Bindum enda á stríðið gegn vímuefnanotendum Halldóra Mogensen skrifar 22. september 2022 13:00 Stríðið gegn vímuefnum er í raun stríð gegn fólki, stríð gegn vímuefnanotendum. Skylda yfirvalda er að verja fólkið í landinu en ekki fara í stríð gegn þeim. Afleiðing stríðsins er sú harða refsistefna sem hefur verið við lýði á Íslandi í áratugi. Hún byggir á þeirri hugmynd að besta leiðin til að draga úr neyslu sé að banna alla vörslu og meðferð vímuefna og að refsa öllum þeim sem gerast sekir um slíkt, óháð því hvort viðkomandi sé notandi, söluaðili, framleiðandi eða innflytjandi. Samhliða hörðum refsingum hefur miklum hræðsluáróðri um vímuefni og neyslu þeirra verið beitt. Enn þann dag í dag eru vímuefnanotendur uppmálaðir í fjölmiðlum sem stórhættulegir samfélaginu. Síðustu ár hafa viðhorfin þó blessunarlega verið að breytast. Við erum byrjuð að tala um fíknivanda á yfirvegaðari og ígrundaðri hátt og hugtakið „skaðaminnkun“ hefur rutt sér rúms í almennri umræðu. Skaðleg og vanhugsuð refsistefna Staðreyndirnar um bann- og refsistefnuna mála ekki mjög fagra mynd; í skugga stefnunnar hefur neysla vímuefna aukist jafnt og þétt, og vandamálum tengt neyslunni hefur fjölgað gríðarlega. Það ætti að vera öllum ljóst að núverandi stefna, sem gengur út á að banna vörslu og neyslu vímuefna, er í besta falli gagnslaus og í versta falli skaðleg. Fíkn er nefnilega ekki eitthvað sem fólk velur sér. Fíkn er ekki siðferðis- eða skapbrestur, og það er ekki heldur afleiðing slæms innrætis eða viljaleysis – fíkn er ekki hægt að lagfæra með refsingum. Þvert á móti er fíkn viðbragð við mannlegri þjáningu. Það er í eðli okkar allra að flýja þjáningu. Þegar okkur verkjar fáum við okkur verkjalyf – og okkur þykir það sjálfsagt. En þegar manneskja þjáist af andlegum sársauka sökum áfalla sem aldrei hefur fengist aðstoð við og sækist í verkjalyf sem henni hefur ekki verið ávísað þykir okkur sjálfsagt að refsa henni með því að taka af henni lyfin og sekta eða mögulega fangelsa hana í stað þess að hjálpa þessari manneskju, hlúa að henni og veita henni sjálfsagða heilbrigðisþjónustu. Samfélagið ætlar að „aðstoða“ þessa manneskju með því að gera hana að glæpamanni, jaðarsetja hana, telja henni trú um að hún sé biluð. Henni er meinaður aðgangur að því sem hún þarf mest á að halda; kærleik, hlýju, skilning, – hún þarfnast hópsins síns og við útskúfum hana. Afglæpavæðing sem skaðaminnkunarúrræði Það er kominn tími til þess að við bindum enda á refsistefnuna – og þess vegna er ég að leggja fram frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta vímuefna. Frumvarpið er einfalt. Innflutningur, útflutningur, kaup, sala og framleiðsla vímuefna verður enn óheimil með lögum – en varsla efna innan skilgreindra marka verður gerð refsilaus. Ef frumvarpið nær fram að ganga getum við því strax hætt að refsa fólki fyrir það eitt að vera með á sér vímuefni til eigin nota. Því það er alveg deginum ljósara – að það er nákvæmlega engin aðstoð og engin forvörn falin í því að jaðarsetja, fangelsa, sekta eða taka efnin af fólki, og þá skiptir engu máli hvort um er að ræða einstakling með fíknivanda eða ekki. Þegar við hættum loksins að heyja stríð gegn jaðarsetta fólkinu í samfélaginu okkar þá getum við sett orkuna okkar og fjármagn í að draga úr þjáningu, að aðstoða fólk við að vinna úr áföllum og græða sár. Byggjum upp meðferðarúrræði sem grundvallast á því að vinna úr áföllum og bjóða upp á lausnir sem leysa líkamlega, andlega- og félagslega vandann sem skapar fíknina. Það er þannig sem við náum árangri. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldóra Mogensen Fíkn Píratar Alþingi Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Stríðið gegn vímuefnum er í raun stríð gegn fólki, stríð gegn vímuefnanotendum. Skylda yfirvalda er að verja fólkið í landinu en ekki fara í stríð gegn þeim. Afleiðing stríðsins er sú harða refsistefna sem hefur verið við lýði á Íslandi í áratugi. Hún byggir á þeirri hugmynd að besta leiðin til að draga úr neyslu sé að banna alla vörslu og meðferð vímuefna og að refsa öllum þeim sem gerast sekir um slíkt, óháð því hvort viðkomandi sé notandi, söluaðili, framleiðandi eða innflytjandi. Samhliða hörðum refsingum hefur miklum hræðsluáróðri um vímuefni og neyslu þeirra verið beitt. Enn þann dag í dag eru vímuefnanotendur uppmálaðir í fjölmiðlum sem stórhættulegir samfélaginu. Síðustu ár hafa viðhorfin þó blessunarlega verið að breytast. Við erum byrjuð að tala um fíknivanda á yfirvegaðari og ígrundaðri hátt og hugtakið „skaðaminnkun“ hefur rutt sér rúms í almennri umræðu. Skaðleg og vanhugsuð refsistefna Staðreyndirnar um bann- og refsistefnuna mála ekki mjög fagra mynd; í skugga stefnunnar hefur neysla vímuefna aukist jafnt og þétt, og vandamálum tengt neyslunni hefur fjölgað gríðarlega. Það ætti að vera öllum ljóst að núverandi stefna, sem gengur út á að banna vörslu og neyslu vímuefna, er í besta falli gagnslaus og í versta falli skaðleg. Fíkn er nefnilega ekki eitthvað sem fólk velur sér. Fíkn er ekki siðferðis- eða skapbrestur, og það er ekki heldur afleiðing slæms innrætis eða viljaleysis – fíkn er ekki hægt að lagfæra með refsingum. Þvert á móti er fíkn viðbragð við mannlegri þjáningu. Það er í eðli okkar allra að flýja þjáningu. Þegar okkur verkjar fáum við okkur verkjalyf – og okkur þykir það sjálfsagt. En þegar manneskja þjáist af andlegum sársauka sökum áfalla sem aldrei hefur fengist aðstoð við og sækist í verkjalyf sem henni hefur ekki verið ávísað þykir okkur sjálfsagt að refsa henni með því að taka af henni lyfin og sekta eða mögulega fangelsa hana í stað þess að hjálpa þessari manneskju, hlúa að henni og veita henni sjálfsagða heilbrigðisþjónustu. Samfélagið ætlar að „aðstoða“ þessa manneskju með því að gera hana að glæpamanni, jaðarsetja hana, telja henni trú um að hún sé biluð. Henni er meinaður aðgangur að því sem hún þarf mest á að halda; kærleik, hlýju, skilning, – hún þarfnast hópsins síns og við útskúfum hana. Afglæpavæðing sem skaðaminnkunarúrræði Það er kominn tími til þess að við bindum enda á refsistefnuna – og þess vegna er ég að leggja fram frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta vímuefna. Frumvarpið er einfalt. Innflutningur, útflutningur, kaup, sala og framleiðsla vímuefna verður enn óheimil með lögum – en varsla efna innan skilgreindra marka verður gerð refsilaus. Ef frumvarpið nær fram að ganga getum við því strax hætt að refsa fólki fyrir það eitt að vera með á sér vímuefni til eigin nota. Því það er alveg deginum ljósara – að það er nákvæmlega engin aðstoð og engin forvörn falin í því að jaðarsetja, fangelsa, sekta eða taka efnin af fólki, og þá skiptir engu máli hvort um er að ræða einstakling með fíknivanda eða ekki. Þegar við hættum loksins að heyja stríð gegn jaðarsetta fólkinu í samfélaginu okkar þá getum við sett orkuna okkar og fjármagn í að draga úr þjáningu, að aðstoða fólk við að vinna úr áföllum og græða sár. Byggjum upp meðferðarúrræði sem grundvallast á því að vinna úr áföllum og bjóða upp á lausnir sem leysa líkamlega, andlega- og félagslega vandann sem skapar fíknina. Það er þannig sem við náum árangri. Höfundur er þingmaður Pírata.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun