Sigríður Th. Erlendsdóttir er látin Atli Ísleifsson skrifar 22. september 2022 10:41 Sigríður Th. Erlendsdóttir gaf út bókina Veröld sem ég vil árið 1993 og var saga Kvenréttingafélags Íslands frá stofnun 1907 til 1992. Aðsend Sigríður Theodóra Erlendsdóttir sagnfræðingur er látin, 92 ára að aldri. Sigríður var brautryðjandi í rannsóknum á sögu kvenna og lagði með kennslu sinni og rannsóknum grunn að kvennasögu sem fræðigrein hér á landi. Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í morgun. Í tilkynningu frá fjölskyldu Sigríðar segir að hún hafði fæðst í Reykjavík hinn 16. mars árið 1930. Hún var dóttir hjónanna Jóhönnu Vigdísar Sæmundsdóttur húsmóður og Erlends Ólafssonar sjómanns. „Hún ólst upp á Barónsstíg ásamt systrum sínum, Guðríði Ólafíu ritara og Guðrúnu hæstaréttardómara, en Ólafur, tvíburabróðir Guðrúnar, lést á barnsaldri. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1949 og lagði stund á háskólanám í ensku og frönsku. 1953 gekk hún að eiga Hjalta Geir Kristjánsson, húsgagnaarkitekt og framkvæmdastjóra Kristjáns Siggeirssonar hf. Þau eignuðust fjögur börn á næstu níu árum, Ragnhildi ráðuneytisstjóra, Kristján viðskiptafræðing, Erlend rekstrarhagfræðing og Jóhönnu Vigdísi fjölmiðlafræðing og fréttamann. Um það leyti reistu þau hjónin sér glæsilegt hús við Bergstaðastræti 70, sem jafnan er talið með merkari 20. aldar byggingum í Reykjavík. Hún bjó þar til dauðadags en Hjalti Geir lést fyrir tæpum tveimur árum. Sigríður hóf rannsóknir í kvennasögu upp úr 1970, þá rúmlega fertug að aldri, og lauk BA-prófi í sagnfræði árið 1976. Hún lauk svo kandídatsnámi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1981 með ítarlegri frumrannsókn á atvinnuþátttöku reykvískra kvenna á árunum 1890-1914. Árið 1982 varð hún fyrst til að kenna sérstök námskeið í kvennasögu í sagnfræði við HÍ þar sem hún var stundakennari þar til hún lét af störfum fyrir aldurs sakir árið 1999. Sigríður var brautryðjandi í rannsóknum á sögu kvenna og lagði með kennslu sinni og rannsóknum grunn að kvennasögu sem fræðigrein hér á landi. Hún sat m.a. í stjórn Kvennasögusafnsins, Minja og sögu og Styrktarsjóðs Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur. Hún skrifaði bókina Veröld sem ég vil, sem kom út 1993 og er saga Kvenréttindafélags Íslands frá stofnun 1907 til 1992,“ segir í tilkynningunni frá fjölskyldu Sigríðar. Andlát Jafnréttismál Háskólar Bókmenntir Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Svara ákalli foreldra Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira
Greint er frá andlátinu í Morgunblaðinu í morgun. Í tilkynningu frá fjölskyldu Sigríðar segir að hún hafði fæðst í Reykjavík hinn 16. mars árið 1930. Hún var dóttir hjónanna Jóhönnu Vigdísar Sæmundsdóttur húsmóður og Erlends Ólafssonar sjómanns. „Hún ólst upp á Barónsstíg ásamt systrum sínum, Guðríði Ólafíu ritara og Guðrúnu hæstaréttardómara, en Ólafur, tvíburabróðir Guðrúnar, lést á barnsaldri. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1949 og lagði stund á háskólanám í ensku og frönsku. 1953 gekk hún að eiga Hjalta Geir Kristjánsson, húsgagnaarkitekt og framkvæmdastjóra Kristjáns Siggeirssonar hf. Þau eignuðust fjögur börn á næstu níu árum, Ragnhildi ráðuneytisstjóra, Kristján viðskiptafræðing, Erlend rekstrarhagfræðing og Jóhönnu Vigdísi fjölmiðlafræðing og fréttamann. Um það leyti reistu þau hjónin sér glæsilegt hús við Bergstaðastræti 70, sem jafnan er talið með merkari 20. aldar byggingum í Reykjavík. Hún bjó þar til dauðadags en Hjalti Geir lést fyrir tæpum tveimur árum. Sigríður hóf rannsóknir í kvennasögu upp úr 1970, þá rúmlega fertug að aldri, og lauk BA-prófi í sagnfræði árið 1976. Hún lauk svo kandídatsnámi í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 1981 með ítarlegri frumrannsókn á atvinnuþátttöku reykvískra kvenna á árunum 1890-1914. Árið 1982 varð hún fyrst til að kenna sérstök námskeið í kvennasögu í sagnfræði við HÍ þar sem hún var stundakennari þar til hún lét af störfum fyrir aldurs sakir árið 1999. Sigríður var brautryðjandi í rannsóknum á sögu kvenna og lagði með kennslu sinni og rannsóknum grunn að kvennasögu sem fræðigrein hér á landi. Hún sat m.a. í stjórn Kvennasögusafnsins, Minja og sögu og Styrktarsjóðs Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur. Hún skrifaði bókina Veröld sem ég vil, sem kom út 1993 og er saga Kvenréttindafélags Íslands frá stofnun 1907 til 1992,“ segir í tilkynningunni frá fjölskyldu Sigríðar.
Andlát Jafnréttismál Háskólar Bókmenntir Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent Svara ákalli foreldra Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Sjá meira