Blaðamaður tók púlsinn á Brynju sem segir meðal annars að ef tónlistin hennar væri árstíð þá væri hún vor.
Platan hennar, Repeat, er fyrsta plata sem Brynja sendir frá sér en hún kemur út 20. október næstkomandi.
„Platan er búin að vera í bígerð í fjögur ár og ég er mjög tilbúin að koma henni út,“ segir Brynja.
Aðspurð um innblásturinn að laginu segir Brynja:
„Ég samdi lagið um að vera alveg týnd og vita ekki í hvorn fótinn maður eigi að stíga, um það að eiga erfitt með að taka ákvarðanir.
Þetta lag er fyrir alla sem eru að ganga í gegnum erfiða tíma. Fyrir þá sem eru í lægð. Mundu að lífið kemur í bylgjum.“