Ted Lasso mætir í FIFA 23 Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 22. september 2022 22:21 Sudeikis er sagður hæstánægður með viðbótina í tölvuleiknum. Getty/David M. Benett FIFA áhugamenn munu sjá knattspyrnustjórann Ted Lasso úr samnefndum þáttum á vegum streymisveitu Apple, Apple+ í tölvuleiknum FIFA23. EA games sendu frá sér stiklu í gær þar sem nýjasti knattspyrnustjóri tölvuleiksins er kynntur. Lasso verður þó ekki sá eini úr þáttunum sem fær að láta ljós sitt skína en leikmenn liðsins í sjónvarpsþáttunum, AFC Richmond verða einnig með. BBC greinir frá þessu. Það sem gerir þessa nýjung innan leiksins merkilega er sú staðreynd að fótboltaliðið AFC Richmond er ekki til í raunheimum. Þættirnir hófu göngu sína árið 2020 og hafa notið mikilla vinsælda. Þeir fjalla um bandaríska þjálfarann Ted Lasso sem vanur er að þjálfa leikmenn í amerískum fótbolta. Hann er ráðinn til London til þess að gerast knattspyrnustjóri AFC Richmond en veit lítið sem ekkert um fótbolta. Ástsæli leikarinn Jason Sudeikis fer með hlutverk Lasso en þættirnir hafa unnið til Emmy og Golden Globe verðlauna. Hér að ofan má sjá tilkynningu EA games. Bíó og sjónvarp Apple Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira
EA games sendu frá sér stiklu í gær þar sem nýjasti knattspyrnustjóri tölvuleiksins er kynntur. Lasso verður þó ekki sá eini úr þáttunum sem fær að láta ljós sitt skína en leikmenn liðsins í sjónvarpsþáttunum, AFC Richmond verða einnig með. BBC greinir frá þessu. Það sem gerir þessa nýjung innan leiksins merkilega er sú staðreynd að fótboltaliðið AFC Richmond er ekki til í raunheimum. Þættirnir hófu göngu sína árið 2020 og hafa notið mikilla vinsælda. Þeir fjalla um bandaríska þjálfarann Ted Lasso sem vanur er að þjálfa leikmenn í amerískum fótbolta. Hann er ráðinn til London til þess að gerast knattspyrnustjóri AFC Richmond en veit lítið sem ekkert um fótbolta. Ástsæli leikarinn Jason Sudeikis fer með hlutverk Lasso en þættirnir hafa unnið til Emmy og Golden Globe verðlauna. Hér að ofan má sjá tilkynningu EA games.
Bíó og sjónvarp Apple Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Berjast fyrir lífinu í GameTíví Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Sjá meira