Fjórtán ára með falsað ökuskírteini Bjarki Sigurðsson skrifar 18. september 2022 07:27 Það var nóg að gera hjá lögreglu í gær og í gærnótt. Vísir/Vilhelm Það var nóg að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gær en rétt rúmlega klukkan tíu í gærkvöldi var bifreið stöðvuð í Kópavogi. Ökumaður var beðinn um að sýna ökuskírteini en hann framvísaði fölsuðu skírteini. Ökumaðurinn er einungis fjórtán ára gamall og því að minnsta kosti þrjú ár í bílpróf en lögregla vann að málinu með aðkomu foreldra. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Í miðbænum hringdi vitni að rafskútuslysi í lögreglu en þá hafði 66 ára gamall maður dottið af rafskútu sinni og á húsvegg. Talið er að hann hafi misst meðvitund í kjölfar þess og hlaut blæðingu úr nefi. Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á bráðadeild þar sem hann hlaut aðhlynningu. Tvö önnur slys tengd rafskútum urðu í gærkvöldi, það fyrra klukkan rúmlega fimm þegar bifreið var ekið á ellefu ára dreng á skútu sinni. Móðir drengsins var á vettvangi ásamt lögreglu en hann var fluttur á bráðadeild til aðhlynningar. Klukkan fjögur í nótt datt ungur maður af rafskútu sinni og fékk áverka á augabrún. Þegar hann ræddi við lögreglu mundi hann lítið hvað hafði gerst og var fluttur á bráðadeild. Hann er grunaður um ölvun við akstur. Í Hafnarfirði barst lögreglu tilkynning um fíkniefni sem höfðu fundist á leikvelli. Vegfarendur afhentu lögreglu fíkniefnin í nestisboxi en þau eru talin tilheyra ungmennum sem venja komur sínar þangað. Þá var tilkynnt um þjófnað í Hafnarfirði en maður fór inn á hótel og stal yfirhöfn og farsíma af starfsmanni. Í yfirhöfn starfsmannsins voru einnig bíllyklar hans. Í Breiðholti var tilkynnt um líkamsárás á starfsmann pizzuveitingastaðar. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu en ekki er vitað um áverka hjá starfsmanninum. Lögreglumál Reykjavík Hafnarfjörður Kópavogur Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Í miðbænum hringdi vitni að rafskútuslysi í lögreglu en þá hafði 66 ára gamall maður dottið af rafskútu sinni og á húsvegg. Talið er að hann hafi misst meðvitund í kjölfar þess og hlaut blæðingu úr nefi. Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á bráðadeild þar sem hann hlaut aðhlynningu. Tvö önnur slys tengd rafskútum urðu í gærkvöldi, það fyrra klukkan rúmlega fimm þegar bifreið var ekið á ellefu ára dreng á skútu sinni. Móðir drengsins var á vettvangi ásamt lögreglu en hann var fluttur á bráðadeild til aðhlynningar. Klukkan fjögur í nótt datt ungur maður af rafskútu sinni og fékk áverka á augabrún. Þegar hann ræddi við lögreglu mundi hann lítið hvað hafði gerst og var fluttur á bráðadeild. Hann er grunaður um ölvun við akstur. Í Hafnarfirði barst lögreglu tilkynning um fíkniefni sem höfðu fundist á leikvelli. Vegfarendur afhentu lögreglu fíkniefnin í nestisboxi en þau eru talin tilheyra ungmennum sem venja komur sínar þangað. Þá var tilkynnt um þjófnað í Hafnarfirði en maður fór inn á hótel og stal yfirhöfn og farsíma af starfsmanni. Í yfirhöfn starfsmannsins voru einnig bíllyklar hans. Í Breiðholti var tilkynnt um líkamsárás á starfsmann pizzuveitingastaðar. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu en ekki er vitað um áverka hjá starfsmanninum.
Lögreglumál Reykjavík Hafnarfjörður Kópavogur Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira