Skýrasta myndin af Neptúnusi í þrjátíu ár Kjartan Kjartansson skrifar 21. september 2022 14:55 Mynd JWST af Neptúnusi og tunglum hans. Tríton af bjarta fyrirbærið uppi vinstra megin. NASA, ESA, CSA, STScI Ekki frá því að könnunarfarið Voyager 2 flaug fram hjá fyrir meira en þrjátíu árum hafa menn fengið eins skarpa mynd af ísrisanum Neptúnusi og James Webb-geimsjónaukinn náði nýlega af honum. Hringir plánetunnar og stærstu tungl eru greinileg á myndinni. Myndin sem geimstofnanirnar þrjár sem standa að JWST birtu í dag var tekin með NIRCam-myndavél sjónaukans sem er næm fyrir nærinnrauðu ljósi. Þessi ysta reikistjarna í sólkerfinu okkar er að miklu leyti úr gróðurhúsalofttegundunni metani sem gleypir í sig stóran hluta varmageislunar hennar. Því virkar pláneta fremur dökkleit á mynd sjónaukans fyrir utan háský úr metanís sem endurvarpa sólarljósi. Þau sjást sem bjartar rákir og blettir á yfirborði hnattarins á myndinni. Þó að þeir fölni í samanburði við Satúrnus sjást íshringir Neptúnusar skýrt á myndinni og sömuleiðis daufari rykbelti. Sjö af fjórtán þekktum tunglum Neptúnusar má einnig merkja á nýju myndinni. Langbjartast þeirra er stærsta tunglið Tríton. Hann er þakinn köfnunarefnisís sem endurvarpar um 70% af öllu sólarljósi sem fellur á yfirborð tunglsins. Mynd JWST af Neptúnusi með heitum helstu tungla sem sjást á henni.NASA, ESA, CSA, STScI Tríton er óvanalegt tungl að því leyti að sporbraut þess er öfug miðað við snúning Neptúnusar um sjálfan sig. Það bendir til þess að tunglið hafi ekki myndast með reikistjörnunni. Tilgáta stjörnufræðinga er að Tríton hafi upphaflega verið hluti af Kuiperbeltinu en Neptúnus hafi síðar fangað hann með þyngdarkrafti sínum. Á Stjörnufræðivefnum kemur fram að einn daginn muni Tríton splundrast og mynda íshring utan um Neptúnus. Neptúnus James Webb-geimsjónaukinn Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Uppgötvuðu elstu stjörnuþoku sem hefur sést James Webb-geimsjónaukinn náði nýverið mynd af stjörnuþokunni GLASS-z13 sem er 13,5 milljarða gömul og þar af leiðandi elsta stjörnuþoka sem hefur verið uppgötvuð til þessa. 21. júlí 2022 11:58 Sýndu mátt James Webb geimsjónaukans Geimvísindastofnanir Bandaríkjanna, Evrópu og Kanada birtu í dag nýjar myndir úr James Webb geimsjónaukanum (JWST). Fyrsta myndin var opinberuð í gær en sjónaukinn er sá stærsti og besti sem hefur verið smíðaður og er talinn munu gjörbreyta stjarnvísindum á komandi árum. 12. júlí 2022 13:51 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Myndin sem geimstofnanirnar þrjár sem standa að JWST birtu í dag var tekin með NIRCam-myndavél sjónaukans sem er næm fyrir nærinnrauðu ljósi. Þessi ysta reikistjarna í sólkerfinu okkar er að miklu leyti úr gróðurhúsalofttegundunni metani sem gleypir í sig stóran hluta varmageislunar hennar. Því virkar pláneta fremur dökkleit á mynd sjónaukans fyrir utan háský úr metanís sem endurvarpa sólarljósi. Þau sjást sem bjartar rákir og blettir á yfirborði hnattarins á myndinni. Þó að þeir fölni í samanburði við Satúrnus sjást íshringir Neptúnusar skýrt á myndinni og sömuleiðis daufari rykbelti. Sjö af fjórtán þekktum tunglum Neptúnusar má einnig merkja á nýju myndinni. Langbjartast þeirra er stærsta tunglið Tríton. Hann er þakinn köfnunarefnisís sem endurvarpar um 70% af öllu sólarljósi sem fellur á yfirborð tunglsins. Mynd JWST af Neptúnusi með heitum helstu tungla sem sjást á henni.NASA, ESA, CSA, STScI Tríton er óvanalegt tungl að því leyti að sporbraut þess er öfug miðað við snúning Neptúnusar um sjálfan sig. Það bendir til þess að tunglið hafi ekki myndast með reikistjörnunni. Tilgáta stjörnufræðinga er að Tríton hafi upphaflega verið hluti af Kuiperbeltinu en Neptúnus hafi síðar fangað hann með þyngdarkrafti sínum. Á Stjörnufræðivefnum kemur fram að einn daginn muni Tríton splundrast og mynda íshring utan um Neptúnus.
Neptúnus James Webb-geimsjónaukinn Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Uppgötvuðu elstu stjörnuþoku sem hefur sést James Webb-geimsjónaukinn náði nýverið mynd af stjörnuþokunni GLASS-z13 sem er 13,5 milljarða gömul og þar af leiðandi elsta stjörnuþoka sem hefur verið uppgötvuð til þessa. 21. júlí 2022 11:58 Sýndu mátt James Webb geimsjónaukans Geimvísindastofnanir Bandaríkjanna, Evrópu og Kanada birtu í dag nýjar myndir úr James Webb geimsjónaukanum (JWST). Fyrsta myndin var opinberuð í gær en sjónaukinn er sá stærsti og besti sem hefur verið smíðaður og er talinn munu gjörbreyta stjarnvísindum á komandi árum. 12. júlí 2022 13:51 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Uppgötvuðu elstu stjörnuþoku sem hefur sést James Webb-geimsjónaukinn náði nýverið mynd af stjörnuþokunni GLASS-z13 sem er 13,5 milljarða gömul og þar af leiðandi elsta stjörnuþoka sem hefur verið uppgötvuð til þessa. 21. júlí 2022 11:58
Sýndu mátt James Webb geimsjónaukans Geimvísindastofnanir Bandaríkjanna, Evrópu og Kanada birtu í dag nýjar myndir úr James Webb geimsjónaukanum (JWST). Fyrsta myndin var opinberuð í gær en sjónaukinn er sá stærsti og besti sem hefur verið smíðaður og er talinn munu gjörbreyta stjarnvísindum á komandi árum. 12. júlí 2022 13:51