Sagði mikilvægt að gefa Rússum ekki andrými til að efla varnir sínar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. september 2022 07:23 Það var engan bilbug að finna á Selenskí þrátt fyrir herkvaðningu og hótanir Rússlandsforseta í gær. epa/Sergey Dolzhenko Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti virðist ekki gefa mikið fyrir tilraunir Rússa til að stigmagna átökin í Úkraínu með því að boða til herkvaðningar. Í ávarpi sem tekið var upp fyrirfram og spilað á þingi Sameinuðu þjóðanna í gær saðgi forsetinn að Úkraínher myndi halda áfram gagnsókn sinni og ekki gefa Rússum andrými til að treysta varnir sínar á hernumdum svæðum. Selenskí sagði Úkraínumenn geta náð aftur því landsvæði sem Rússar hefðu tekið en til þess þyrftu þeir tíma. Hann sagði Rússa vilja efla varnir sínar á meðan þeir söfnuðu liðsauka heima fyrir en það mætti ekki gerast. Standing ovation at UN after @ZelenskyyUa speech. Check a smilw of @ZelenskaUA pic.twitter.com/rxcibrLyFM— Nika Melkozerova (@NikaMelkozerova) September 21, 2022 Forsetinn sagði frið mögulegan að fimm skilyrðum uppfylltum; þeirra á meðal væru endurheimt hernumdra landsvæða, öryggistryggingar og refsing til handa þeim sem hefðu brotið gegn Úkraínu. „Glæpur hefur verið framin gegn Úkraínu og við krefjumst réttlátrar refsingar,“ sagði Selenskí. Hann sagði að koma ætti á sérstökum dómstól til að fjalla um glæpi Rússa gegn Úkraínu og að Rússar ættu að gjalda fyrir þá með eigum sínum. Þá hvatti hann Sameinuðu þjóðirnar til að svipta Rússa neitunarvaldi sínu í öryggisráðinu. Selenskí vísaði til þeirra hroðaverka sem hefðu verið framin, meðal annars í Izium, og lýsti því hvernig uppgrafnar líkamsleifar almennra borgara sýndu þess merki pyntinga. Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Í ávarpi sem tekið var upp fyrirfram og spilað á þingi Sameinuðu þjóðanna í gær saðgi forsetinn að Úkraínher myndi halda áfram gagnsókn sinni og ekki gefa Rússum andrými til að treysta varnir sínar á hernumdum svæðum. Selenskí sagði Úkraínumenn geta náð aftur því landsvæði sem Rússar hefðu tekið en til þess þyrftu þeir tíma. Hann sagði Rússa vilja efla varnir sínar á meðan þeir söfnuðu liðsauka heima fyrir en það mætti ekki gerast. Standing ovation at UN after @ZelenskyyUa speech. Check a smilw of @ZelenskaUA pic.twitter.com/rxcibrLyFM— Nika Melkozerova (@NikaMelkozerova) September 21, 2022 Forsetinn sagði frið mögulegan að fimm skilyrðum uppfylltum; þeirra á meðal væru endurheimt hernumdra landsvæða, öryggistryggingar og refsing til handa þeim sem hefðu brotið gegn Úkraínu. „Glæpur hefur verið framin gegn Úkraínu og við krefjumst réttlátrar refsingar,“ sagði Selenskí. Hann sagði að koma ætti á sérstökum dómstól til að fjalla um glæpi Rússa gegn Úkraínu og að Rússar ættu að gjalda fyrir þá með eigum sínum. Þá hvatti hann Sameinuðu þjóðirnar til að svipta Rússa neitunarvaldi sínu í öryggisráðinu. Selenskí vísaði til þeirra hroðaverka sem hefðu verið framin, meðal annars í Izium, og lýsti því hvernig uppgrafnar líkamsleifar almennra borgara sýndu þess merki pyntinga.
Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira