Umfjöllun og viðtöl: HK-Selfoss 25-32 | Nýliðarnir fara vel af stað Dagur Lárusson skrifar 17. september 2022 20:37 Nýliðar Selfoss hefja tímabilið í Olís-deild kvenna á sigri. Twitter/@selfosshandb Selfoss fór með sigur af hólmi í fyrsta leik sínum í Olís-deild kvenna í dag en liðið mætti HK og voru lokatölur 25-32. Fyrir tímabilið var HK spáð áttunda sæti í Olís-deildinni þennan veturinn en Selfossi var spáð sjöunda sætinu. HK byrjaði leikinn af krafti og komst snemma í þriggja marka forystu. Sú forysta áttu þó eftir að duga stutt þar sem að lið Selfoss fór þá í gang en um miðbik fyrri hálfleiksins var Selfoss komið með fjögurra marka forystu. HK náði að koma aðeins til baka áður en flautað var til hálfleiksins en hálfleikstölur voru 15-17. HK varð þó fyrir því óláni undir lok fyrri hálfleiksins að Valgerður Ýr fékk þungt höfuðhögg og þurfti að fara af velli. Í seinni hálfleiknum var Selfoss meira og minna með forystuna allan tímann. Það var ljóst að HK liðið saknaði Valgerðar í sóknarleiknum og síðan var varnarleikurinn ekki upp á marga fiska. Undir lokin sýndi Selfoss liðið mátt sinn og megin og vann að lokum sjö marka sigur, 25-32 og fer því af stað með sigri í Olís-deildinni. Af hverju vann Selfoss? Varnarleikur HK var ekki upp á marga fiska eins og sjá má á markafjölda Selfyssinga en síðan var það ákveðin blóðtaka fyrir HK að missa sinn besta leikmann af velli í fyrri hálfleiknum. Hverjir stóðu upp úr? Katla María var frábær í liði Selfyssinga og mun reynast dýrmæt viðbót við liðið í baráttunni í vetur. Hvað fór illa? Varnaleikur HK liðsins hefði mátt vera mikið, mikið betri. Hvað gerist næst? Bæði lið spila næst á laugardaginn 24.september en þá fer HK í heimsókn til Fram á meðan Selfoss tekur á móti Val. Samúel Ívar Árnason: Við gerðum hlutina ekki eins og við ætluðum okkur Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK.Vísir/Stefán „Ég er mjög svekktur, ég verð að viðurkenna það, við gerðum hlutina ekki alveg eins og við ætluðum okkur,” byrjaði Samúel Ívar, þjálfari HK, að segja í viðtali eftir leik. „Við ætluðum að nýta okkur það að varnarmenn Selfyssinga hafa verið að rjúka út úr 6-0 vörninni þeirra og við ætluðum því að nýta okkur þau svæði sem myndast við það,” hélt Samúel áfram. „Við ætluðum að standa betur gegn þeirra helstu skyttum en við gerðum það ekki nægilega vel.” Samúel var alls ekki sáttur varðandi brot Tinnu Soffíu á Valgerði Ýr sem varð til þess að Valgerður þurfti að fara af velli. „Það var auðvitað erfitt fyrir okkur að missa Valgerði af velli, hún er okkar reyndasti sóknarmaður. Þetta er ljótt brot en samt fær hún að vera inn á vellinum allan leikinn,” endaði Samúel á að segja. Eyþór Lárusson: Alls ekki fullkominn leikur hjá okkur Eyþór Lárusson, þjálfari Selfyssinga.Selfoss.net „Ef ég lít allan leikinn þá var þetta alls ekki fullkominn leikur hjá okkur en við stigum upp á mikilvægum augnablikum,” byrjaði Eyþór Lárusson, þjálfari Selfoss, að segja eftir leik. „Það tók okkur smá tíma að tengjast varnarlega og við vorum einhvern veginn alltaf á eftir þeim og þær fengu að spila á milli sín og við vorum heilt yfir frekar flatar framan af leik,” hélt Eyþór áfram. „Við bættum þetta í seinni hálfleiknum en það var samt langt frá því að vera fullkomið þá heldur. Við fengum hins vegar smá markvörslu þá með sem hjálpaði og það var einfaldlega nóg.” Eyþór var ánægður með sóknarleikinn á mikilvægum augnablikum. „Það er það helsta sem ég get sagt, við vorum sterkar og við stigum upp í sóknarleiknum á mikilvægu og stóru augnablikunum og það var það sem skilaði þessum sigri,” endaði Eyþór Lárusson á að segja. Olís-deild kvenna HK UMF Selfoss
Selfoss fór með sigur af hólmi í fyrsta leik sínum í Olís-deild kvenna í dag en liðið mætti HK og voru lokatölur 25-32. Fyrir tímabilið var HK spáð áttunda sæti í Olís-deildinni þennan veturinn en Selfossi var spáð sjöunda sætinu. HK byrjaði leikinn af krafti og komst snemma í þriggja marka forystu. Sú forysta áttu þó eftir að duga stutt þar sem að lið Selfoss fór þá í gang en um miðbik fyrri hálfleiksins var Selfoss komið með fjögurra marka forystu. HK náði að koma aðeins til baka áður en flautað var til hálfleiksins en hálfleikstölur voru 15-17. HK varð þó fyrir því óláni undir lok fyrri hálfleiksins að Valgerður Ýr fékk þungt höfuðhögg og þurfti að fara af velli. Í seinni hálfleiknum var Selfoss meira og minna með forystuna allan tímann. Það var ljóst að HK liðið saknaði Valgerðar í sóknarleiknum og síðan var varnarleikurinn ekki upp á marga fiska. Undir lokin sýndi Selfoss liðið mátt sinn og megin og vann að lokum sjö marka sigur, 25-32 og fer því af stað með sigri í Olís-deildinni. Af hverju vann Selfoss? Varnarleikur HK var ekki upp á marga fiska eins og sjá má á markafjölda Selfyssinga en síðan var það ákveðin blóðtaka fyrir HK að missa sinn besta leikmann af velli í fyrri hálfleiknum. Hverjir stóðu upp úr? Katla María var frábær í liði Selfyssinga og mun reynast dýrmæt viðbót við liðið í baráttunni í vetur. Hvað fór illa? Varnaleikur HK liðsins hefði mátt vera mikið, mikið betri. Hvað gerist næst? Bæði lið spila næst á laugardaginn 24.september en þá fer HK í heimsókn til Fram á meðan Selfoss tekur á móti Val. Samúel Ívar Árnason: Við gerðum hlutina ekki eins og við ætluðum okkur Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK.Vísir/Stefán „Ég er mjög svekktur, ég verð að viðurkenna það, við gerðum hlutina ekki alveg eins og við ætluðum okkur,” byrjaði Samúel Ívar, þjálfari HK, að segja í viðtali eftir leik. „Við ætluðum að nýta okkur það að varnarmenn Selfyssinga hafa verið að rjúka út úr 6-0 vörninni þeirra og við ætluðum því að nýta okkur þau svæði sem myndast við það,” hélt Samúel áfram. „Við ætluðum að standa betur gegn þeirra helstu skyttum en við gerðum það ekki nægilega vel.” Samúel var alls ekki sáttur varðandi brot Tinnu Soffíu á Valgerði Ýr sem varð til þess að Valgerður þurfti að fara af velli. „Það var auðvitað erfitt fyrir okkur að missa Valgerði af velli, hún er okkar reyndasti sóknarmaður. Þetta er ljótt brot en samt fær hún að vera inn á vellinum allan leikinn,” endaði Samúel á að segja. Eyþór Lárusson: Alls ekki fullkominn leikur hjá okkur Eyþór Lárusson, þjálfari Selfyssinga.Selfoss.net „Ef ég lít allan leikinn þá var þetta alls ekki fullkominn leikur hjá okkur en við stigum upp á mikilvægum augnablikum,” byrjaði Eyþór Lárusson, þjálfari Selfoss, að segja eftir leik. „Það tók okkur smá tíma að tengjast varnarlega og við vorum einhvern veginn alltaf á eftir þeim og þær fengu að spila á milli sín og við vorum heilt yfir frekar flatar framan af leik,” hélt Eyþór áfram. „Við bættum þetta í seinni hálfleiknum en það var samt langt frá því að vera fullkomið þá heldur. Við fengum hins vegar smá markvörslu þá með sem hjálpaði og það var einfaldlega nóg.” Eyþór var ánægður með sóknarleikinn á mikilvægum augnablikum. „Það er það helsta sem ég get sagt, við vorum sterkar og við stigum upp í sóknarleiknum á mikilvægu og stóru augnablikunum og það var það sem skilaði þessum sigri,” endaði Eyþór Lárusson á að segja.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti