Hvað kostar það mig að nota peningana mína? Haukur Skúlason skrifar 21. september 2022 13:30 Væntanlega notum við langflest greiðslukort til daglegrar neyslu, hvort sem það er að borga með símanum á kassanum í Krónunni, eða notum kortanúmerið til að kaupa vettlinga á Boozt. Við vitum líka að við borgum alls konar þóknanir og gjöld fyrir að nota greiðslukortin, blótum þessum gjöldum í hljóði, en erum samt sem áður viss um að svona sé þetta bara, þetta muni aldrei breytast. En vitum við í raun og veru hvað það kostar okkur að nota kortin okkar? Ef við leggjumst í smávegis rannsóknarvinnu erum við fljót að sjá að Seðlabanki Íslands heldur utan um alls konar tölfræði um kortanotkun íslenskra heimila (auk ýmislegs annars), og þar sjáum við svart á hvítu hver kortanotkun var frá ágúst 2021 til og með júlí 2022 (heilt ár). Við sjáum að meðalheimilið notar greiðslukort að jafnaði til að greiða tæpar 400 þúsund krónur á mánuði, þar af um 75 þúsund erlendis (sem getur verið greiðsla í útlöndum en líka greiðsla í erlendri netverslun). En ef við miðum hins vegar við ímyndaðan meðaltals-viðskiptavin og gefum okkur að viðkomandi endurspegli að fullu tölurnar í töflunni að ofan og sé með bæði debet- og kreditkort (með lægsta árgjaldinu), þá getum við áætlað hver kostnaður þess einstaklings væri. Árgjald korta væri í kringum 4.300 krónur (debetkort í kringum 900 krónur og kreditkort í kringum 3.400 krónur. Færslugjöld á debetkortafærslum eru 19-20 krónur á hverja debetkortafærlu, en hins vegar bjóða margir bankanna upp á ákveðinn fjölda af “fríum” færslum á ári, og ímyndum okkur að “fríar” debetkortafærslur séu 150 á ári. Viðkomandi borgar þá 19-20 krónur fyrir 217 færslur á ári, samtals um 4.100 til 4.300 krónur á ári. Gjaldeyrisálag á erlendar kortafærslur (hvort sem þær eru framkvæmdar með debet- eða kreditkortum, og hvort sem þær eru framkvæmdar erlendis eða á netinu) er á bilinu 2,5%-3,0%. Það er álagið sem bankarnir leggja ofan á „Almennt gengi” og kalla „Kortagengi”. Miðað við að meðaltals viðskiptavinurinn eyðir tæpum 900 þúsund krónum á ári í erlendar færslur, þá er gjaldeyrisálagið á bilinu 22 - 27 þúsund krónur á ári. Heildarkostnaður við að nota launin er því bilinu 31 til 35 þúsund krónur á ári fyrir þennan viðskiptavin. Flest heimili myndi muna talsvert um að fá að halda þessum peningum eftir til að kaupa nauðsynjar eða gera eitthvað skemmtilegt. Nú geta einhverjir sagt að bankarnir geti nú ekki gefið þessa þjónustu, það kostar jú að halda úti kortum og slíku. En bankarnir fá hins vegar tekjur, í gegnum VISA og Mastercard, sem nema 0,2% af allri kortaveltu í gegnum kortin, og þær tekjur koma frá þeim sem selja vörur og þjónustu. Við vitum að velta í gegnum greiðslukort íslenskra heimila var rúmlega þúsund milljarðar á tímabilinu, og tekjur bankanna af veltunni voru þar af leiðandi 2,2 milljarðar. Mætti ekki færa rök fyrir því að það væri nú alveg nóg? Af hverju þarf ég að borga bankanum fyrir að fá að nota peninga mína? Höfundur er framkvæmdastjóri indó sparisjóðs hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Greiðslumiðlun Fjármál heimilisins Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Sjá meira
Væntanlega notum við langflest greiðslukort til daglegrar neyslu, hvort sem það er að borga með símanum á kassanum í Krónunni, eða notum kortanúmerið til að kaupa vettlinga á Boozt. Við vitum líka að við borgum alls konar þóknanir og gjöld fyrir að nota greiðslukortin, blótum þessum gjöldum í hljóði, en erum samt sem áður viss um að svona sé þetta bara, þetta muni aldrei breytast. En vitum við í raun og veru hvað það kostar okkur að nota kortin okkar? Ef við leggjumst í smávegis rannsóknarvinnu erum við fljót að sjá að Seðlabanki Íslands heldur utan um alls konar tölfræði um kortanotkun íslenskra heimila (auk ýmislegs annars), og þar sjáum við svart á hvítu hver kortanotkun var frá ágúst 2021 til og með júlí 2022 (heilt ár). Við sjáum að meðalheimilið notar greiðslukort að jafnaði til að greiða tæpar 400 þúsund krónur á mánuði, þar af um 75 þúsund erlendis (sem getur verið greiðsla í útlöndum en líka greiðsla í erlendri netverslun). En ef við miðum hins vegar við ímyndaðan meðaltals-viðskiptavin og gefum okkur að viðkomandi endurspegli að fullu tölurnar í töflunni að ofan og sé með bæði debet- og kreditkort (með lægsta árgjaldinu), þá getum við áætlað hver kostnaður þess einstaklings væri. Árgjald korta væri í kringum 4.300 krónur (debetkort í kringum 900 krónur og kreditkort í kringum 3.400 krónur. Færslugjöld á debetkortafærslum eru 19-20 krónur á hverja debetkortafærlu, en hins vegar bjóða margir bankanna upp á ákveðinn fjölda af “fríum” færslum á ári, og ímyndum okkur að “fríar” debetkortafærslur séu 150 á ári. Viðkomandi borgar þá 19-20 krónur fyrir 217 færslur á ári, samtals um 4.100 til 4.300 krónur á ári. Gjaldeyrisálag á erlendar kortafærslur (hvort sem þær eru framkvæmdar með debet- eða kreditkortum, og hvort sem þær eru framkvæmdar erlendis eða á netinu) er á bilinu 2,5%-3,0%. Það er álagið sem bankarnir leggja ofan á „Almennt gengi” og kalla „Kortagengi”. Miðað við að meðaltals viðskiptavinurinn eyðir tæpum 900 þúsund krónum á ári í erlendar færslur, þá er gjaldeyrisálagið á bilinu 22 - 27 þúsund krónur á ári. Heildarkostnaður við að nota launin er því bilinu 31 til 35 þúsund krónur á ári fyrir þennan viðskiptavin. Flest heimili myndi muna talsvert um að fá að halda þessum peningum eftir til að kaupa nauðsynjar eða gera eitthvað skemmtilegt. Nú geta einhverjir sagt að bankarnir geti nú ekki gefið þessa þjónustu, það kostar jú að halda úti kortum og slíku. En bankarnir fá hins vegar tekjur, í gegnum VISA og Mastercard, sem nema 0,2% af allri kortaveltu í gegnum kortin, og þær tekjur koma frá þeim sem selja vörur og þjónustu. Við vitum að velta í gegnum greiðslukort íslenskra heimila var rúmlega þúsund milljarðar á tímabilinu, og tekjur bankanna af veltunni voru þar af leiðandi 2,2 milljarðar. Mætti ekki færa rök fyrir því að það væri nú alveg nóg? Af hverju þarf ég að borga bankanum fyrir að fá að nota peninga mína? Höfundur er framkvæmdastjóri indó sparisjóðs hf.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar