Vann ekki Eddu en getur þakkað Eddu fyrir augnablik sem gleymist seint Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. september 2022 23:47 Kristjana nýbúin að skella lummunni undir efri vörina þegar hún virðist átta sig á því að kastljósið beinist að svæðinu hennar í Háskólabíó. Kristjana Arnarsdóttir íþróttafréttamaður á Ríkisútvarpinu vann ekki í flokknum sjónvarpsmaður ársins á Eddunni í kvöld. Hún átti þó eitt af augnablikum kvöldsins í beinni útsendingu á RÚV. Kristjana var mætt á hátíðina ásamt vinkonu sinni og samstarfskonu Eddu Sif Pálsdóttur. Mögulega hugsar hún samstarfskonunni þegjandi þörfinni eftir birtingu myndskeiðs frá útsendingu kvöldsins en líklegra er þó að hún hlæi að öllu saman. Kristjana og Edda sátu á bekk fyrir aftan sjónvarpsframleiðandann Margréti Jónasdóttur. Margrét framleiddi heimildarmynd ársins, Hækkum rána, sem vann í flokknum Heimildarmynd ársins. Við tilkynninguna reis Margrét fagnandi úr sæti og fyrir aftan sat Kristjana í sakleysi sínu. Ekki vildi betur til en svo að Kristjana var að troða nikótínpoka í efri vörina á sér. Augnablikið sást vel í sjónvarpi allra landsmanna en væri líklega týnt og tröllum gefið ef ekki væri fyrir vökult auga Eddu Sifjar. Edda, sem einnig var tilnefnd í flokknum sjónvarpsmaður ársins, birti nokkurra sekúndna myndskeið á Twitter í kvöld. Segja má að myndskeiðið sé í þessum töluðu á sigurför á samfélagsmiðlinum. „Má aðeins hafa gaman mamma þarf að djamma SLAKIÐ Á!!“ skrifar Edda og ekki sér fyrir endann á ummælum og lækum sem myndbrotið safnar. Öllum til gamans, meira að segja Kristjönu. Gleðileg jól bara frá okkur á Eddunni pic.twitter.com/8JjyiAUru6— Edda Sif Pálsdóttir (@EddaSifPalsd) September 18, 2022 Stuðið hjá Eddu og Kristjönu var mikið í kvöld. Auk þeirra voru Guðrún Sóley Gestsdóttir á RÚV og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir á Stöð 2 tilnefnd sem sjónvarpsmaður ársins. Það var hins vegar Helgi Seljan, blaðamaður á Stundinni, sem hlaut verðlaunin. Það var annað tilefni fyrir sjónvarpskonurnar á RÚV til að slá á létta strengi í Háskólabíó í kvöld. Varpaði Edda Sif fram spurningunni, augljóslega í gríni, hvort allir væru ekki búnir að fá nóg af Helga Seljan? Með fylgdi mynd af vinkonunum þar sem þær þóttust afar ósáttar með niðurstöðuna. Meðal þeirra sem svara tístinu var Helgi sjálfur sem átti ekki heimangengt á hátíðina. „Tengi!!“ skrifar Helgi á léttum nótum. Hver er í alvörunni ekki búinn að fá nóg af @helgiseljan ?! #eddan pic.twitter.com/2HeCcuHgmv— Edda Sif Pálsdóttir (@EddaSifPalsd) September 18, 2022 Edduverðlaunin Bíó og sjónvarp Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Dýrið sankaði að sér verðlaunum Það er óhætt að segja að kvikmyndin Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar hafi verið sigurvegari kvöldsins á Edduverðlaununum þetta árið en myndin hlaut alls 12 verðlaun. Þar á meðal hlaut myndin verðlaun fyrir handrit og leikstjórn ársins en myndin var einnig valin kvikmynd ársins. 19. september 2022 00:02 „Ekki kann lögreglan að meta það“ Í þakkarræðu sinni á Edduverðlaununum í kvöld skaut Þóra Arnórsdóttir föstum skotum að lögreglu og Samherja þegar hún tók við verðlaunum fyrir hönd umsjónarmanna Kveiks, sem hlutu verðlaun fyrir fréttaskýringaþátt ársins. 18. september 2022 22:19 Berdreymi framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2023 er kvikmyndin Berdreymi eftir leikstjórann Guðmund Arnar Guðmundsson. Þetta tilkynnti Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra á Eddunni fyrr í kvöld. 18. september 2022 21:42 Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira
Kristjana var mætt á hátíðina ásamt vinkonu sinni og samstarfskonu Eddu Sif Pálsdóttur. Mögulega hugsar hún samstarfskonunni þegjandi þörfinni eftir birtingu myndskeiðs frá útsendingu kvöldsins en líklegra er þó að hún hlæi að öllu saman. Kristjana og Edda sátu á bekk fyrir aftan sjónvarpsframleiðandann Margréti Jónasdóttur. Margrét framleiddi heimildarmynd ársins, Hækkum rána, sem vann í flokknum Heimildarmynd ársins. Við tilkynninguna reis Margrét fagnandi úr sæti og fyrir aftan sat Kristjana í sakleysi sínu. Ekki vildi betur til en svo að Kristjana var að troða nikótínpoka í efri vörina á sér. Augnablikið sást vel í sjónvarpi allra landsmanna en væri líklega týnt og tröllum gefið ef ekki væri fyrir vökult auga Eddu Sifjar. Edda, sem einnig var tilnefnd í flokknum sjónvarpsmaður ársins, birti nokkurra sekúndna myndskeið á Twitter í kvöld. Segja má að myndskeiðið sé í þessum töluðu á sigurför á samfélagsmiðlinum. „Má aðeins hafa gaman mamma þarf að djamma SLAKIÐ Á!!“ skrifar Edda og ekki sér fyrir endann á ummælum og lækum sem myndbrotið safnar. Öllum til gamans, meira að segja Kristjönu. Gleðileg jól bara frá okkur á Eddunni pic.twitter.com/8JjyiAUru6— Edda Sif Pálsdóttir (@EddaSifPalsd) September 18, 2022 Stuðið hjá Eddu og Kristjönu var mikið í kvöld. Auk þeirra voru Guðrún Sóley Gestsdóttir á RÚV og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir á Stöð 2 tilnefnd sem sjónvarpsmaður ársins. Það var hins vegar Helgi Seljan, blaðamaður á Stundinni, sem hlaut verðlaunin. Það var annað tilefni fyrir sjónvarpskonurnar á RÚV til að slá á létta strengi í Háskólabíó í kvöld. Varpaði Edda Sif fram spurningunni, augljóslega í gríni, hvort allir væru ekki búnir að fá nóg af Helga Seljan? Með fylgdi mynd af vinkonunum þar sem þær þóttust afar ósáttar með niðurstöðuna. Meðal þeirra sem svara tístinu var Helgi sjálfur sem átti ekki heimangengt á hátíðina. „Tengi!!“ skrifar Helgi á léttum nótum. Hver er í alvörunni ekki búinn að fá nóg af @helgiseljan ?! #eddan pic.twitter.com/2HeCcuHgmv— Edda Sif Pálsdóttir (@EddaSifPalsd) September 18, 2022
Edduverðlaunin Bíó og sjónvarp Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Dýrið sankaði að sér verðlaunum Það er óhætt að segja að kvikmyndin Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar hafi verið sigurvegari kvöldsins á Edduverðlaununum þetta árið en myndin hlaut alls 12 verðlaun. Þar á meðal hlaut myndin verðlaun fyrir handrit og leikstjórn ársins en myndin var einnig valin kvikmynd ársins. 19. september 2022 00:02 „Ekki kann lögreglan að meta það“ Í þakkarræðu sinni á Edduverðlaununum í kvöld skaut Þóra Arnórsdóttir föstum skotum að lögreglu og Samherja þegar hún tók við verðlaunum fyrir hönd umsjónarmanna Kveiks, sem hlutu verðlaun fyrir fréttaskýringaþátt ársins. 18. september 2022 22:19 Berdreymi framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2023 er kvikmyndin Berdreymi eftir leikstjórann Guðmund Arnar Guðmundsson. Þetta tilkynnti Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra á Eddunni fyrr í kvöld. 18. september 2022 21:42 Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi Sjá meira
Dýrið sankaði að sér verðlaunum Það er óhætt að segja að kvikmyndin Dýrið í leikstjórn Valdimars Jóhannssonar hafi verið sigurvegari kvöldsins á Edduverðlaununum þetta árið en myndin hlaut alls 12 verðlaun. Þar á meðal hlaut myndin verðlaun fyrir handrit og leikstjórn ársins en myndin var einnig valin kvikmynd ársins. 19. september 2022 00:02
„Ekki kann lögreglan að meta það“ Í þakkarræðu sinni á Edduverðlaununum í kvöld skaut Þóra Arnórsdóttir föstum skotum að lögreglu og Samherja þegar hún tók við verðlaunum fyrir hönd umsjónarmanna Kveiks, sem hlutu verðlaun fyrir fréttaskýringaþátt ársins. 18. september 2022 22:19
Berdreymi framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna Framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2023 er kvikmyndin Berdreymi eftir leikstjórann Guðmund Arnar Guðmundsson. Þetta tilkynnti Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra á Eddunni fyrr í kvöld. 18. september 2022 21:42