulega til að hrista hópinn saman. En hvar sæir þú fyrir þér að EngFlow verði eftir til dæmis fimm ár? Ég sæi fyrir mér að við værum búin að stækka viðskiptavinahópinn okkar mjög mikið og vonandi kominn á þann stað að vera sjálfbær. Og að við værum á hraðleið komin af stað að undirbúa okkur undir það að EngFlow fari á hlutabréfamarkað.“ Nýsköpun Tækni Starfsframi Tengdar fréttir Gekk um götur New York með kynningu og nú með notendur um allan heim „Yfir nítján þúsund fyrirtæki í 132 löndum nota Sling daglega, krakkar internetið virkar!“ segir Helgi Hermannsson framkvæmdastjóri Sling en Sling er hugbúnaður fyrir vinnustaði þar sem unnið er á vöktum. 1. mars 2021 07:00 Vöktun bóluefnis og mikil fjölgun starfsfólks framundan „Hugmyndin að Controlant kviknaði í Háskóla Íslands sem hluti af meistaranámi okkar. Controlant varð til í H1N1 árið 2009, eða Svínaflensunni eins og hún er kölluð. Þá var okkar tækni notuð til þess að verja og stýra dreifingu og hýsingu á bóluefninu á Íslandi,“ segir Gísli Herjólfsson framkvæmdastjóri Controlant um upphafið en fyrirtækið var stofnað af fimm félögum, sem ýmist þekktust úr æsku eða kynntust í háskólanum. 15. febrúar 2021 07:00 Eins og að fleygja sér út úr flugvél og smíða fallhlíf á leiðinni Tveir læknar réðust í nýsköpun fljótlega eftir bankahrun og stofnuðu fyrirtækið Sidekick. Í dag starfa þar fjörtíu starfsmenn og markmiðið er að þrefalda þann fjölda á næstu misserum. 9. nóvember 2020 07:00 „Algjörlega galið“ að hvatarnir séu þveröfugir við markmiðin „Kerfið er okkar helsta áskorun þar sem hvatar eru þveröfugir og hvetja enn til þess að plast og annað endurvinnanlegt efni er flutt óunnið úr landi eða urðað. Það er algjörlega galið þar sem það hefur verri áhrif á umhverfið til viðbótar við tækifærin, verðmætin og störfin sem skapast ef við byggjum virðiskeðjuna upp hér á Íslandi,“ segir Áslaug Hulda Jónsdóttir forstöðumaður viðskipta og þróunar hjá fyrirtækinu Pure North. 25. janúar 2021 07:01 610 greiðandi viðskiptavinir erlendis frá en þrír á Íslandi „Í dag erum við með um 610 greiðandi viðskiptavini í sex heimsálfum. Þar af eru þrír á Íslandi. Einnig erum við með tugi þúsunda notenda á „freemium" eða fríplaninu okkar, og þar af eru einhverjir tugir eða hundruði á Íslandi,“ segir Jóhann Tómas Sigurðsson framkvæmdastjóri CrankWheel. Til samanburðar má nefna að fyrir fimm árum síðan voru greiðandi viðskiptavinir CrankWheel sextán talsins, þar af fimmtán á Íslandi en einn erlendis. 29. mars 2021 07:01 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Eftir fimm daga samveru var hópurinn endurnærður sem aldrei fyrr og flestir héldu til síns heima. Enda starfar hópurinn saman en þó víðs vegar um heiminn. Margir í þessum hópi eru fyrrverandi starfsmenn Google. Og jafnvel stjörnunöfn í hugbúnaðargeiranum ytra. Eins og til dæmis Helen Altshuler framkvæmdastjóri og Ulf Adams tæknistjóri. Einn í hópnum situr þó á heimili sínu í Mosfellsbæ og starfar þaðan. Sá heitir Unnar Freyr Erlendsson en hann er Developer Support Engineer hjá EngFlow og er einn þeirra sem áður starfaði hjá Google. Atvinnulífið settist niður með Unnari til að forvitnast um hvaða fyrirtæki það er sem er að laða til sín stórstjörnur frá þekktum alþjóðlegum fyrirtækjum eins og Google til að byggja upp nýtt sprotafyrirtæki. Sem innan fárra ára er ætlað að hlutabréfamarkað erlendis. Um hvað snýst þetta eiginlega? Þegar Unnar var á þriðja ári í HR fékk hann tölvupóst frá Google sem spurði hvort hann vildi starfa fyrir þá. Unnari fannst frábært að fá þetta tilboð en sagði Nei, því hann var búinn að ákveða að fara í meistaranám.Vísir/Vilhelm Var „veiddur“ til Google en of seint Unnar er 29 ára gamall tölvunarfræðingur sem útskrifaðist með MSc í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Þegar Unnar var á þriðja ári í B.Sc. náminu sínu í HR fékk hann óvænt tölvupóst frá ráðningafulltrúa nýliða hjá Google þar sem spurt var: „Hefðir þú áhuga á að starfa hjá Google?“ Unnar viðurkennir að auðvitað hafi það verið upplifun út af fyrir sig að fá óvæntan tölvupóst með tilboði sem þessu. Hann sagði þó Nei. Hvers vegna? „Mér fannst mjög skemmtilegt að fá þetta tilboð því þarna var verið að bjóða mér draumastarfið hjá draumafyrirtækinu. En ég var hins vegar búinn að ákveða að fara í meistaranám og þess vegna afþakkaði ég,“ svarar Unnar hinn rólegasti. Svo fór að Unnar útskrifaðist með meistaragráðuna sína og taldi sig þá vera tilbúinn til að þreifa fyrir sér að nýju hjá Google. Unnar fyllti því út umsókn og sendi í gegnum almenna síðu hjá Google. En fékk neitun. En þú endaðir með að starfa fyrir þá, hvernig kom það þá til? „Ég ákvað að grafa upp tölvupóstinn sem ég hafði fengið á sínum tíma frá ráðningafulltrúanum. Sá aðili svaraði mér en var kominn í nýtt starf en sagðist hafa sent erindið mitt áfram á kollega.“ Og hvað gerðist svo? „Í rauninni ekki neitt því ég heyrði ekkert í þeim. Ég ákvað því að skrá mig í doktorsnám í Bandaríkjunum og var við það að hefja það nám þegar allt í einu datt inn svar og ég var spurður hvort ég vildi koma í viðtal.“ Þetta var í mars 2019 og þá var staðan þannig hjá Unnari að hann hafði lítinn tíma til að ákveða hvort hann færi í doktorsnámið í Bandaríkjunum eða ekki. Hann bað því um að ferlinu yrði flýtt. Það var á miðvikudegi og á mánudeginum var fyrsta viðtalið. Hjá Google gengur þetta þannig fyrir sig að það eru alltaf tvö viðtöl. Það fyrra tókum við í gegnum fjarfundarbúnað en síðan flugu þeir mig út til Zurich vikuna á eftir þar sem ég fór í annað viðtal sem tók heilan dag þar sem ég hitti fimm mismunandi aðila.“ Viðtölin fóru þó ekki aðeins fram í samtalsformi því hluti af því sem umsækjendur þurfa að gera hjá Google er að leysa einhver verkefni. „Þetta voru svipuð verkefni og ég þekkti frá keppnisforritunarspurningunum sem ég hafði oft tekið þátt í þegar að ég var í HR og urðu í raun til þess að þeir uppgötvuðu mig fyrst á sínum tíma. Spurningarnar ganga í raun út á að maður sjálfur spyrji réttu spurninganna og nái þannig að forrita kóða sem leysa málin,“ segir Unnar og bætir við: „Þarna er í rauninni verið að prófa hvaða lausnarleið þér dettur í hug.“ Stuttu síðar lá niðurstaðan fyrir og ljóst að Unnar var ekki á leiðinni í doktorsnám, heldur í starf hjá Google. Sem auðvitað voru frábærar fréttir! „Já mér fannst það eitt og sér að fara út í þetta viðtal svo mikil upplifun að það að fá starfið var bara bónus,“ segir Unnar og hlær. Starfsmenn EngFlow búa og starfa víðs vegar um heiminn en leggja áherslu á að hittast öll saman tvisvar til þrisvar á ári. Sjaldnast tekst öllum að koma í einu en það hefur þó gerst tvisvar: Fyrst í Madeira og nú á Íslandi. Hópurinn tók góðan vinnudag saman en lagði líka land undir fót og gerði ýmislegt annað skemmtilegt. EngFlow: Tveggja ára nýsköpun komin á flug Áður en lengra er haldið er þó ekki úr vegi að átta sig betur á því í hverju starf fyrirtækisins EngFlow er. Og þá um leið; hvað allt þetta fólk sem sótti Ísland heim á dögunum er að gera? Unnar segir kjarnastarfsemi EngFlow í raun vera nýja þjónustu sem ætluð er forriturum. Þjónustan felst í því að forritarar geta með hugbúnaði EngFlow hraðað vinnuferlinu sínu stórlega. „Hugbúnaðurinn okkar hraðar öllu ferlinu sem tekur að smíða forrit út frá frumkóða og þar af leiðandi öllu þróunarferlinu þegar verið er að búa til eitthvað nýtt. Þetta þýðir veruleg breyting fyrir forritun því oft fer mikill tími í til dæmis alls kyns prófanir, það getur tekið langan tíma að keyra hugbúnað í gegnum einhver kerfi og svo framvegis. Með EngFlow hugbúnaðinum styttist þetta ferli verulega sem gjörbreytir allri vinnu og afkastagetu forritara.“ Fyrir okkur venjulega fólkið er þetta tungumál torskilið en til að setja í samhengi hversu mikil breyting EngFlow hugbúnaðurinn er í heimi upplýsingatækni og forritunar má nefna að meðal viðskiptavina EngFlow eru stórfyrirtæki erlendis eins og Canva, Snap Inc., Nexar, Brave, Browser Company, Blue River Technology, Fivetran, Splash Financial, Mighty, EyeO og Sibros. Og það þótt fyrirtækið sé aðeins tveggja ára gamalt! Í dag eru starfsmenn EngFlow 22 talsins og eins og algengt er í hugbúnaðargeiranum, eru ráðningasamningar gerðir með hluteignarsamningi inniföldum. Svona eins og flestir þekkja frá Google. Hjá Google var þetta þannig að ráðningarsamningar voru þrískiptir: Fyrst voru það grunnlaunin, síðan fékk maður árlegan bónus greiddan en hann byggði annars vegar á frammistöðu manns sjálfs en hins vegar á velgengni fyrirtækisins í heild sinni. Til viðbótar var síðan samningur um hlutafé í félaginu og við erum með svipað módel, þótt auðvitað sé ekki hægt að líkja verðmæti hlutabréfa EngFlow við Google,“ segir Unnar en bætir við og kímir: ,,Að minnsta kosti ekki enn.“ Vöxturinn hefur verið hraður á stuttum tíma. Fyrir innan við ári síðan voru starfsmenn til dæmis sextán talsins, nú telja þau tuttugu og tvo starfsmenn og Unnar segist alveg búast við því að innan fárra ára telji hópurinn fimmtíu starfsmenn. Félagið sem slíkt er annars vegar í Þýskalandi en hins vegar í Bandaríkjunum. Unnar segir það síðara skýrast af því að það er auðveldara að nálgast bandaríska viðskiptavini ef söluaðilinn sjálfur er bandarískt félag. Markmiðið er að fara á markað erlendis og hópurinn í heild sinni er stórhuga. „Enda er fólk að hætta í flottum störfum til að koma til okkar,“ segir Unnar. Á vefsíðu EngFlow má einmitt sjá að starfsreynsla starfsfólks einkennist af starfi hjá mörgum stórfyrirtækjum erlendis. Til viðbótar við Google má til dæmis nefna JP Morgan og HP. Stærstu nöfnin í hugbúnaðarheiminum eru án efa nöfn Helen og Ulf. Ulf var til dæmis sá sem leiddi þróunina á Bazel hjá Google, stóru smíðkerfi sem allir í upplýsingatækni þekkja. Helen er síðan sú sem hefur risastórt tengslanet sem að hluta til skýrir út glæsilegan viðskiptavinahóp hjá ungu fyrirtæki. Enda með um tuttugu ára reynslu sem leiðtogi hugbúnaðarverkefna hjá Google, J.P. Morgan og fleirum. Unnar segir mikinn mun á því að starfa fyrir fyrirtæki eins og Google eða í frumkvöðlafyrirtæki þar sem allir þurfa að vera með marga hatta á höfði. Teymið sem Unnar fer fyrir er sá hópur starfsmanna sem er í samskiptum við viðskiptavini. Unnar til EngFlow En hvernig ætli það hafi komið til að Unnar fór frá Google til EngFlow? Jú, þegar starfið hjá Google lá fyrir gerði Unnar sér vonir um að verða staðsettur í Zurich þar sem hann hafði farið í viðtalið. Hins vegar hljóðaði tilboðið að lokum upp á að hann færi til Munchen sem hann og gerði. „Þar var ég partur af teymi sem þá var að vinna í glænýju verkefni sem heitir Stadia og er lítið stykki sem gerir manni kleift að vera í leikjatölvu í skýjunum. Þetta þýðir að í stað þess að vera með leikjatölvur eins og PlayStation fyrir neðan sjónvarpið, getur þú verið með þetta litla tæki tengt sjónvarpinu og það dugar til að spila.“ Fyrir marga þýðir þetta þá líka að í stað þess að ferðast með leikjatölvur eins og PlayStation á milli landa eða innanlands, er nóg að taka þetta litla stykki með. Svo heppilega vildi til að einn af helstu forkólfum EngFlow starfaði í því teymi sem Unnar tilheyrði í Munchen. Sem síðar þýddi að þegar komið var að því að stofna EngFlow og fara af stað, var Unnari boðið að vera aðili að því. Sem hann að sjálfsögðu stökk á. Það er auðvitað allt annað að fara úr starfi hjá fyrirtæki eins og Google og í frumkvöðlafyrirtæki. Því hér er maður í fullu starfi með marga hatta og það á við um okkur öll. Að starfa í frumkvöðlaumhverfinu þýðir í raun að það er enginn sem er að gera bara eitthvað eitt, við erum öll með marga hatta á höfði.“ En í hverju felst starfið þitt svona í megindráttum? „Ég byrjaði sem Software Engineer en er í dag Developer Support Engineer. Það má lýsa því starfi sem nokkurs konar blöndu af verkefnastjórnun og forritun og síðan almennum samskiptum við viðskiptavini. Því mitt teymi er það teymi sem viðskiptavinir hafa samband við ef eitthvað er. Stundum þýðir þetta að við leysum bara úr málum milliliðalaust en stundum að við vísum málum áfram á viðeigandi staði.“ Ljóst er af undirbúningi viðtals og myndatöku að EngFlow starfar á öðrum tímabeltum en á Íslandi. „Ég er oftast lausari við fyrir hádegi en á fundum eftir hádegi,“ segir Unnar. Unnar segir mjög mikilvægt fyrir hópinn að hittast reglulega til að efla liðsheildina. Ekki síst vegna þess að EngFlow er að stækka mjög hratt og nýliðar að bætast í hópinn. Sjálfur telur hann líklegt að eftir fimm ár verði starfsmenn orðnir um fimmtíu talsins og að þá verði fyrirtækið á hraðleið inn á hlutabréfamarkað erlendis. EngFlow: L.E.A.P. Þegar viðtalið fer fram er Unnar eins og áður sagði einn þeirra sem er endurnærður eftir góða samveru hópsins á Íslandi. „Við reynum að hittast að minnsta kosti tvisvar til þrisvar á ári en þetta er bara í annað sinn sem okkur tekst að hittast allur hópurinn,“ segir Unnar. Í fyrra skiptið hittist hópurinn í Madeira en í þetta sinn á Íslandi. „Við vorum auðvitað bæði að vinna og hafa gaman en á vinnudeginum okkar tókum við sérstaklega fyrir gildin okkar sem við skammstöfum sem L.E.A.P.“ L.E.A.P. stendur þá fyrir: L = Loyalty (tryggð). Við erum að fjárfesta í hvort öðru, virðum það að bæði starfsmenn og viðskiptavinir eru mismunandi en miðum við að allt starfið okkar byggi á að við verðum betri. E = Excellence (framúrskarandi). Við viljum vera eins góð og við getum verið og miðum við að vera alltaf besta útgáfan af okkur sjálfum. A = Adventure (ævintýri). Uppbyggingin okkar og starf er ævintýri og það að hittast og vera saman er partur af ævintýrinu en líka það að hafa svigrúm til að prófa hluti, gera mistök, læra af þeim, vaxa og hafa gaman. P = Perseverance (þrautseigja.). Við viljum fara okkar eiginn veg og skora normið á hólm frekar en að fylgja eftir því sem hefðbundið er eða staðlað hjá flestum nýsköpunarfyrirtækjum. Við erum sérstök og höfum seigluna til þess að halda áfram að vera það. Unnar segir mikilvægt að standa fyrir svona samverudögum reglulega. Sérstaklega þar sem hópurinn stækkar ört og þá sé mikilvægt að til dæmis nýliðar séu vel inni í þeim gildum sem Engflow stendur fyrir. Þar sem starfsmennirnir starfi í fjarvinnu og víðsvegar um heiminn, sé líka mikilvægt að hittast reglulega til að hrista hópinn saman. En hvar sæir þú fyrir þér að EngFlow verði eftir til dæmis fimm ár? Ég sæi fyrir mér að við værum búin að stækka viðskiptavinahópinn okkar mjög mikið og vonandi kominn á þann stað að vera sjálfbær. Og að við værum á hraðleið komin af stað að undirbúa okkur undir það að EngFlow fari á hlutabréfamarkað.“
Nýsköpun Tækni Starfsframi Tengdar fréttir Gekk um götur New York með kynningu og nú með notendur um allan heim „Yfir nítján þúsund fyrirtæki í 132 löndum nota Sling daglega, krakkar internetið virkar!“ segir Helgi Hermannsson framkvæmdastjóri Sling en Sling er hugbúnaður fyrir vinnustaði þar sem unnið er á vöktum. 1. mars 2021 07:00 Vöktun bóluefnis og mikil fjölgun starfsfólks framundan „Hugmyndin að Controlant kviknaði í Háskóla Íslands sem hluti af meistaranámi okkar. Controlant varð til í H1N1 árið 2009, eða Svínaflensunni eins og hún er kölluð. Þá var okkar tækni notuð til þess að verja og stýra dreifingu og hýsingu á bóluefninu á Íslandi,“ segir Gísli Herjólfsson framkvæmdastjóri Controlant um upphafið en fyrirtækið var stofnað af fimm félögum, sem ýmist þekktust úr æsku eða kynntust í háskólanum. 15. febrúar 2021 07:00 Eins og að fleygja sér út úr flugvél og smíða fallhlíf á leiðinni Tveir læknar réðust í nýsköpun fljótlega eftir bankahrun og stofnuðu fyrirtækið Sidekick. Í dag starfa þar fjörtíu starfsmenn og markmiðið er að þrefalda þann fjölda á næstu misserum. 9. nóvember 2020 07:00 „Algjörlega galið“ að hvatarnir séu þveröfugir við markmiðin „Kerfið er okkar helsta áskorun þar sem hvatar eru þveröfugir og hvetja enn til þess að plast og annað endurvinnanlegt efni er flutt óunnið úr landi eða urðað. Það er algjörlega galið þar sem það hefur verri áhrif á umhverfið til viðbótar við tækifærin, verðmætin og störfin sem skapast ef við byggjum virðiskeðjuna upp hér á Íslandi,“ segir Áslaug Hulda Jónsdóttir forstöðumaður viðskipta og þróunar hjá fyrirtækinu Pure North. 25. janúar 2021 07:01 610 greiðandi viðskiptavinir erlendis frá en þrír á Íslandi „Í dag erum við með um 610 greiðandi viðskiptavini í sex heimsálfum. Þar af eru þrír á Íslandi. Einnig erum við með tugi þúsunda notenda á „freemium" eða fríplaninu okkar, og þar af eru einhverjir tugir eða hundruði á Íslandi,“ segir Jóhann Tómas Sigurðsson framkvæmdastjóri CrankWheel. Til samanburðar má nefna að fyrir fimm árum síðan voru greiðandi viðskiptavinir CrankWheel sextán talsins, þar af fimmtán á Íslandi en einn erlendis. 29. mars 2021 07:01 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna Sjá meira
Gekk um götur New York með kynningu og nú með notendur um allan heim „Yfir nítján þúsund fyrirtæki í 132 löndum nota Sling daglega, krakkar internetið virkar!“ segir Helgi Hermannsson framkvæmdastjóri Sling en Sling er hugbúnaður fyrir vinnustaði þar sem unnið er á vöktum. 1. mars 2021 07:00
Vöktun bóluefnis og mikil fjölgun starfsfólks framundan „Hugmyndin að Controlant kviknaði í Háskóla Íslands sem hluti af meistaranámi okkar. Controlant varð til í H1N1 árið 2009, eða Svínaflensunni eins og hún er kölluð. Þá var okkar tækni notuð til þess að verja og stýra dreifingu og hýsingu á bóluefninu á Íslandi,“ segir Gísli Herjólfsson framkvæmdastjóri Controlant um upphafið en fyrirtækið var stofnað af fimm félögum, sem ýmist þekktust úr æsku eða kynntust í háskólanum. 15. febrúar 2021 07:00
Eins og að fleygja sér út úr flugvél og smíða fallhlíf á leiðinni Tveir læknar réðust í nýsköpun fljótlega eftir bankahrun og stofnuðu fyrirtækið Sidekick. Í dag starfa þar fjörtíu starfsmenn og markmiðið er að þrefalda þann fjölda á næstu misserum. 9. nóvember 2020 07:00
„Algjörlega galið“ að hvatarnir séu þveröfugir við markmiðin „Kerfið er okkar helsta áskorun þar sem hvatar eru þveröfugir og hvetja enn til þess að plast og annað endurvinnanlegt efni er flutt óunnið úr landi eða urðað. Það er algjörlega galið þar sem það hefur verri áhrif á umhverfið til viðbótar við tækifærin, verðmætin og störfin sem skapast ef við byggjum virðiskeðjuna upp hér á Íslandi,“ segir Áslaug Hulda Jónsdóttir forstöðumaður viðskipta og þróunar hjá fyrirtækinu Pure North. 25. janúar 2021 07:01
610 greiðandi viðskiptavinir erlendis frá en þrír á Íslandi „Í dag erum við með um 610 greiðandi viðskiptavini í sex heimsálfum. Þar af eru þrír á Íslandi. Einnig erum við með tugi þúsunda notenda á „freemium" eða fríplaninu okkar, og þar af eru einhverjir tugir eða hundruði á Íslandi,“ segir Jóhann Tómas Sigurðsson framkvæmdastjóri CrankWheel. Til samanburðar má nefna að fyrir fimm árum síðan voru greiðandi viðskiptavinir CrankWheel sextán talsins, þar af fimmtán á Íslandi en einn erlendis. 29. mars 2021 07:01