Úthverfatófan ekki hættuleg mönnum Bjarki Sigurðsson skrifar 21. september 2022 09:09 Tófan er hún sást í Breiðholtinu. Síðan þessi mynd var tekin hefur sést til hennar í Árbænum og í Grafarholti. Anton Magnússon Tófan sem sást á flakki um Breiðholtið fyrr í vikunni hefur sést bæði í Árbænum og Grafarholti síðan þá. Dýraþjónusta Reykjavíkur segir enga ástæðu til að óttast tófuna en varar fólk þó við að reyna að klappa henni. Tófan sást fyrst í Breiðholti á mánudaginn við Stekkjarbakka í Breiðholti. Anton Magnússon, starfsmaður Garðheima við Stekkjarbakka, náði myndbandi af tófunni og sagði í samtali við fréttastofu að hann hafi náð að klappa henni aðeins áður en hún stakk af. Í gær sást tófan síðan bæði í Árbænum og Grafarholti, sannkölluð úthverfatófa. Hún heimsótti meðal annars nemendur Ártúnsskóla og gæddi sér á túnfiskssamloku eins nemanda sem hafði gleymt henni á steini á skólalóðinni. Refurinn nældi sér í túnfiskssamloku nemanda Ártúnsskóla.Ártúnsskóli Dýraþjónusta Reykjavíkur birti færslu í gær á Facebook-síðu sinni um tófuna og segja hana ekki vera hættulega mönnum eða köttum. Refir forðast menn og kettir eru sneggri en refir. Þá geta refir ekki klifrað upp í tré annað en kettirnir. Hvar tófan hélt sig áður en hún fór í borgarferð sína er ekki vitað, þó er staðfest að hún kemur ekki úr Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Talsvert er um refi í umhverfi borgarinnar, til dæmis í Heiðmörk. Dýraþjónustan vekur athygli á því að mögulega hafi tófan verið í haldi manna áður þar sem þær eru venjulega afar styggar og forðast fólk. Því er ólíklegt að vilt tófa sé jafn ljúf við fólk eins og umrædd tófa var þegar starfsmaður Garðheima nálgaðist hana. Þeir sem verða varir við tófuna eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Dýraþjónustuna. Reykjavík Dýr Tengdar fréttir Refur spókaði sig um við Stekkjarbakka í Reykjavík Sést hefur til refs við Stekkjarbakka í Reykjavík í morgun. Refurinn sást skunda í áttina frá Elliðaárdal og að Reykjanesbraut og hefur hann meðal annars þvælst við inngang bílasölu og í garði Garðheima. 19. september 2022 11:23 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Tófan sást fyrst í Breiðholti á mánudaginn við Stekkjarbakka í Breiðholti. Anton Magnússon, starfsmaður Garðheima við Stekkjarbakka, náði myndbandi af tófunni og sagði í samtali við fréttastofu að hann hafi náð að klappa henni aðeins áður en hún stakk af. Í gær sást tófan síðan bæði í Árbænum og Grafarholti, sannkölluð úthverfatófa. Hún heimsótti meðal annars nemendur Ártúnsskóla og gæddi sér á túnfiskssamloku eins nemanda sem hafði gleymt henni á steini á skólalóðinni. Refurinn nældi sér í túnfiskssamloku nemanda Ártúnsskóla.Ártúnsskóli Dýraþjónusta Reykjavíkur birti færslu í gær á Facebook-síðu sinni um tófuna og segja hana ekki vera hættulega mönnum eða köttum. Refir forðast menn og kettir eru sneggri en refir. Þá geta refir ekki klifrað upp í tré annað en kettirnir. Hvar tófan hélt sig áður en hún fór í borgarferð sína er ekki vitað, þó er staðfest að hún kemur ekki úr Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Talsvert er um refi í umhverfi borgarinnar, til dæmis í Heiðmörk. Dýraþjónustan vekur athygli á því að mögulega hafi tófan verið í haldi manna áður þar sem þær eru venjulega afar styggar og forðast fólk. Því er ólíklegt að vilt tófa sé jafn ljúf við fólk eins og umrædd tófa var þegar starfsmaður Garðheima nálgaðist hana. Þeir sem verða varir við tófuna eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Dýraþjónustuna.
Reykjavík Dýr Tengdar fréttir Refur spókaði sig um við Stekkjarbakka í Reykjavík Sést hefur til refs við Stekkjarbakka í Reykjavík í morgun. Refurinn sást skunda í áttina frá Elliðaárdal og að Reykjanesbraut og hefur hann meðal annars þvælst við inngang bílasölu og í garði Garðheima. 19. september 2022 11:23 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Refur spókaði sig um við Stekkjarbakka í Reykjavík Sést hefur til refs við Stekkjarbakka í Reykjavík í morgun. Refurinn sást skunda í áttina frá Elliðaárdal og að Reykjanesbraut og hefur hann meðal annars þvælst við inngang bílasölu og í garði Garðheima. 19. september 2022 11:23