Segir mælanlegan árangur af loftslagsaðgerðum engan: „Þyngra en tárum taki“ Snorri Másson skrifar 16. september 2022 14:20 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hefur orðið fyrir miklum vonbrigðum með árangurinn af loftslagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar. Vísir/Einar Þrátt fyrir metnaðarfull áform er mælanlegur árangur af loftslagsaðgerðum stjórnvalda enn sem komið er enginn, að sögn veðurfræðings. Það er staðreynd sem hann segir að við verðum að horfast blákalt í augu við - á degi íslenskrar náttúru. Í gær gaf Umhverfisstofnun út bráðabirgðaútreikninga sem sýna að losun gróðurhúsalofttegunda jókst um þrjú prósent á Íslandi á milli ára 2020 og 2021. Vissulega var hagkerfið að ná sér eftir Covid en að árangurinn sé ekki betri, er þyngra en tárum taki samkvæmt Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi. „Þetta gengur ákaflega hægt. Og miklu hægar en... ég var bjartsýnn fyrir 5-10 árum og hélt að hlutirnir myndu ganga miklu hraðar fyrir sig, þannig að lesa þessar fréttir í gær 15. september, þetta var enginn sérstakur gleðidagur,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Einar segir að alltof lítið sé að gerast en þar er hann að tala um alltof lítinn árangur, ekki alltof lítið af aðgerðum. Það hefur mikið verið gert, en ekki mikið gerst. Samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum til 2030-35 erum við langt frá markmiðunum. „Þetta er auðvitað þyngra en tárum taki. Það er alveg sama hvar maður horfir. Það er bara alltof lítið að gerast í þessum málum,“ segir Einar. „Það er búið að setja mikið í þetta. Stjórnvöld eru búin að marka stefnu, fullt af stefnum, það er búið að ráða fullt af starfsfólki hjá hinu opinbera og einkageiranum til að sinna þessum málum, það hefur orðið hugarfarsbreyting í landinu. Það eru haldnar ráðstefnur, ég veit ekki hvað er gert, en samt er árangurinn svona lítill. Maður eiginlega bara veltir vöngum yfir þessu: Hvað meira er hægt að gera?“ Miðað við þann loftslagsárangur sem náðist í Covid, segir Einar þann grun læðast að manni á þessu stigi, að skarpur efnahagssamdráttur sé það eina sem geti bjargað málunum. Það sé þó augljóslega ekki óskastaða. Dagur íslenskrar náttúru, hefurðu áhyggjur? „Náttúran er miklu fleira en bara loftslagsmálin en afleiðingarnar af loftslagsmálum eru meiri annars staðar en hér en við samt sem áður þurfum að sýna ábyrgð og draga líka saman þótt við séum lítill dropi í þessu hafi,“ segir Einar. Loftslagsmál Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Í gær gaf Umhverfisstofnun út bráðabirgðaútreikninga sem sýna að losun gróðurhúsalofttegunda jókst um þrjú prósent á Íslandi á milli ára 2020 og 2021. Vissulega var hagkerfið að ná sér eftir Covid en að árangurinn sé ekki betri, er þyngra en tárum taki samkvæmt Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi. „Þetta gengur ákaflega hægt. Og miklu hægar en... ég var bjartsýnn fyrir 5-10 árum og hélt að hlutirnir myndu ganga miklu hraðar fyrir sig, þannig að lesa þessar fréttir í gær 15. september, þetta var enginn sérstakur gleðidagur,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Einar segir að alltof lítið sé að gerast en þar er hann að tala um alltof lítinn árangur, ekki alltof lítið af aðgerðum. Það hefur mikið verið gert, en ekki mikið gerst. Samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum til 2030-35 erum við langt frá markmiðunum. „Þetta er auðvitað þyngra en tárum taki. Það er alveg sama hvar maður horfir. Það er bara alltof lítið að gerast í þessum málum,“ segir Einar. „Það er búið að setja mikið í þetta. Stjórnvöld eru búin að marka stefnu, fullt af stefnum, það er búið að ráða fullt af starfsfólki hjá hinu opinbera og einkageiranum til að sinna þessum málum, það hefur orðið hugarfarsbreyting í landinu. Það eru haldnar ráðstefnur, ég veit ekki hvað er gert, en samt er árangurinn svona lítill. Maður eiginlega bara veltir vöngum yfir þessu: Hvað meira er hægt að gera?“ Miðað við þann loftslagsárangur sem náðist í Covid, segir Einar þann grun læðast að manni á þessu stigi, að skarpur efnahagssamdráttur sé það eina sem geti bjargað málunum. Það sé þó augljóslega ekki óskastaða. Dagur íslenskrar náttúru, hefurðu áhyggjur? „Náttúran er miklu fleira en bara loftslagsmálin en afleiðingarnar af loftslagsmálum eru meiri annars staðar en hér en við samt sem áður þurfum að sýna ábyrgð og draga líka saman þótt við séum lítill dropi í þessu hafi,“ segir Einar.
Loftslagsmál Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira