Maguire telur De Gea eiga sök á slöku gengi Man Utd á síðustu leiktíð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. september 2022 07:01 Harry Maguire er ekki sáttur með David De Gea. Ash Donelon/Getty Images Harry Maguire, miðvörður Manchester United og enska landsliðsins, hefur ekki átt sjö dagana sæla. Raunar hefur hann ekki átt síðustu 12 mánuði eða svo sæla og virðist sem hann kenni að einhverju leyti liðsfélögum sínum um. Man United keyptir Maguire á metfé sumarið 2019 og varð hann um leið lykilmaður í liði Ole Gunnar Solskjær. Hann byrjaði alla leiki Man United og enska landsliðsins. Hann meiddist lítillega undir lok tímabils 2021 og missti af úrslitaleik Evrópudeildarinnar þar sem Man Utd tapaði gegn Villareal í vítaspyrnukeppni. Hann missti af upphafi Evrópumótsins en kom svo inn og spilaði frábærlega er England fór alla leið í úrslit en tapaði þar í vítaspyrnukeppni gegn Ítalíu. Það var svo á síðustu leiktíð 2021-22 þegar það fór að halla undan fæti. Það gekk ekkert upp hjá Man Utd og Harry var gerður að blóraböggli. Eftir að hafa verið alltaf til staðar fór miðvörðurinn að meiðast og spila illa í kjölfarið. Gagnrýnisraddir urðu háværari og háværari en alltaf spilaði Maguire. það er þangað til nú. Maguire byrjaði í miðverðinum hjá Man Utd á þessari leiktíð eftir að Erik ten Hag tók við stjórnartaumunum. Eftir töp gegn Brighton & Hove Albion og Brentford var Harry hins vegar settur á bekkinn. Liðið fór á flug og hann spilaði ekkert í næstu leikjum sem unnust allir. Þegar hann fékk á ný tækifæri í Evrópudeildinni gegn Real Sociedad þá tapaði Man United aftur. Harry Maguire kostaði Manchester United 87 milljónir punda.EPA-EFE/ANDREW YATES Man Utd hefur tapað öllum leikjunum sem hinn 29 ára gamli Maguire hefur byrjað á leiktíðinni og virðist sem slakar frammistöður hans á síðustu leiktíð hafi elt hann yfir á yfirstandandi tímabil. Nú gæti verið svo að landsliðssæti hans sé í hættu en Gareth Southgate hefur haft óbilandi trú á Maguire til þessa. Íþróttamiðillinn ESPN fór nýverið yfir stöðu mála hjá Harry Maguire en það virðist sem leikmaðurinn sjálfur og þeir sem eru honum næstir séu ekki alveg sammála umræðu síðustu mánuða. „Harry þarf hraða leikmenn í kringum sig en hefur ekki haft það. Ef þú myndir setja Rúben Dias (leikmann Manchester City) í vörnina hjá United og Harry í vörnina hjá City þá myndi Dias vera í vandræðum og Harry myndi njóta sín,“ sagði heimildarmaður náinn Harry í viðtali við ESPN. „Harry hefur ekki átt góða 12 mánuði en hann hefur ekki fengið mikla hjálp frá þeim í kringum hann, þjálfurum eða leikmönnum – svo það er skiljanlegt að sjálfstraust hans hafi minnkað og frammistöður dalað,“ bætti heimildarmaðurinn við. Harry Maguire is facing the biggest week of his career his club and country ambitions rest on what happens over the next seven days https://t.co/Q3JqY10FKc— Mark Ogden (@MarkOgden_) September 19, 2022 ESPN hefur einnig heimildir fyrir því að Maguire sé orðinn langþreyttur á samskiptaleysi David De Gea og þeirri staðreynd að markvöðurinn komi nær aldrei af marklínunni. Kennir miðvörðurinn þeirri staðreynd að hluta til um slakan varnarleik liðsins á síðustu leiktíð. Ten Hag virðist hafa fundið lausn á þeim vandræðum með því að stilla þeim Raphaël Varane og Lisandro Martínez saman í miðverði. Hvort Southgate gefi öðrum tækifæri í leikjum Englands í Þjóðadeildinni eða haldi sig við Harry Maguire kemur í ljós á næstu dögum þegar enska landsliðið mætir Þýskalandi og Ítalíu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira
Man United keyptir Maguire á metfé sumarið 2019 og varð hann um leið lykilmaður í liði Ole Gunnar Solskjær. Hann byrjaði alla leiki Man United og enska landsliðsins. Hann meiddist lítillega undir lok tímabils 2021 og missti af úrslitaleik Evrópudeildarinnar þar sem Man Utd tapaði gegn Villareal í vítaspyrnukeppni. Hann missti af upphafi Evrópumótsins en kom svo inn og spilaði frábærlega er England fór alla leið í úrslit en tapaði þar í vítaspyrnukeppni gegn Ítalíu. Það var svo á síðustu leiktíð 2021-22 þegar það fór að halla undan fæti. Það gekk ekkert upp hjá Man Utd og Harry var gerður að blóraböggli. Eftir að hafa verið alltaf til staðar fór miðvörðurinn að meiðast og spila illa í kjölfarið. Gagnrýnisraddir urðu háværari og háværari en alltaf spilaði Maguire. það er þangað til nú. Maguire byrjaði í miðverðinum hjá Man Utd á þessari leiktíð eftir að Erik ten Hag tók við stjórnartaumunum. Eftir töp gegn Brighton & Hove Albion og Brentford var Harry hins vegar settur á bekkinn. Liðið fór á flug og hann spilaði ekkert í næstu leikjum sem unnust allir. Þegar hann fékk á ný tækifæri í Evrópudeildinni gegn Real Sociedad þá tapaði Man United aftur. Harry Maguire kostaði Manchester United 87 milljónir punda.EPA-EFE/ANDREW YATES Man Utd hefur tapað öllum leikjunum sem hinn 29 ára gamli Maguire hefur byrjað á leiktíðinni og virðist sem slakar frammistöður hans á síðustu leiktíð hafi elt hann yfir á yfirstandandi tímabil. Nú gæti verið svo að landsliðssæti hans sé í hættu en Gareth Southgate hefur haft óbilandi trú á Maguire til þessa. Íþróttamiðillinn ESPN fór nýverið yfir stöðu mála hjá Harry Maguire en það virðist sem leikmaðurinn sjálfur og þeir sem eru honum næstir séu ekki alveg sammála umræðu síðustu mánuða. „Harry þarf hraða leikmenn í kringum sig en hefur ekki haft það. Ef þú myndir setja Rúben Dias (leikmann Manchester City) í vörnina hjá United og Harry í vörnina hjá City þá myndi Dias vera í vandræðum og Harry myndi njóta sín,“ sagði heimildarmaður náinn Harry í viðtali við ESPN. „Harry hefur ekki átt góða 12 mánuði en hann hefur ekki fengið mikla hjálp frá þeim í kringum hann, þjálfurum eða leikmönnum – svo það er skiljanlegt að sjálfstraust hans hafi minnkað og frammistöður dalað,“ bætti heimildarmaðurinn við. Harry Maguire is facing the biggest week of his career his club and country ambitions rest on what happens over the next seven days https://t.co/Q3JqY10FKc— Mark Ogden (@MarkOgden_) September 19, 2022 ESPN hefur einnig heimildir fyrir því að Maguire sé orðinn langþreyttur á samskiptaleysi David De Gea og þeirri staðreynd að markvöðurinn komi nær aldrei af marklínunni. Kennir miðvörðurinn þeirri staðreynd að hluta til um slakan varnarleik liðsins á síðustu leiktíð. Ten Hag virðist hafa fundið lausn á þeim vandræðum með því að stilla þeim Raphaël Varane og Lisandro Martínez saman í miðverði. Hvort Southgate gefi öðrum tækifæri í leikjum Englands í Þjóðadeildinni eða haldi sig við Harry Maguire kemur í ljós á næstu dögum þegar enska landsliðið mætir Þýskalandi og Ítalíu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira