Erlent

Háhýsi stóð í ljósum logum

Samúel Karl Ólason skrifar
Háhýsið stóð í ljósum logum þegar mest var. Engan virðist þó hafa sakað.
Háhýsið stóð í ljósum logum þegar mest var. Engan virðist þó hafa sakað.

Gífurlega mikill eldur kviknaði í háhýsi í borginni Changsha í Kína í morgun. Húsið er 218 metrar á hæð og 42 hæðir en engan sakaði í brunanum.

South China Morning Post segir 280 slökkviliðsmenn hafa verið senda á vettvang og að þeim hafi tekist að slökkva eldinn. Húsið er í eigu ríkisfyrirtækisins China Telecom og er sagt mjög svo skemmt eftir eldinn.

Myndbönd á samfélagsmiðlum sýna fólk ganga rólega niður stiga hússins eftir að eldurinn kviknaði.

Í frétt ríkismiðilsins CGTN segir að rannsókn á upptökum eldsins sé hafin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×