Segir að margt þurfi að breytast hjá Bayern og að stefnan sé slæm Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. september 2022 07:02 Julian Nagelsmann hefur eðlilega áhyggjur af stöðunni hjá Bayern. Roland Krivec/DeFodi Images via Getty Images Julian Nagelsmann, knattspyrnustjóri þýska stórveldisins Bayern München, var ómyrkur í máli eftir 1-0 tap liðsins gegn Augsburg í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Eftir frábæra byrjun á tímabilinu þar sem Bayern vann fyrstu þrjá deildarleiki sína með markatölunni 15-1 hefur litið sem ekkert gengið hjá liðinu heima fyrir. Bayern er án sigurs í seinustu fjórum deildarleikjum þar sem liðið hefur gert þrjú jafntefli og tapað einum. Eftir sigurleikina þrjá leit út fyrir að þýska úrvalsdeildin væri jafnvel búin áður en hún byrjaði, en Bayern situr nú í fjórða sæti deildarinnar með 12 stig, þremur stigum á eftir toppliði Dortmund og gæti misst Union Berlin og Freiburg enn lengra fram úr sér ef liðin vinna í dag. Nagelsmann ræddi vandræði liðsins eftir tapið í gær og sagði þar meðal annars að mikið þurfi að breytast svo Bayern nái sama flugi og í upphafi tímabils. „Ég ætla ekki að taka einhvern einn leikmann út fyrir sviga í dag. Þessi nýja neikvæða stefna sem við erum á er ekki góð,“ sagði Nagelsmann eftir leikinn í gær. „Ég þarf að setjast niður og hugsa um þessi mál. Við sjáum svo til hvert við stefnum eftir það. Ég þarf að hugsa um allt, um sjálfan mig, stöðuna og bara allt.“ Julian Nagelsmann: "I'm not going to single out any player today. The recent negative trend is not good. A lot has to change. I'm going to think, then we'll see how things go on from here - think about everything, about myself, about the situation, everything" pic.twitter.com/zNeCWXtNZU— Bayern & Germany (@iMiaSanMia) September 17, 2022 Nagelsmann hefur einnig verið gagnrýndur fyrir að vera ekki með hreinræktaðan framherja í liðinu, en pólska markamaskínan yfirgaf félagið í sumar. Hann var einmitt spurður út í þaðl eftir leikinn, en segir það ekki skipta máli hvað hann segir um þau mál á þessari stundu. „Hvaða máli skiptir það ef ég segi já eða nei? Ef ég segi nei þá talar fólk um það að ég vilji ekki taka á vandamálinu, en ef ég segi já þá segir fólk að ég sakni Lewandowski. Við vorum með framherja í liðinu í dag í Choupo [Eric Maxim Choupo-Moting], en fyrir utan hann erum við ekki með hefðbundinn framherja.“ Þýski boltinn Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Fleiri fréttir Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Sjá meira
Eftir frábæra byrjun á tímabilinu þar sem Bayern vann fyrstu þrjá deildarleiki sína með markatölunni 15-1 hefur litið sem ekkert gengið hjá liðinu heima fyrir. Bayern er án sigurs í seinustu fjórum deildarleikjum þar sem liðið hefur gert þrjú jafntefli og tapað einum. Eftir sigurleikina þrjá leit út fyrir að þýska úrvalsdeildin væri jafnvel búin áður en hún byrjaði, en Bayern situr nú í fjórða sæti deildarinnar með 12 stig, þremur stigum á eftir toppliði Dortmund og gæti misst Union Berlin og Freiburg enn lengra fram úr sér ef liðin vinna í dag. Nagelsmann ræddi vandræði liðsins eftir tapið í gær og sagði þar meðal annars að mikið þurfi að breytast svo Bayern nái sama flugi og í upphafi tímabils. „Ég ætla ekki að taka einhvern einn leikmann út fyrir sviga í dag. Þessi nýja neikvæða stefna sem við erum á er ekki góð,“ sagði Nagelsmann eftir leikinn í gær. „Ég þarf að setjast niður og hugsa um þessi mál. Við sjáum svo til hvert við stefnum eftir það. Ég þarf að hugsa um allt, um sjálfan mig, stöðuna og bara allt.“ Julian Nagelsmann: "I'm not going to single out any player today. The recent negative trend is not good. A lot has to change. I'm going to think, then we'll see how things go on from here - think about everything, about myself, about the situation, everything" pic.twitter.com/zNeCWXtNZU— Bayern & Germany (@iMiaSanMia) September 17, 2022 Nagelsmann hefur einnig verið gagnrýndur fyrir að vera ekki með hreinræktaðan framherja í liðinu, en pólska markamaskínan yfirgaf félagið í sumar. Hann var einmitt spurður út í þaðl eftir leikinn, en segir það ekki skipta máli hvað hann segir um þau mál á þessari stundu. „Hvaða máli skiptir það ef ég segi já eða nei? Ef ég segi nei þá talar fólk um það að ég vilji ekki taka á vandamálinu, en ef ég segi já þá segir fólk að ég sakni Lewandowski. Við vorum með framherja í liðinu í dag í Choupo [Eric Maxim Choupo-Moting], en fyrir utan hann erum við ekki með hefðbundinn framherja.“
Þýski boltinn Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Fleiri fréttir Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Sjá meira