Stjórnin endurspegli ekki hluthafahóp Sýnar Árni Sæberg skrifar 19. september 2022 18:14 Rannveig Eir Einarsdóttir og Hilmar Þór Kristinsson eiga Fasta ehf. Aðsend Í dag fóru þrjú félög, sem saman fara með 10,8 prósent hlut í Sýn, fram á að haldinn yrði annar hluthafafundur og ný stjórn yrði kjörin. Fasti ehf., sem er í eigu hjónanna Hilmars Þórs Kristinssonar og Rannveigar Eirar Einarsdóttur, er stærsta félagið í hópnum. Hilmar Þór segir að stjórn Sýnar endurspegli einfaldlega ekki hluthafahóp félagsins. „Ég tel einfaldlega að stjórn Sýnar í núverandi mynd endurspegli ekki hluthafahóp félagsins. Miklar breytingar hafa orðið í hluthafahópnum upp á síðkastið, bæði í aðdraganda síðasta hluthafafundar og í kjölfarið. Einkafjárfestar eru orðnir fyrirferðamiklir á hluthafalistanum og bæði eðlilegt og sjálfsagt að þeir komi að stjórn félagsins með virkari hætti en nú er,“ segir í skriflegu svari Hilmars Þórs við fyrirspurn Vísis. Óhætt er að segja að miklar breytingar hafi orðið á eigendahópi Sýnar síðustu vikur og mánuði eftir að Gavia Invest keypti allan hlut Heiðars Guðjónssonar, fráfarandi forstjóra félagsins. Eftir kaupin fór Gavia fram á hluthafafund og stjórnarkjör. Á fundinum fengu fjórir af fimm stjórnarmönnum endurnýjað umboð og Jón Skaftason, sem fer fyrir Gavia, komst einn nýr inn í stjórnina. Þeir Reynir Grétarsson, langstærsti hluthafi Gavia og því stærsti einstaki eigandi Sýnar, og Hilmar Þór hlutu ekki brautargengi í stjórnarkjörinu. Lífeyrissjóðir, sem fara með stóran hlut í Sýn, beittu nánast öllum atkvæðum sínum á hluthafafundinum til að koma þeim Jóhanni Hjartarsyni og Páli Gíslasyni inn í stjórnina á ný. Þær Petrea Ingileif Guðmundsdóttir og Sesselía Birgisdóttir voru sjálfkjörnar í stjórn vegna kynjakvóta. Í hlutafélögum þar sem starfa fimmtíu starfsmenn eða fleiri má hlutfall hvors kyns í fimm manna stjórn ekki vera minna en fjörutíu prósent. Vísir er í eigu Sýnar. Sýn Fjölmiðlar Fjarskipti Kauphöllin Tengdar fréttir Krefjast nýs stjórnarkjörs hjá Sýn Þrír hluthafar sem fara saman með 10,18% eignarhlut í Sýn hf. hafa krafist þess að boðað verði til hlutahafafundar um nýtt stjórnarkjör. Innan við mánuður er frá því að kosið var til stjórnar Sýnar í kjölfar þess að nýr fjárfestahópur keypti stærsta einstaka hlutinn í félaginu. 19. september 2022 16:36 Lífeyrissjóðir settu nær öll atkvæði sín á Pál og Jóhann í stjórnarkjöri Sýnar Þrír af stærstu lífeyrissjóðunum í hluthafahópi Sýnar, sem ráða samanlagt yfir 26,5 prósenta eignarhlut, settu nær öll atkvæði sín á þá Pál Gíslason og Jóhann Hjartarson í stjórnarkjöri fjölmiðla- og fjarskiptafélagsins í lok síðasta mánaðar og tryggðu þannig að allir þeir stjórnarmenn sem sóttust eftir endurkjöri héldu sætum sínum. Á meðal þeirra sem fékk ekki eitt einasta atkvæði frá sjóðunum var stærsti einkafjárfestirinn í Sýn. 11. september 2022 12:08 Reynir með yfir 80 prósenta hlut í Gavia Invest Reynir Finndal Grétarsson, stofnandi Creditinfo, er langsamlega umsvifamestur þeirra fjárfesta sem standa að baki félaginu Gavia Invest sem keypti meðal annars allan hlut fráfarandi forstjóra Sýnar og er í dag stærsti einstaki hluthafi fjölmiðla- og fjarskiptafélagsins. 31. ágúst 2022 17:06 Jón nýr í stjórn og Petrea verður stjórnarformaður Petrea Ingileif Guðmundsdóttir var í dag kjörin nýr stjórnarformaður Sýnar á hluthafafundi sem fór fram í höfuðstöðvum félagsins við Suðurlandsbraut í hádeginu í dag. Jón Skaftason kemur einn nýr inn í stjórn félagsins. Fjórir af fimm fyrri stjórnarmönnum sóttust eftir endurkjöri og hlutu allir kjör. 31. ágúst 2022 11:51 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
„Ég tel einfaldlega að stjórn Sýnar í núverandi mynd endurspegli ekki hluthafahóp félagsins. Miklar breytingar hafa orðið í hluthafahópnum upp á síðkastið, bæði í aðdraganda síðasta hluthafafundar og í kjölfarið. Einkafjárfestar eru orðnir fyrirferðamiklir á hluthafalistanum og bæði eðlilegt og sjálfsagt að þeir komi að stjórn félagsins með virkari hætti en nú er,“ segir í skriflegu svari Hilmars Þórs við fyrirspurn Vísis. Óhætt er að segja að miklar breytingar hafi orðið á eigendahópi Sýnar síðustu vikur og mánuði eftir að Gavia Invest keypti allan hlut Heiðars Guðjónssonar, fráfarandi forstjóra félagsins. Eftir kaupin fór Gavia fram á hluthafafund og stjórnarkjör. Á fundinum fengu fjórir af fimm stjórnarmönnum endurnýjað umboð og Jón Skaftason, sem fer fyrir Gavia, komst einn nýr inn í stjórnina. Þeir Reynir Grétarsson, langstærsti hluthafi Gavia og því stærsti einstaki eigandi Sýnar, og Hilmar Þór hlutu ekki brautargengi í stjórnarkjörinu. Lífeyrissjóðir, sem fara með stóran hlut í Sýn, beittu nánast öllum atkvæðum sínum á hluthafafundinum til að koma þeim Jóhanni Hjartarsyni og Páli Gíslasyni inn í stjórnina á ný. Þær Petrea Ingileif Guðmundsdóttir og Sesselía Birgisdóttir voru sjálfkjörnar í stjórn vegna kynjakvóta. Í hlutafélögum þar sem starfa fimmtíu starfsmenn eða fleiri má hlutfall hvors kyns í fimm manna stjórn ekki vera minna en fjörutíu prósent. Vísir er í eigu Sýnar.
Sýn Fjölmiðlar Fjarskipti Kauphöllin Tengdar fréttir Krefjast nýs stjórnarkjörs hjá Sýn Þrír hluthafar sem fara saman með 10,18% eignarhlut í Sýn hf. hafa krafist þess að boðað verði til hlutahafafundar um nýtt stjórnarkjör. Innan við mánuður er frá því að kosið var til stjórnar Sýnar í kjölfar þess að nýr fjárfestahópur keypti stærsta einstaka hlutinn í félaginu. 19. september 2022 16:36 Lífeyrissjóðir settu nær öll atkvæði sín á Pál og Jóhann í stjórnarkjöri Sýnar Þrír af stærstu lífeyrissjóðunum í hluthafahópi Sýnar, sem ráða samanlagt yfir 26,5 prósenta eignarhlut, settu nær öll atkvæði sín á þá Pál Gíslason og Jóhann Hjartarson í stjórnarkjöri fjölmiðla- og fjarskiptafélagsins í lok síðasta mánaðar og tryggðu þannig að allir þeir stjórnarmenn sem sóttust eftir endurkjöri héldu sætum sínum. Á meðal þeirra sem fékk ekki eitt einasta atkvæði frá sjóðunum var stærsti einkafjárfestirinn í Sýn. 11. september 2022 12:08 Reynir með yfir 80 prósenta hlut í Gavia Invest Reynir Finndal Grétarsson, stofnandi Creditinfo, er langsamlega umsvifamestur þeirra fjárfesta sem standa að baki félaginu Gavia Invest sem keypti meðal annars allan hlut fráfarandi forstjóra Sýnar og er í dag stærsti einstaki hluthafi fjölmiðla- og fjarskiptafélagsins. 31. ágúst 2022 17:06 Jón nýr í stjórn og Petrea verður stjórnarformaður Petrea Ingileif Guðmundsdóttir var í dag kjörin nýr stjórnarformaður Sýnar á hluthafafundi sem fór fram í höfuðstöðvum félagsins við Suðurlandsbraut í hádeginu í dag. Jón Skaftason kemur einn nýr inn í stjórn félagsins. Fjórir af fimm fyrri stjórnarmönnum sóttust eftir endurkjöri og hlutu allir kjör. 31. ágúst 2022 11:51 Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Krefjast nýs stjórnarkjörs hjá Sýn Þrír hluthafar sem fara saman með 10,18% eignarhlut í Sýn hf. hafa krafist þess að boðað verði til hlutahafafundar um nýtt stjórnarkjör. Innan við mánuður er frá því að kosið var til stjórnar Sýnar í kjölfar þess að nýr fjárfestahópur keypti stærsta einstaka hlutinn í félaginu. 19. september 2022 16:36
Lífeyrissjóðir settu nær öll atkvæði sín á Pál og Jóhann í stjórnarkjöri Sýnar Þrír af stærstu lífeyrissjóðunum í hluthafahópi Sýnar, sem ráða samanlagt yfir 26,5 prósenta eignarhlut, settu nær öll atkvæði sín á þá Pál Gíslason og Jóhann Hjartarson í stjórnarkjöri fjölmiðla- og fjarskiptafélagsins í lok síðasta mánaðar og tryggðu þannig að allir þeir stjórnarmenn sem sóttust eftir endurkjöri héldu sætum sínum. Á meðal þeirra sem fékk ekki eitt einasta atkvæði frá sjóðunum var stærsti einkafjárfestirinn í Sýn. 11. september 2022 12:08
Reynir með yfir 80 prósenta hlut í Gavia Invest Reynir Finndal Grétarsson, stofnandi Creditinfo, er langsamlega umsvifamestur þeirra fjárfesta sem standa að baki félaginu Gavia Invest sem keypti meðal annars allan hlut fráfarandi forstjóra Sýnar og er í dag stærsti einstaki hluthafi fjölmiðla- og fjarskiptafélagsins. 31. ágúst 2022 17:06
Jón nýr í stjórn og Petrea verður stjórnarformaður Petrea Ingileif Guðmundsdóttir var í dag kjörin nýr stjórnarformaður Sýnar á hluthafafundi sem fór fram í höfuðstöðvum félagsins við Suðurlandsbraut í hádeginu í dag. Jón Skaftason kemur einn nýr inn í stjórn félagsins. Fjórir af fimm fyrri stjórnarmönnum sóttust eftir endurkjöri og hlutu allir kjör. 31. ágúst 2022 11:51