„Við höfum meira og minna verið laus við þessar hreyfingar“ Samúel Karl Ólason skrifar 22. september 2022 22:01 Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur. Vísir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur segist brugðið eftir fréttir af því að lögreglan hafi lagt hald á mikið magn vopna og byssuskota í gær og mögulega komið í veg fyrir hryðjuverkaárás. Enn sé þó tiltölulega lítið vitað um málið og best sé að halda ró sinni. Þá bendir hann á að hægri-öfgaöfl hafi aldrei fest rætur hér á landi. Lögreglumenn handtóku gær fjóra menn og lögðu hald á mikið magn skotvopna, og þar á meðal hálf-sjálfvirkra byssa, og skotfæra í níu húsleitum. Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald en lögreglan segir mögulegt að mennirnir, sem eru íslenskir og á þrítugsaldri hafi ætlað sér að gera hryðjuverkaárás og er verið að kanna hvort þeir tengist erlendum öfgasamtökum. Sjá einnig: Mögulegt að árásin hefði beinst gegn Alþingi eða lögreglu Helgi er staddur á Malaga á Spáni, ásamt flestum öðrum afbrotafræðingum Íslands, vegna Evrópuþings afbrotafræðinga. Hann sagði í samtali við Vísi í kvöld að hans fyrstu viðbrögð við fregnum af því að lögreglan hefði lagt hald á fjölda skotvopna hefðu verið á þá leið að líklegast tengdist málið skipulegri glæpastarfsemi. Lögreglan hefði þó gefið í skyn að svo sé ekki. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, sagði í fréttum Stöðvar 2 að samkvæmt hættumati embættisins stafaði Íslendingum meiri ógna af skipulagðri glæpastarfsemi en hryðjuverkastarfsemi og ekki stæði til að breyta því að svo stöddu. Sjá einnig: Ætla ekki að hækka hættumat vegna hryðjuverkaógnar „Auðvitað bregður manni þegar það er búið að haldleggja svona mikið af vopnum,“ segir Helgi. Hann segir að sé viljinn fyrir hendi, sé hægt að valda miklu tjóni sem vopnum sem þessum. „Þetta eru auðvitað ekki einhverjir safnarar. Maður hefur á tilfinningunni að þeir hafi verið að undirbúa eitthvað tiltekið og það er skelfilegt.“ Helgi bendir á að í Evrópu og víðar hafi fjölmörgum hreyfingum þjóðernissinna vaxið ásmegin. Árásir hafi verið framdar og hann hafi óttast að slíkt gæti smitast hingað. Hins vegar hafi þessir hópar sem byggi til að mynda á andúð gegn útlendingum aldrei fest rætur hér á landi. Sá pólitíski jarðvegur sem finna megi víða í Evrópu hafi aldrei verið til staðar. „Við höfum meira og minna verið laus við þessar hreyfingar,“ segir Helgi. Helgi segir lögregluna halda spilunum þétt að sér enn sem komið er og margt sé enn óljóst. Það virðist þó ljóst að lögreglan hafi stöðvað eitthvað sem gæti hafa orðið hættulegt og það sé mikið ánægjuefni og léttir. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Lögreglan Skotvopn Tengdar fréttir „Getum alveg átt von á svona atburðum eins og nágrannaþjóðir okkar“ Tveir íslenskir karlmenn á þrítugsaldri eru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa skipulagt hryðjuverk hér á Íslandi. Að sögn lögreglu má ætla að áformuð hryðjuverk hafi jafnvel beinst gegn Alþingi, stjórnmálamönnum eða lögreglunni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir atburðinn gríðarlega alvarlegan. 22. september 2022 19:34 Lögreglumenn slegnir: „Við viljum öll komast lifandi heim úr vinnunni“ Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld, að lögreglumenn væru slegnir yfir fregnum síðustu daga. Þeir væru slegnir yfir því að þurfa að óttast um líf sín í vinnunni. 22. september 2022 19:32 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
Þá bendir hann á að hægri-öfgaöfl hafi aldrei fest rætur hér á landi. Lögreglumenn handtóku gær fjóra menn og lögðu hald á mikið magn skotvopna, og þar á meðal hálf-sjálfvirkra byssa, og skotfæra í níu húsleitum. Tveir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald en lögreglan segir mögulegt að mennirnir, sem eru íslenskir og á þrítugsaldri hafi ætlað sér að gera hryðjuverkaárás og er verið að kanna hvort þeir tengist erlendum öfgasamtökum. Sjá einnig: Mögulegt að árásin hefði beinst gegn Alþingi eða lögreglu Helgi er staddur á Malaga á Spáni, ásamt flestum öðrum afbrotafræðingum Íslands, vegna Evrópuþings afbrotafræðinga. Hann sagði í samtali við Vísi í kvöld að hans fyrstu viðbrögð við fregnum af því að lögreglan hefði lagt hald á fjölda skotvopna hefðu verið á þá leið að líklegast tengdist málið skipulegri glæpastarfsemi. Lögreglan hefði þó gefið í skyn að svo sé ekki. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, sagði í fréttum Stöðvar 2 að samkvæmt hættumati embættisins stafaði Íslendingum meiri ógna af skipulagðri glæpastarfsemi en hryðjuverkastarfsemi og ekki stæði til að breyta því að svo stöddu. Sjá einnig: Ætla ekki að hækka hættumat vegna hryðjuverkaógnar „Auðvitað bregður manni þegar það er búið að haldleggja svona mikið af vopnum,“ segir Helgi. Hann segir að sé viljinn fyrir hendi, sé hægt að valda miklu tjóni sem vopnum sem þessum. „Þetta eru auðvitað ekki einhverjir safnarar. Maður hefur á tilfinningunni að þeir hafi verið að undirbúa eitthvað tiltekið og það er skelfilegt.“ Helgi bendir á að í Evrópu og víðar hafi fjölmörgum hreyfingum þjóðernissinna vaxið ásmegin. Árásir hafi verið framdar og hann hafi óttast að slíkt gæti smitast hingað. Hins vegar hafi þessir hópar sem byggi til að mynda á andúð gegn útlendingum aldrei fest rætur hér á landi. Sá pólitíski jarðvegur sem finna megi víða í Evrópu hafi aldrei verið til staðar. „Við höfum meira og minna verið laus við þessar hreyfingar,“ segir Helgi. Helgi segir lögregluna halda spilunum þétt að sér enn sem komið er og margt sé enn óljóst. Það virðist þó ljóst að lögreglan hafi stöðvað eitthvað sem gæti hafa orðið hættulegt og það sé mikið ánægjuefni og léttir.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Lögreglan Skotvopn Tengdar fréttir „Getum alveg átt von á svona atburðum eins og nágrannaþjóðir okkar“ Tveir íslenskir karlmenn á þrítugsaldri eru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa skipulagt hryðjuverk hér á Íslandi. Að sögn lögreglu má ætla að áformuð hryðjuverk hafi jafnvel beinst gegn Alþingi, stjórnmálamönnum eða lögreglunni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir atburðinn gríðarlega alvarlegan. 22. september 2022 19:34 Lögreglumenn slegnir: „Við viljum öll komast lifandi heim úr vinnunni“ Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld, að lögreglumenn væru slegnir yfir fregnum síðustu daga. Þeir væru slegnir yfir því að þurfa að óttast um líf sín í vinnunni. 22. september 2022 19:32 Mest lesið „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
„Getum alveg átt von á svona atburðum eins og nágrannaþjóðir okkar“ Tveir íslenskir karlmenn á þrítugsaldri eru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa skipulagt hryðjuverk hér á Íslandi. Að sögn lögreglu má ætla að áformuð hryðjuverk hafi jafnvel beinst gegn Alþingi, stjórnmálamönnum eða lögreglunni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir atburðinn gríðarlega alvarlegan. 22. september 2022 19:34
Lögreglumenn slegnir: „Við viljum öll komast lifandi heim úr vinnunni“ Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld, að lögreglumenn væru slegnir yfir fregnum síðustu daga. Þeir væru slegnir yfir því að þurfa að óttast um líf sín í vinnunni. 22. september 2022 19:32