Joicevic er 24 ára gömul og kemur til Íslands frá Tékklandi en hún hefur einnig leikið í Svartfjallalandi, Frakklandi og á Spáni á sínum stutta ferli. Þá á Joicevic leiki með landsliði Svartfjallalands á EM og HM.
Í tilkynningu Framara er sagt að leikmaðurinn sé nú þegar kominn til landsins en bíði eftir því að fá tilsett réttindi frá útlendingastofnun til að fá að spila á Íslandi.
Næsti leikur Fram í Olís-deildinni er gegn HK í Úlfarsárdal a laugardaginn en óvíst er hvort Joicevic verði komin í leikmannahóp liðsins fyrir þann leik.