Ljóst hvaða leið Ísland þyrfti að fara á EM og Rússar ekki með Sindri Sverrisson skrifar 20. september 2022 17:00 Íslenska landsliðið þarf að treysta á hagstæð úrslit í leik Ísraels og Albaníu og svo sigur gegn Albaníu 27. september. Það myndi tryggja liðið upp í A-deild Þjóðadeildarinnar, sæti í 2. styrkleikaflokki fyrir undankeppni EM, og öruggt sæti í umspili ef á þarf að halda. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, staðfesti í dag hvernig undankeppni EM karla í fótbolta, sem fram fer árið 2024 í Þýskalandi, verður háttað. Undankeppnin fer öll fram á næsta ári þar sem leikið verður í tíu riðlum og komast tvö efstu liðin úr hverjum riðli áfram, eða samtals tuttugu lið. Það er öruggasta leiðin til að komast á EM. Þjóðverjar fá öruggt sæti sem gestgjafar og loks komast svo þrjú lið á EM í gegnum umspil sem tengist Þjóðadeildinni, sem vel mögulegt er að Ísland taki þátt í. Enn mögulegt að Ísland verði í næstefsta flokki UEFA tók af allan vafa um það í dag að Rússland yrði ekki með í undankeppninni, en dregið verður í hana 9. október. Auk Rússa verða Þjóðverjar ekki með í undankeppninni og þar verða því 53 lið. Það skýrist í þessum mánuði, með síðustu leikjum Þjóðadeildarinnar, í hvaða styrkleikaflokkum liðin verða þegar dregið verður í riðla en riðlarnir verða skipaðir 5-6 liðum hver. Ísland gæti enn verið í næstefsta styrkleikaflokki, ef að Ísrael vinnur ekki Albaníu 24. september og íslenska liðinu tekst svo að vinna Albaníu á útivelli þremur dögum síðar. Annars verður Ísland í þriðja styrkleikaflokki. Íslenski hópurinn er nú kominn saman til æfinga vegna leiksins við Albaníu og vináttulandsleiksins við Venesúela í Austurríki á fimmtudag. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Líklegt að Ísland hafi umspil sem varaleið Staða í Þjóðadeildinni hefur sem sagt mikið að segja varðandi möguleikana á að komast á EM. Hún ræður ekki bara styrkleikaflokkum fyrir dráttinn 9. október, heldur eru öll liðin sem vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni örugg um að komast í umspilið í mars 2024, þurfi þau á því að halda eftir undankeppnina. Í umspilinu verður leikið í þremur mótum; einu með fjórum liðum úr A-deild Þjóðadeildarinnar, einu með liðum úr B-deild og einu með liðum úr C-deild. Fyllt verður í þessi umspilsmót með næstu liðum í Þjóðadeildinni ef of mörg í viðkomandi deild komast beint á EM í gegnum undankeppnina. Þar sem að reikna má með því að langflest liðanna sextán í A-deild Þjóðadeildarinnar komist beint á EM í gegnum undankeppnina er því vel mögulegt að Ísland muni eiga umspilið sem varaleið eftir undankeppnina, jafnvel þó að íslenska liðið endi fyrir neðan Albaníu og Ísrael í sínum riðli í B-deildinni. Ísland er nefnilega í riðli með Rússlandi sem var dæmt úr keppni og Ísland getur því ekki endað neðar en í 3. sæti riðilsins. Ísland fór í umspilið fyrir EM 2020 vegna stöðu sinnar í Þjóðadeildinni, þrátt fyrir að hafa tapað öllum sínum leikjum þar, og var hársbreidd frá því að komast á EM í gegnum umspilið en tapaði 2-1 fyrir Ungverjalandi í úrslitaleik. EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Sjá meira
Undankeppnin fer öll fram á næsta ári þar sem leikið verður í tíu riðlum og komast tvö efstu liðin úr hverjum riðli áfram, eða samtals tuttugu lið. Það er öruggasta leiðin til að komast á EM. Þjóðverjar fá öruggt sæti sem gestgjafar og loks komast svo þrjú lið á EM í gegnum umspil sem tengist Þjóðadeildinni, sem vel mögulegt er að Ísland taki þátt í. Enn mögulegt að Ísland verði í næstefsta flokki UEFA tók af allan vafa um það í dag að Rússland yrði ekki með í undankeppninni, en dregið verður í hana 9. október. Auk Rússa verða Þjóðverjar ekki með í undankeppninni og þar verða því 53 lið. Það skýrist í þessum mánuði, með síðustu leikjum Þjóðadeildarinnar, í hvaða styrkleikaflokkum liðin verða þegar dregið verður í riðla en riðlarnir verða skipaðir 5-6 liðum hver. Ísland gæti enn verið í næstefsta styrkleikaflokki, ef að Ísrael vinnur ekki Albaníu 24. september og íslenska liðinu tekst svo að vinna Albaníu á útivelli þremur dögum síðar. Annars verður Ísland í þriðja styrkleikaflokki. Íslenski hópurinn er nú kominn saman til æfinga vegna leiksins við Albaníu og vináttulandsleiksins við Venesúela í Austurríki á fimmtudag. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Líklegt að Ísland hafi umspil sem varaleið Staða í Þjóðadeildinni hefur sem sagt mikið að segja varðandi möguleikana á að komast á EM. Hún ræður ekki bara styrkleikaflokkum fyrir dráttinn 9. október, heldur eru öll liðin sem vinna sinn riðil í Þjóðadeildinni örugg um að komast í umspilið í mars 2024, þurfi þau á því að halda eftir undankeppnina. Í umspilinu verður leikið í þremur mótum; einu með fjórum liðum úr A-deild Þjóðadeildarinnar, einu með liðum úr B-deild og einu með liðum úr C-deild. Fyllt verður í þessi umspilsmót með næstu liðum í Þjóðadeildinni ef of mörg í viðkomandi deild komast beint á EM í gegnum undankeppnina. Þar sem að reikna má með því að langflest liðanna sextán í A-deild Þjóðadeildarinnar komist beint á EM í gegnum undankeppnina er því vel mögulegt að Ísland muni eiga umspilið sem varaleið eftir undankeppnina, jafnvel þó að íslenska liðið endi fyrir neðan Albaníu og Ísrael í sínum riðli í B-deildinni. Ísland er nefnilega í riðli með Rússlandi sem var dæmt úr keppni og Ísland getur því ekki endað neðar en í 3. sæti riðilsins. Ísland fór í umspilið fyrir EM 2020 vegna stöðu sinnar í Þjóðadeildinni, þrátt fyrir að hafa tapað öllum sínum leikjum þar, og var hársbreidd frá því að komast á EM í gegnum umspilið en tapaði 2-1 fyrir Ungverjalandi í úrslitaleik.
EM 2024 í Þýskalandi Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti