„Finnst lítið spennandi að fara í jakkaföt og skyrtu“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 18. september 2022 07:02 Förðunarfræðingurinn Ísak Freyr er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Aðsend Förðunarfræðingurinn Ísak Freyr Helgason hefur starfað innan tískuheimsins í langan tíma og farðað hinar ýmsu stórstjörnur, á borð við Íslandsvinkonuna Katy Perry og Dua Lipa. Hann elskar hvað tískan er breytileg og hefur farið í gegnum ólík tímabil í klæðaburði en hallast núna að andro stíl og hefur alltaf verið hrifinn af litum og munstrum. Ísak Freyr er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. View this post on Instagram A post shared by I sak Freyr Helgason (@isakhelgason) Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Hvað hún er breytileg! Ég hef líka gaman af því að fylgjast með því hvernig fólk tjáir sig með klæðaburði. Í rauninni hef ég meira dálæti af því hvernig fólk setur fötin sín saman heldur en hvort það sé að fylgja tísku eða ekki. Mér finnst Íslendingar mjög góðir í því að klæða sig eftir persónuleika og tjá sig með klæðaburði. Það er mikil fjölbreytni á Íslandi. Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Þetta er erfið spurning! Um þessar mundir myndi ég segja Archive Bernhard Willhelm peysa frá AW10 sem ég keypti af Önnu Clausen og Bjarna. Þetta var flík sem var í búðinni þeirra, Belleville sem ég gjörsamlega dýrkaði og þau áttu nokkrar flíkur í kassa heima hjá sér frá því að þau voru í búðinni og ég keypti hana af þeim enda algjört gull að finna svona. Svo myndi ég segja að hin flíkin væri svört vegan leðurskyrta sem ég fékk í Andrá á Laugaveginum og dýrka! Smá Ísak back in the day fýlingur í henni. Ísak ásamt vinkonu sinni, fatahönnuðinum Hildu Yeoman, hér árum áður.Facebook @isak.helgason Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Nei, ég er samt alltaf með fyrir fram ákveðið í hverju ég vil vera í þegar ég vakna svo ég þurfi ekki að eyða tíma í að velja áður en ég fer út í daginn. Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég er með mjög wide range stíl. Fer rosalega mikið eftir því hvort ég sé að fara eitthvað fínt eða hvort ég sé að vinna. Ég er oftast í einhverju loose og þægilegu í vinnunni á setti en ef ég er að fara eitthvað fínt þá er ég oftast í einhverju mjög structured, alltaf einhver form. Finnst lítið spennandi að fara í jakkaföt og skyrtu, geri það heldur aldrei nema að ég þurfi þess. View this post on Instagram A post shared by BRI ET (@brietelfar) Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já hann hefur breyst mjög mikið. Ég passaði í allt þegar ég var yngri og fannst skemmtilegt að klæðast kvenmannsfatnaði, en mest vegna þess að mér fannst það oft miklu skemmtilegri form og fallegri flíkur. Var með þráhyggju fyrir Grace Jones og var duglegur að hlaupa um á djamminu með hettu á hausnum með risastóra herðapúða. Núna myndi ég segja að klæðaburðurinn sem meira Androgynous. Skiptir mig samt engu máli hvort flíkin sé kvenleg eða ekki, ef ég fýla hana þá fer ég í hana. Í vinnunni þá er það bara gamla góða hettupeysan og joggers! Ísak Freyr og Saga Sig ljósmyndari.Facebook @isak.helgason Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég í rauninni sækist ekki í innblástur frá neinu en ég hef alltaf verið mjög hrifinn af miklum litum, old Russian munstrum, Aztec, Nepal og svo framvegis. Ég elska mynstur og því litríkari sem þau eru því betra. Það hefur alltaf fylgt mér. Ég er rosalega duglegur að kaupa mér föt sem eru kannski ekki mest klæðileg en mér finnst þau bara svo falleg! View this post on Instagram A post shared by I sak Freyr Helgason (@isakhelgason) Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Nei, í rauninni ekki en það er margt sem ég fýla ekki á sjálfum mér eins og níþröngar buxur til dæmis. View this post on Instagram A post shared by I sak Freyr Helgason (@isakhelgason) Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Myndi segja að það hafi verið Roksanda Ilincic flíkurnar sem ég keypti í Kronkron á sínum tíma. Það var eitthvað ein rosalegasta flík sem ég hef á ævi minni átt. Svakalegt showpiece. Núna er hún hjá Andreu Helgadóttur í pössun í Catskills, New York. Tískutal Tíska og hönnun Tengdar fréttir „Rokkstjörnustælar og bling“ Litagleði, gelluvíbrur og rokkstjörnu stælar einkenna Júlíu Grönvaldt, sem starfar sem listrænn stjórnandi og stílisti við fjölbreytt verkefni tengd tísku, menningu og listum. Hún lærði tískumiðlun í Flórens á Ítalíu en flutti heim eftir námið til að vinna sem sjálfstætt starfandi og elskar að geta notað ástríðu sína á tísku í starfi. Júlía er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 11. september 2022 07:01 „Munur á því að fá innblástur og að stela hugmyndum annarra“ Diana Rós Hanh Breckmann er sjálfstætt starfandi tískustílisti sem hefur alltaf leyft sér að prófa og þróa alls konar stíla. Hún velur sér föt samkvæmt skapi og stemningu og er hrifin af austur asíska götustílnum í bland við metal fíling. Diana Rós er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 4. september 2022 07:00 Í of áberandi kjól fyrir Versali Brynja Kúla Guðmundsdóttir er óhrædd við að fara eigin leiðir í fatavali og lýsir stíl sínum sem áberandi og litríkum. Hún segir ónauðsynlegt að takmarka sig við einhvern einn stíl og að engar reglur gildi í leik tískunnar. Brynja Kúla er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 28. ágúst 2022 07:01 „Smitandi þegar fólk er ánægt með klæðaburðinn sinn“ Elma Dís Árnadóttir finnur fyrir mikilli hamingju þegar hún klæðist litríkum og glitrandi flíkum og segir stílinn sinn hafa þróast með sér í gegnum árin. Henni finnst mikilvægast að fólk sé samkvæmt sjálfu sér í klæðaburði og elskar að sjá það klæða sig eins og þeim sjálfum finnst flott. Elma Dís er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 21. ágúst 2022 07:00 „Fyrir mig er þetta hugarleikfimi“ Ármann Reynisson er mikill lífskúnstner sem hefur bæði áhuga og þekkingu á tísku og klæðaburði og segir góða hugarleikfimi að setja saman flíkur fyrir hin ýmsu tilefni. Ármann hefur ferðast víða um heiminn og skrifað tuttugu og tvær vinjettubækur en í október næstkomandi kemur tuttugasta og önnur bókin út. Hann hefur gaman að því að klæða sig upp fyrir hin ýmsu tilefni, er alltaf snyrtilegur til fara og samkvæmur sjálfum sér. Hann bjó um tíma í London þar sem hann lagði stund á viðskiptanám og segir menningarlíf borgarinnar ekki hafa verið síðri lærdóm. Ármann Reynisson bauð blaðamanni í kaffi og veitti innsýn í fataskáp sinn sem býr yfir fataúrvali sem spannar um fjörutíu ár. Hann er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 14. ágúst 2022 07:01 „Eitthvað sem mér finnst asnalegt í dag getur mér fundist geggjað á morgun“ Björn Ásgeir Guðmundsson er 23 ára hagfræðingur sem hefur mikinn áhuga á tísku og er óhræddur við að skína skært í fatavali. Hann er með mikið jakkablæti og sækir innblástur víða en segir móður sína vera eina mestu tískufyrirmyndina. Björn Ásgeir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 7. ágúst 2022 07:00 „Stíllinn minn verður afslappaðri með tímanum“ Hönnuðurinn Sigríður Ágústa Finnbogadóttir er mikill tískuspegúlant sem hefur meðal annars hannað ýmsan sviðsklæðnað á söngkonuna Bríeti. Hún lýsir stílnum sínum sem hversdagslegum með örlitlum glamúr, sækir innblástur í ólík tímabil tískusögunnar og hefur gaman að því að sjá persónulegan stíl fólks skína í fatavali. Sigríður Ágústa er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 1. ágúst 2022 07:01 Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Tískutal er fastur liður á Vísi þar sem rætt er við ólíka einstaklinga um þeirra persónulega stíl og hvernig tíska nýtist þeim í daglegu lífi. Klæðaburður er sannarlega fjölbreytt listform en við fáum að skyggnast inn í ólíka fataskápa og fræðast nánar um það merkilega tjáningarform sem tíska er fyrir hverjum og einum viðmælanda. View this post on Instagram A post shared by I sak Freyr Helgason (@isakhelgason) Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Hvað hún er breytileg! Ég hef líka gaman af því að fylgjast með því hvernig fólk tjáir sig með klæðaburði. Í rauninni hef ég meira dálæti af því hvernig fólk setur fötin sín saman heldur en hvort það sé að fylgja tísku eða ekki. Mér finnst Íslendingar mjög góðir í því að klæða sig eftir persónuleika og tjá sig með klæðaburði. Það er mikil fjölbreytni á Íslandi. Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Þetta er erfið spurning! Um þessar mundir myndi ég segja Archive Bernhard Willhelm peysa frá AW10 sem ég keypti af Önnu Clausen og Bjarna. Þetta var flík sem var í búðinni þeirra, Belleville sem ég gjörsamlega dýrkaði og þau áttu nokkrar flíkur í kassa heima hjá sér frá því að þau voru í búðinni og ég keypti hana af þeim enda algjört gull að finna svona. Svo myndi ég segja að hin flíkin væri svört vegan leðurskyrta sem ég fékk í Andrá á Laugaveginum og dýrka! Smá Ísak back in the day fýlingur í henni. Ísak ásamt vinkonu sinni, fatahönnuðinum Hildu Yeoman, hér árum áður.Facebook @isak.helgason Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Nei, ég er samt alltaf með fyrir fram ákveðið í hverju ég vil vera í þegar ég vakna svo ég þurfi ekki að eyða tíma í að velja áður en ég fer út í daginn. Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Ég er með mjög wide range stíl. Fer rosalega mikið eftir því hvort ég sé að fara eitthvað fínt eða hvort ég sé að vinna. Ég er oftast í einhverju loose og þægilegu í vinnunni á setti en ef ég er að fara eitthvað fínt þá er ég oftast í einhverju mjög structured, alltaf einhver form. Finnst lítið spennandi að fara í jakkaföt og skyrtu, geri það heldur aldrei nema að ég þurfi þess. View this post on Instagram A post shared by BRI ET (@brietelfar) Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Já hann hefur breyst mjög mikið. Ég passaði í allt þegar ég var yngri og fannst skemmtilegt að klæðast kvenmannsfatnaði, en mest vegna þess að mér fannst það oft miklu skemmtilegri form og fallegri flíkur. Var með þráhyggju fyrir Grace Jones og var duglegur að hlaupa um á djamminu með hettu á hausnum með risastóra herðapúða. Núna myndi ég segja að klæðaburðurinn sem meira Androgynous. Skiptir mig samt engu máli hvort flíkin sé kvenleg eða ekki, ef ég fýla hana þá fer ég í hana. Í vinnunni þá er það bara gamla góða hettupeysan og joggers! Ísak Freyr og Saga Sig ljósmyndari.Facebook @isak.helgason Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Ég í rauninni sækist ekki í innblástur frá neinu en ég hef alltaf verið mjög hrifinn af miklum litum, old Russian munstrum, Aztec, Nepal og svo framvegis. Ég elska mynstur og því litríkari sem þau eru því betra. Það hefur alltaf fylgt mér. Ég er rosalega duglegur að kaupa mér föt sem eru kannski ekki mest klæðileg en mér finnst þau bara svo falleg! View this post on Instagram A post shared by I sak Freyr Helgason (@isakhelgason) Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Nei, í rauninni ekki en það er margt sem ég fýla ekki á sjálfum mér eins og níþröngar buxur til dæmis. View this post on Instagram A post shared by I sak Freyr Helgason (@isakhelgason) Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Myndi segja að það hafi verið Roksanda Ilincic flíkurnar sem ég keypti í Kronkron á sínum tíma. Það var eitthvað ein rosalegasta flík sem ég hef á ævi minni átt. Svakalegt showpiece. Núna er hún hjá Andreu Helgadóttur í pössun í Catskills, New York.
Tískutal Tíska og hönnun Tengdar fréttir „Rokkstjörnustælar og bling“ Litagleði, gelluvíbrur og rokkstjörnu stælar einkenna Júlíu Grönvaldt, sem starfar sem listrænn stjórnandi og stílisti við fjölbreytt verkefni tengd tísku, menningu og listum. Hún lærði tískumiðlun í Flórens á Ítalíu en flutti heim eftir námið til að vinna sem sjálfstætt starfandi og elskar að geta notað ástríðu sína á tísku í starfi. Júlía er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 11. september 2022 07:01 „Munur á því að fá innblástur og að stela hugmyndum annarra“ Diana Rós Hanh Breckmann er sjálfstætt starfandi tískustílisti sem hefur alltaf leyft sér að prófa og þróa alls konar stíla. Hún velur sér föt samkvæmt skapi og stemningu og er hrifin af austur asíska götustílnum í bland við metal fíling. Diana Rós er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 4. september 2022 07:00 Í of áberandi kjól fyrir Versali Brynja Kúla Guðmundsdóttir er óhrædd við að fara eigin leiðir í fatavali og lýsir stíl sínum sem áberandi og litríkum. Hún segir ónauðsynlegt að takmarka sig við einhvern einn stíl og að engar reglur gildi í leik tískunnar. Brynja Kúla er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 28. ágúst 2022 07:01 „Smitandi þegar fólk er ánægt með klæðaburðinn sinn“ Elma Dís Árnadóttir finnur fyrir mikilli hamingju þegar hún klæðist litríkum og glitrandi flíkum og segir stílinn sinn hafa þróast með sér í gegnum árin. Henni finnst mikilvægast að fólk sé samkvæmt sjálfu sér í klæðaburði og elskar að sjá það klæða sig eins og þeim sjálfum finnst flott. Elma Dís er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 21. ágúst 2022 07:00 „Fyrir mig er þetta hugarleikfimi“ Ármann Reynisson er mikill lífskúnstner sem hefur bæði áhuga og þekkingu á tísku og klæðaburði og segir góða hugarleikfimi að setja saman flíkur fyrir hin ýmsu tilefni. Ármann hefur ferðast víða um heiminn og skrifað tuttugu og tvær vinjettubækur en í október næstkomandi kemur tuttugasta og önnur bókin út. Hann hefur gaman að því að klæða sig upp fyrir hin ýmsu tilefni, er alltaf snyrtilegur til fara og samkvæmur sjálfum sér. Hann bjó um tíma í London þar sem hann lagði stund á viðskiptanám og segir menningarlíf borgarinnar ekki hafa verið síðri lærdóm. Ármann Reynisson bauð blaðamanni í kaffi og veitti innsýn í fataskáp sinn sem býr yfir fataúrvali sem spannar um fjörutíu ár. Hann er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 14. ágúst 2022 07:01 „Eitthvað sem mér finnst asnalegt í dag getur mér fundist geggjað á morgun“ Björn Ásgeir Guðmundsson er 23 ára hagfræðingur sem hefur mikinn áhuga á tísku og er óhræddur við að skína skært í fatavali. Hann er með mikið jakkablæti og sækir innblástur víða en segir móður sína vera eina mestu tískufyrirmyndina. Björn Ásgeir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 7. ágúst 2022 07:00 „Stíllinn minn verður afslappaðri með tímanum“ Hönnuðurinn Sigríður Ágústa Finnbogadóttir er mikill tískuspegúlant sem hefur meðal annars hannað ýmsan sviðsklæðnað á söngkonuna Bríeti. Hún lýsir stílnum sínum sem hversdagslegum með örlitlum glamúr, sækir innblástur í ólík tímabil tískusögunnar og hefur gaman að því að sjá persónulegan stíl fólks skína í fatavali. Sigríður Ágústa er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 1. ágúst 2022 07:01 Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Rokkstjörnustælar og bling“ Litagleði, gelluvíbrur og rokkstjörnu stælar einkenna Júlíu Grönvaldt, sem starfar sem listrænn stjórnandi og stílisti við fjölbreytt verkefni tengd tísku, menningu og listum. Hún lærði tískumiðlun í Flórens á Ítalíu en flutti heim eftir námið til að vinna sem sjálfstætt starfandi og elskar að geta notað ástríðu sína á tísku í starfi. Júlía er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 11. september 2022 07:01
„Munur á því að fá innblástur og að stela hugmyndum annarra“ Diana Rós Hanh Breckmann er sjálfstætt starfandi tískustílisti sem hefur alltaf leyft sér að prófa og þróa alls konar stíla. Hún velur sér föt samkvæmt skapi og stemningu og er hrifin af austur asíska götustílnum í bland við metal fíling. Diana Rós er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 4. september 2022 07:00
Í of áberandi kjól fyrir Versali Brynja Kúla Guðmundsdóttir er óhrædd við að fara eigin leiðir í fatavali og lýsir stíl sínum sem áberandi og litríkum. Hún segir ónauðsynlegt að takmarka sig við einhvern einn stíl og að engar reglur gildi í leik tískunnar. Brynja Kúla er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 28. ágúst 2022 07:01
„Smitandi þegar fólk er ánægt með klæðaburðinn sinn“ Elma Dís Árnadóttir finnur fyrir mikilli hamingju þegar hún klæðist litríkum og glitrandi flíkum og segir stílinn sinn hafa þróast með sér í gegnum árin. Henni finnst mikilvægast að fólk sé samkvæmt sjálfu sér í klæðaburði og elskar að sjá það klæða sig eins og þeim sjálfum finnst flott. Elma Dís er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 21. ágúst 2022 07:00
„Fyrir mig er þetta hugarleikfimi“ Ármann Reynisson er mikill lífskúnstner sem hefur bæði áhuga og þekkingu á tísku og klæðaburði og segir góða hugarleikfimi að setja saman flíkur fyrir hin ýmsu tilefni. Ármann hefur ferðast víða um heiminn og skrifað tuttugu og tvær vinjettubækur en í október næstkomandi kemur tuttugasta og önnur bókin út. Hann hefur gaman að því að klæða sig upp fyrir hin ýmsu tilefni, er alltaf snyrtilegur til fara og samkvæmur sjálfum sér. Hann bjó um tíma í London þar sem hann lagði stund á viðskiptanám og segir menningarlíf borgarinnar ekki hafa verið síðri lærdóm. Ármann Reynisson bauð blaðamanni í kaffi og veitti innsýn í fataskáp sinn sem býr yfir fataúrvali sem spannar um fjörutíu ár. Hann er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 14. ágúst 2022 07:01
„Eitthvað sem mér finnst asnalegt í dag getur mér fundist geggjað á morgun“ Björn Ásgeir Guðmundsson er 23 ára hagfræðingur sem hefur mikinn áhuga á tísku og er óhræddur við að skína skært í fatavali. Hann er með mikið jakkablæti og sækir innblástur víða en segir móður sína vera eina mestu tískufyrirmyndina. Björn Ásgeir er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 7. ágúst 2022 07:00
„Stíllinn minn verður afslappaðri með tímanum“ Hönnuðurinn Sigríður Ágústa Finnbogadóttir er mikill tískuspegúlant sem hefur meðal annars hannað ýmsan sviðsklæðnað á söngkonuna Bríeti. Hún lýsir stílnum sínum sem hversdagslegum með örlitlum glamúr, sækir innblástur í ólík tímabil tískusögunnar og hefur gaman að því að sjá persónulegan stíl fólks skína í fatavali. Sigríður Ágústa er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 1. ágúst 2022 07:01