Uppsetning og umsýsla rafhleðslukerfa í fjölbýli er á ábyrgð húsfélags Daníel Árnason skrifar 16. september 2022 14:01 Hröð þróun hefur verið í þjónustu tengdri rafbílum á síðustu misserum. Sú þróun mun halda áfram hvað sem líður afnámi tolla og upptöku kílómetragjalds og vegtolla. Þjónusta tengd hleðslustöðvum í fjölbýlishúsum snýst annars vegar um útfærslu hleðslukerfa og kaup á hleðslustöðvum og hins vegar um rekstur rafhleðslukerfa, þ.e. umsjón með kerfunum og innheimtu raforkunotkunar. Tilboð frá seljendum rafhleðslustöðva eru oftar en ekki ósamræmd og byggja á forsendum og útfærslum tilboðsgjafa. Fyrir leikmenn getur verið snúið að bera þau saman og átta sig á hvaða útfærsla er skynsamleg og hvaða tilboð er hagstæðast. Í nýlegum ákvæðum í lögum um fjöleignarhús um uppbyggingu rafhleðslukerfa eru skýr ákvæði um að hússtjórnir skuli láta fara fram úttekt og greiningu á aðstæðum og leggja fram tillögur um útfærslu kerfa. Algengt er að hússtjórnir líti fram hjá þessari lagaskyldu og kalli þess í stað strax eftir tilboðum söluaðila, sem er miður því slík úttekt auðveldar öflun samræmdra útboðsgagna og sparar húsfélögum fjármuni þegar upp er staðið. Þetta getum við fullyrt eftir greiningu á fjölda úttekta sem við höfum unnið fyrir stjórnir húsfélaga á hleðslukerfum fjöleignarhúsa, sem og þeim útboðum og verðkönnunum sem við höfum gert að beiðni húsfélagastjórna hjá þjónustuaðilum rafhleðslukerfa. Við könnum einnig verð hjá seljendum hleðslustöðva og gerum verðsamanburð, sjáum um umsóknir fyrir húsfélög ef hleðslukerfi eru styrkhæf, sækjum um VSK-endurgreiðslur og skilum stjórn viðkomandi húsfélags minnisblaði með mati og ráðleggingum sérfræðings. Óháð ráðgjöf mikils virði Greiningar okkar sýna að full ástæða er fyrir stjórnir húsfélaga að afla sambærilegra tilboða í rafhleðslukerfi húsfélaga. Niðurstöðurnar sýna líka að meðalkostnaður við gott kerfi, fyrir bæði bílastæði í séreign og sameign, hefur verið um 100 þúsund krónur á hverja eign og fer heldur lækkandi. Þá vekur það athygli að munur á hæstu og lægstu tilboðum í sambærilegar útfærslur hleðslukerfa var mjög mikill í fyrstu en hefur farið minnkandi, sem gefur vísbendingu um að þessi markaður sé að ná meira jafnvægi. Við horfum einnig til kostnaðar við uppsetningu stöðva, eftir að grunnkerfið hefur verið sett upp, en umtalsverður munur getur verið á gjaldskrá þjónustufyrirtækja vegna uppsetningar viðbótarstöðva. Það er ótvírætt að ofangreint verklag skilar húsfélögum bæði betri kjörum og markvissari verkáætlunum um uppsetningu rafhleðslukerfa. Það er líka umhugsunarefni að lausnir fyrirtækja sem farið hafa mikinn undanfarið á auglýsingamarkaði hafa í fæstum tilfellum verið metnar hagstæðastar fyrir húsfélögin. Umsjón rafhleðslukerfa í fjölbýli Samhliða því að stjórn húsfélags tekur ákvörðun um kaup á rafhleðslukerfi og búnaði á hún að okkar mati að taka líka ákvörðun um umsýslu kerfisins. Í grunninn felst hún í að tryggja virkni kerfisins í heild, bæði uppitíma, álagsstýringu, aðgangsréttindi og mælingu á raforkunotkun hleðslustöðva notenda. Í dag er umsýsla hleðslukerfa rafbíla mjög mismunandi. Víða hafa hússtjórnarmenn tekið að sér að sjá um kerfið og innheimtu vegna notkunar, einnig bjóða þjónustufyrirtæki upp á umsjón með sínum kerfum gegn gjaldi. Dæmi eru um að þjónustuaðilar innheimti bæði mánaðargjald og síðan viðbótargjald miðað við notkun. Einnig hafa sum húsfélög lagt umtalsvert álag á kostnaðarverð raforku sem brýtur í bága við lög um fjöleignarhús. Samkvæmt lögunum er húsfélögum einungis ætlað að innheimta beinan útlagðan kostnað og umsýslukostnað vegna reksturs rafhleðslukerfa. Rafrænn aflestur og gjaldfærsla með húsgjöldum Það er skoðun okkar hjá Eignaumsjón að til framtíðar færi best á því fyrir húsfélög að hleðslukerfi rafbíla uppfylltu kröfur um fjartengingu og vefþjónustu, þ.e. séu að fullu snjallvædd og uppfylli staðla um samhæfingu. Þá er hægt að koma aflestri og reikningsgerð yfir í sjálfvirkt fyrirkomulag og gjaldfæra kostnað rafrænt á húsfélagsreikning viðkomandi notanda/rafbílaeiganda með öðrum húsgjöldum, eins og kveðið er á um í fjöleignarhúsalögunum. Að lokum skal áréttað að æskilegt er að okkar mati að umsýslusamningar með hleðslukerfum fjöleignarhúsa feli í sér vöktun vegna bilana, eftirlit með gæðum og afköstum kerfisins ásamt vöktun á orkuverði hjá smásölum, til að tryggja besta orkuverð á hverjum tíma. Höfundur er framkvæmdastjóri Eignumsjónar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hús og heimili Vistvænir bílar Bílar Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ofhugsanir: orsök & afleiðing Sara Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Hröð þróun hefur verið í þjónustu tengdri rafbílum á síðustu misserum. Sú þróun mun halda áfram hvað sem líður afnámi tolla og upptöku kílómetragjalds og vegtolla. Þjónusta tengd hleðslustöðvum í fjölbýlishúsum snýst annars vegar um útfærslu hleðslukerfa og kaup á hleðslustöðvum og hins vegar um rekstur rafhleðslukerfa, þ.e. umsjón með kerfunum og innheimtu raforkunotkunar. Tilboð frá seljendum rafhleðslustöðva eru oftar en ekki ósamræmd og byggja á forsendum og útfærslum tilboðsgjafa. Fyrir leikmenn getur verið snúið að bera þau saman og átta sig á hvaða útfærsla er skynsamleg og hvaða tilboð er hagstæðast. Í nýlegum ákvæðum í lögum um fjöleignarhús um uppbyggingu rafhleðslukerfa eru skýr ákvæði um að hússtjórnir skuli láta fara fram úttekt og greiningu á aðstæðum og leggja fram tillögur um útfærslu kerfa. Algengt er að hússtjórnir líti fram hjá þessari lagaskyldu og kalli þess í stað strax eftir tilboðum söluaðila, sem er miður því slík úttekt auðveldar öflun samræmdra útboðsgagna og sparar húsfélögum fjármuni þegar upp er staðið. Þetta getum við fullyrt eftir greiningu á fjölda úttekta sem við höfum unnið fyrir stjórnir húsfélaga á hleðslukerfum fjöleignarhúsa, sem og þeim útboðum og verðkönnunum sem við höfum gert að beiðni húsfélagastjórna hjá þjónustuaðilum rafhleðslukerfa. Við könnum einnig verð hjá seljendum hleðslustöðva og gerum verðsamanburð, sjáum um umsóknir fyrir húsfélög ef hleðslukerfi eru styrkhæf, sækjum um VSK-endurgreiðslur og skilum stjórn viðkomandi húsfélags minnisblaði með mati og ráðleggingum sérfræðings. Óháð ráðgjöf mikils virði Greiningar okkar sýna að full ástæða er fyrir stjórnir húsfélaga að afla sambærilegra tilboða í rafhleðslukerfi húsfélaga. Niðurstöðurnar sýna líka að meðalkostnaður við gott kerfi, fyrir bæði bílastæði í séreign og sameign, hefur verið um 100 þúsund krónur á hverja eign og fer heldur lækkandi. Þá vekur það athygli að munur á hæstu og lægstu tilboðum í sambærilegar útfærslur hleðslukerfa var mjög mikill í fyrstu en hefur farið minnkandi, sem gefur vísbendingu um að þessi markaður sé að ná meira jafnvægi. Við horfum einnig til kostnaðar við uppsetningu stöðva, eftir að grunnkerfið hefur verið sett upp, en umtalsverður munur getur verið á gjaldskrá þjónustufyrirtækja vegna uppsetningar viðbótarstöðva. Það er ótvírætt að ofangreint verklag skilar húsfélögum bæði betri kjörum og markvissari verkáætlunum um uppsetningu rafhleðslukerfa. Það er líka umhugsunarefni að lausnir fyrirtækja sem farið hafa mikinn undanfarið á auglýsingamarkaði hafa í fæstum tilfellum verið metnar hagstæðastar fyrir húsfélögin. Umsjón rafhleðslukerfa í fjölbýli Samhliða því að stjórn húsfélags tekur ákvörðun um kaup á rafhleðslukerfi og búnaði á hún að okkar mati að taka líka ákvörðun um umsýslu kerfisins. Í grunninn felst hún í að tryggja virkni kerfisins í heild, bæði uppitíma, álagsstýringu, aðgangsréttindi og mælingu á raforkunotkun hleðslustöðva notenda. Í dag er umsýsla hleðslukerfa rafbíla mjög mismunandi. Víða hafa hússtjórnarmenn tekið að sér að sjá um kerfið og innheimtu vegna notkunar, einnig bjóða þjónustufyrirtæki upp á umsjón með sínum kerfum gegn gjaldi. Dæmi eru um að þjónustuaðilar innheimti bæði mánaðargjald og síðan viðbótargjald miðað við notkun. Einnig hafa sum húsfélög lagt umtalsvert álag á kostnaðarverð raforku sem brýtur í bága við lög um fjöleignarhús. Samkvæmt lögunum er húsfélögum einungis ætlað að innheimta beinan útlagðan kostnað og umsýslukostnað vegna reksturs rafhleðslukerfa. Rafrænn aflestur og gjaldfærsla með húsgjöldum Það er skoðun okkar hjá Eignaumsjón að til framtíðar færi best á því fyrir húsfélög að hleðslukerfi rafbíla uppfylltu kröfur um fjartengingu og vefþjónustu, þ.e. séu að fullu snjallvædd og uppfylli staðla um samhæfingu. Þá er hægt að koma aflestri og reikningsgerð yfir í sjálfvirkt fyrirkomulag og gjaldfæra kostnað rafrænt á húsfélagsreikning viðkomandi notanda/rafbílaeiganda með öðrum húsgjöldum, eins og kveðið er á um í fjöleignarhúsalögunum. Að lokum skal áréttað að æskilegt er að okkar mati að umsýslusamningar með hleðslukerfum fjöleignarhúsa feli í sér vöktun vegna bilana, eftirlit með gæðum og afköstum kerfisins ásamt vöktun á orkuverði hjá smásölum, til að tryggja besta orkuverð á hverjum tíma. Höfundur er framkvæmdastjóri Eignumsjónar.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar