Gefa ekki upp hvort þeir muni sætta sig við kosningaúrslit Kjartan Kjartansson skrifar 19. september 2022 15:26 Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og líklegt forsetaefni Repúblikanaflokksins, er á meðal þeirra frambjóðenda sem annað hvort vill ekki heita því að virða kosningaúrslit í haust eða neitar að svara því. Vísir/EPA Á annan tug frambjóðenda Repúblikanaflokksins í þing- og ríkisstjórakosningum í haust vilja ekki taka af tvímæli um hvort þeir samþykki úrslitin þegar talið hefur verið upp úr kjörkössunum. Stór hluti flokksins afneitar enn úrslitum forsetakosninganna árið 2020. Kosið verður til allra sæta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hluta sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóra embætta víðs vegar um landið í kosningunum í nóvember. Könnun Washington Post á meðal frambjóðenda um nítján meiriháttar embætti þar sem mjótt er á munum leiddi í ljós að afgerandi meirihluti repúblikana vildi ekki gefa upp hvort þeir ætluðu sér að virða kosningaúrslitin. Sjö frambjóðendur flokksins sögðust ætla að sætta sig við úrslitin hver sem þau yrðu en tólf neituðu annað hvort að taka afstöðu eða svara spurningunni. Allir nítján frambjóðendur Demókrataflokksins lofuðu aftur á móti að virða niðurstöðurnar. Á meðal þeirra sem neituðu annað hvort að svara eða vildu ekki lofa því að virða úrslitin voru Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída sem er talinn líklegt forsetaefni Repúblikanaflokksins árið 2024 ef Donald Trump býður sig ekki fram aftur, og Greg Abbott, ríkisstjóri Texas. Athygli vekur að Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu, er annar tveggja frambjóðenda Repúblikanaflokksins til ríkisstjóra sem heitir því að samþykkja niðurstöður kosninganna. Sjö aðrir frambjóðendur flokksins til ríkisstjóra neituðu. Stoðlausar ásakanir Trump fyrrverandi forseta og fylgismanna hans um kosningasvik í forsetakosningunum 2020 beindust að miklu leyti að Georgíu. Þrýsti forsetinn og ráðgjafar hans meðal annars á embættismenn í ríkinu um að snúa úrslitunum þar við. Kosningaafneitarar með puttana í framkvæmd kosninga víða Bandaríska blaðið segir óljóst hvað gerist ef fjöldi frambjóðenda neitar að viðurkenna ósigur í kosningunum sem fara fram 8. nóvember. Líklegt sé að slíkt endi með aragrúa dómsmála líkt og gerðist eftir kosningarnar 2020 þegar Trump neitaði að játa sig sigraðan. Stór hluti kjörinna fulltrúa Repúblikanaflokksins endurómar nú stoðlausar ásakanir Trump um kosningasvik. Afneitarar kosningaúrslitanna 2020 sitja nú sums staðar í kjörstjórnum eða stýra framkvæmd kosninga í einstökum ríkjum og sýslum. Meira en helmingur þeirra sem flokkurinn hefur tilnefnt til embætta sem hafa með kosningar að gera halda því fram að brögð hafi verið í tafli þegar Joe Biden bar sigurorð af Trump fyrir að verða tveimur árum. Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur til rannsóknar ýmsa ráðgjafa og bandamenn Trump vegna tilrauna þeirra til þess að snúa úrslitum forsetakosninganna við. Fulltrúar alríkislögreglunnar FBI gerðu húsleit hjá nokkrum þeirra fyrr á þessu ári. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segir MAGA-Repúblikana ógna Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um Donald Trump, forvera sinn og stuðningsmenn hans, í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Biden sagði að svo lengi sem Trump stjórnaði Repúblikanaflokknum ógnaði flokkurinn lýðræði í Bandaríkjunum. 2. september 2022 10:53 Tangarhald Trumps á flokknum aldrei þéttara Ef það er einn lærdómur sem draga má af úrslitum í forvali Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum á undanförnum dögum, er það að Donald Trump ræður þar ríkjum. Honum er að takast að bola öllum helstu andstæðingum úr flokknum. Frambjóðendur flokksins til áhrifamikilla embætta víðs vegar um Bandaríkin hafa tekið undir lygar Trumps um að kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. 19. ágúst 2022 08:01 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Kosið verður til allra sæta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hluta sæta í öldungadeildinni og ríkisstjóra embætta víðs vegar um landið í kosningunum í nóvember. Könnun Washington Post á meðal frambjóðenda um nítján meiriháttar embætti þar sem mjótt er á munum leiddi í ljós að afgerandi meirihluti repúblikana vildi ekki gefa upp hvort þeir ætluðu sér að virða kosningaúrslitin. Sjö frambjóðendur flokksins sögðust ætla að sætta sig við úrslitin hver sem þau yrðu en tólf neituðu annað hvort að taka afstöðu eða svara spurningunni. Allir nítján frambjóðendur Demókrataflokksins lofuðu aftur á móti að virða niðurstöðurnar. Á meðal þeirra sem neituðu annað hvort að svara eða vildu ekki lofa því að virða úrslitin voru Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída sem er talinn líklegt forsetaefni Repúblikanaflokksins árið 2024 ef Donald Trump býður sig ekki fram aftur, og Greg Abbott, ríkisstjóri Texas. Athygli vekur að Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu, er annar tveggja frambjóðenda Repúblikanaflokksins til ríkisstjóra sem heitir því að samþykkja niðurstöður kosninganna. Sjö aðrir frambjóðendur flokksins til ríkisstjóra neituðu. Stoðlausar ásakanir Trump fyrrverandi forseta og fylgismanna hans um kosningasvik í forsetakosningunum 2020 beindust að miklu leyti að Georgíu. Þrýsti forsetinn og ráðgjafar hans meðal annars á embættismenn í ríkinu um að snúa úrslitunum þar við. Kosningaafneitarar með puttana í framkvæmd kosninga víða Bandaríska blaðið segir óljóst hvað gerist ef fjöldi frambjóðenda neitar að viðurkenna ósigur í kosningunum sem fara fram 8. nóvember. Líklegt sé að slíkt endi með aragrúa dómsmála líkt og gerðist eftir kosningarnar 2020 þegar Trump neitaði að játa sig sigraðan. Stór hluti kjörinna fulltrúa Repúblikanaflokksins endurómar nú stoðlausar ásakanir Trump um kosningasvik. Afneitarar kosningaúrslitanna 2020 sitja nú sums staðar í kjörstjórnum eða stýra framkvæmd kosninga í einstökum ríkjum og sýslum. Meira en helmingur þeirra sem flokkurinn hefur tilnefnt til embætta sem hafa með kosningar að gera halda því fram að brögð hafi verið í tafli þegar Joe Biden bar sigurorð af Trump fyrir að verða tveimur árum. Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur til rannsóknar ýmsa ráðgjafa og bandamenn Trump vegna tilrauna þeirra til þess að snúa úrslitum forsetakosninganna við. Fulltrúar alríkislögreglunnar FBI gerðu húsleit hjá nokkrum þeirra fyrr á þessu ári.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segir MAGA-Repúblikana ógna Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um Donald Trump, forvera sinn og stuðningsmenn hans, í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Biden sagði að svo lengi sem Trump stjórnaði Repúblikanaflokknum ógnaði flokkurinn lýðræði í Bandaríkjunum. 2. september 2022 10:53 Tangarhald Trumps á flokknum aldrei þéttara Ef það er einn lærdómur sem draga má af úrslitum í forvali Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum á undanförnum dögum, er það að Donald Trump ræður þar ríkjum. Honum er að takast að bola öllum helstu andstæðingum úr flokknum. Frambjóðendur flokksins til áhrifamikilla embætta víðs vegar um Bandaríkin hafa tekið undir lygar Trumps um að kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. 19. ágúst 2022 08:01 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Segir MAGA-Repúblikana ógna Bandaríkjunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fór hörðum orðum um Donald Trump, forvera sinn og stuðningsmenn hans, í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. Biden sagði að svo lengi sem Trump stjórnaði Repúblikanaflokknum ógnaði flokkurinn lýðræði í Bandaríkjunum. 2. september 2022 10:53
Tangarhald Trumps á flokknum aldrei þéttara Ef það er einn lærdómur sem draga má af úrslitum í forvali Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum á undanförnum dögum, er það að Donald Trump ræður þar ríkjum. Honum er að takast að bola öllum helstu andstæðingum úr flokknum. Frambjóðendur flokksins til áhrifamikilla embætta víðs vegar um Bandaríkin hafa tekið undir lygar Trumps um að kosningasvindl hafi kostað hann sigur í forsetakosningunum 2020. 19. ágúst 2022 08:01