„Ég var fullur tilhlökkunar fyrir þennan leik, ég get alveg viðurkennt það“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. september 2022 18:23 Aron Einar Gunnarsson snéri aftur í íslenska landsliðið í dag. Getty/Laszlo Szirtesi Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, snéri aftir í íslenska landsliðið eftir rúmlega árs fjarveru er liðið vann 1-0 sigur gegn Venesúela í vináttulandsleik í Austurríki í dag. Hann segir það góða tilfinningu að leika fyrir Íslands hönd á ný. Þetta var í fyrsta sinn sem Aron leikur í íslenska landsliðsbúningnum síðan í 2-2 jafntefli við Pólland í vináttulandsleik 8. júní í fyrra,en þetta var 98. landsleikur Arons. „Þetta var bara ánægjulegt. Þó að þetta sé æfingaleikur þá vorum við að reyna ýmislegt sem við ætlum að nota í framtíðinni,“ sagði fyrirliðinn í samtali við Viaplay að leik loknum. „Vinnusemin var mikil í þessum leik og við eyddum mikilli orku í að loka á þá. Mér fannst þeir aldrei ná að brjóta okkur niður eða fá einhver færi í þessum leik þannig við getum verið mjög sáttir með það. Við fengum ekki mark á okkur og færin voru okkar þannig við getum tekið margt úr þessum leik og byggt á því.“ Aron lék í stöðu miðvarðar í dag við hlið Guðlaugs Victors Pálssonar og Harðar Björgvins Magnússonar, en það er staða sem hann er ekki endilega vanur að spila með íslenska landsliðinu. „Ég leysi bara þá stöðu sem mér er sagt að spila. Ég er búinn að spila þessa stöðu úti í Katar núna síðasta árið þannig ég er að læra inn á hana. Það er margt sem ég á eftir að læra inn á að spila í þessarri stöðu en það er gott að hafa Gulla þarna að djöflast mér á hægri og Höddi var flottur í þessum leik.“ „Við vorum með fínt skipulag á þessu og mér fannst þeir aldrei ógna okkur almennilega, nema kannski aðeins í lokin þegar við hleyptum þessu upp í smá æsing. En ég er virkilega ánægður með sigur og við þurfum bara að venjast því að vinna leiki og finna þá tilfinningu.“ Þá hrósaði Aron ungu leikmönnum liðsins fyrir sína vakt í kvöld og segir að nóg sé af leiðtogum innan liðsins. „Það eru margir leiðtogar í þessu liði. Þó að það heyrist kannski ekki mikið í þessum ungu þá hafa þeir alveg efni á því að tala líka og hjálpa liðinu. Ég vinn bara mitt starf eins vel og ég get framkvæmt hverju sinni og að spila aftur fyrir Íslands hönd hefur verið bara gaman. Það var gott að ná sigri og ég var fullur tilhlökkunar fyrir þennan leik, ég get alveg viðurkennt það,“ sagði Aron að lokum. Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Þetta var í fyrsta sinn sem Aron leikur í íslenska landsliðsbúningnum síðan í 2-2 jafntefli við Pólland í vináttulandsleik 8. júní í fyrra,en þetta var 98. landsleikur Arons. „Þetta var bara ánægjulegt. Þó að þetta sé æfingaleikur þá vorum við að reyna ýmislegt sem við ætlum að nota í framtíðinni,“ sagði fyrirliðinn í samtali við Viaplay að leik loknum. „Vinnusemin var mikil í þessum leik og við eyddum mikilli orku í að loka á þá. Mér fannst þeir aldrei ná að brjóta okkur niður eða fá einhver færi í þessum leik þannig við getum verið mjög sáttir með það. Við fengum ekki mark á okkur og færin voru okkar þannig við getum tekið margt úr þessum leik og byggt á því.“ Aron lék í stöðu miðvarðar í dag við hlið Guðlaugs Victors Pálssonar og Harðar Björgvins Magnússonar, en það er staða sem hann er ekki endilega vanur að spila með íslenska landsliðinu. „Ég leysi bara þá stöðu sem mér er sagt að spila. Ég er búinn að spila þessa stöðu úti í Katar núna síðasta árið þannig ég er að læra inn á hana. Það er margt sem ég á eftir að læra inn á að spila í þessarri stöðu en það er gott að hafa Gulla þarna að djöflast mér á hægri og Höddi var flottur í þessum leik.“ „Við vorum með fínt skipulag á þessu og mér fannst þeir aldrei ógna okkur almennilega, nema kannski aðeins í lokin þegar við hleyptum þessu upp í smá æsing. En ég er virkilega ánægður með sigur og við þurfum bara að venjast því að vinna leiki og finna þá tilfinningu.“ Þá hrósaði Aron ungu leikmönnum liðsins fyrir sína vakt í kvöld og segir að nóg sé af leiðtogum innan liðsins. „Það eru margir leiðtogar í þessu liði. Þó að það heyrist kannski ekki mikið í þessum ungu þá hafa þeir alveg efni á því að tala líka og hjálpa liðinu. Ég vinn bara mitt starf eins vel og ég get framkvæmt hverju sinni og að spila aftur fyrir Íslands hönd hefur verið bara gaman. Það var gott að ná sigri og ég var fullur tilhlökkunar fyrir þennan leik, ég get alveg viðurkennt það,“ sagði Aron að lokum.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira