Innlent

Sérsveitin í aðgerð á iðnaðarsvæði í Mosfellsbæ

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Aðgerðir sérsveitar voru við þetta húsnæði í iðnaðarhverfi í Mosfellsbæ.
Aðgerðir sérsveitar voru við þetta húsnæði í iðnaðarhverfi í Mosfellsbæ. Vísir/BjarniEinars

Sérsveit ríkisslögreglustjóra og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu standa nú í aðgerð á iðnaðarsvæði í Mosfellsbæ. Sérsveitin handtók einnig karlmann í Kópavogi fyrr í dag.

Þetta staðfestir samskiptastjóri ríkislögreglustjóra í samtali við fréttastofu. Stundin greindi frá aðgerðum lögreglu á öðrum tímanum í dag. Þar kemur fram að aðgerðir lögreglu beinist að iðnaðarhúsi á umræddu svæði.

Sérsveitin var einnig að verki í Hlíðarsmára í Kópavogi í dag, þar sem karlmaður var handtekinn í aðgerðum hennar, að sögn samskiptastjórans. Fréttablaðið greindi frá handtökunni fyrr í dag. Ekki liggur fyrir hvort að handtakan í Kópavogi og aðgerðin í Mosfellsbæ tengist.

Von er á yfirlýsingu frá lögreglu síðar í dag vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×