0,2% árangurinn Þórður Víkingur Friðgeirsson skrifar 24. september 2022 08:01 Hvað vitum við um risaverkefni (e. megaprojects)? Við vitum að þeim fjölgar stöðugt um allan heim. Við vitum einnig að það er næstum jafn líklegt og að tunglið fylgir jörðu að þau standast ekki áætlun. Höfundur þessa stutta pistils ætlar ekki í þessum fáu orðum að gera að umræðuefni íslensk risaverkefni s.s. LSHS við Hringbraut, Borgarlínu, Sundabraut, orkuskiptin, Samgöngusáttmálann og hvað þau nú nefnast þessi stóru og metnaðarfullu verkefni sem eru í pípunum. Við skulum þess í stað líta til útlanda. Við Háskólann í Oxford starfar danski prófessorinn Bent Flyvbjerg. Dr. Flyvbjerg hefur varið langri starfsævi til að skilja risaverkefni og alveg sérstaklega þá fullyrðingu sem sett er fram hér að framan. Þ.e. að framúrkeyrsla stórra verkefna líkist frekar náttúrulögmáli en tilviljun. Kostnaður er svo aðeins einn þeirra þátta sem verkefni eru skilgreind út frá. Hinir þættirnir eru framkvæmdartíminn og svo þeir eiginleikar sem sóst er eftir með því að ráðast í verkefnið (t.d. arðsemi, hagræðing, skilvirkni, o.s.frv.). Við getum kallað síðast talda eiginleikann væntingar um gæði verkefnisins. Dr. Flyvbjerg birti nýverið rannsókn þar sem kemur fram að af 3022 verkefnum sem voru skoðuð reyndust 27% standast kostnaðaráætlun, 2,8% stóðust bæði tíma- og kostnaðaráætlun en aðeins 0,2% stóðust kröfur um kostnað, tímalínu og ávinning. Þetta er hrikaleg tölfræði og nánast óskiljanleg. Það sem meira er, flestu þekkingarfólki á þessu sviði ber saman um að þetta þurfi alls ekki að vera svona. Í rauninni er hér um óásættanlegt ástand að ræða í því ljósi að risavöxnum fjárfestingum í verkefnum fjölgar stöðugt. Þá er vaxandi viðleitni víða um heim að spyrða saman einkafjármögnun og opinberar framkvæmdir sem ýtir undir kröfur til verkefnastjórnsýslu og áhættustjórnunar. Ísland er hér engin undantekning. Það sem hér segir að framan er ekki sett fram til þess að draga úr neinum kjarkinn til að ráðast í verkefni af metnaði og stórhug. Á hinn bóginn verðum við að skilja áhættu risaverkefna og búa þeim viðeigandi umgjörð. Höfum í huga að fjárhagslegt umfang risaverkefna er svo mikið að ef þau fara úr böndum er það þungt högg á samfélagið, fyrirtækin og þá sem fjárfesta í þeim. Því er sérstakt fagnaðarefni að Háskólinn í Reykjavík, í samstarfi við Verkfræðingafélag Íslands, stendur fyrir alþjóðlegri ráðstefnu sem ber nafnið „Innovation, Megaprojects and Risk“ (IMaR). Þar stíga á stokk heimsþekktir fræðimenn sem hafa fært okkur nýja þekkingu og aukið skilning stjórnvalda, stjórnenda, hönnuða, ráðgjafa, fjárfesta o.fl. á þeim áskorunum sem fylgja okkar tímum. Nóg er að nefna Dr. Werner Rothengatter sem er einn helsti sérfræðingur Evrópu á sviði áhættu og risaverkefna. Prófessor Rothengatter er einn höfunda metsölubókarinnar „Megaprojects and Risk“ sem hann skrifaði með títtnefndum Bent Flyvbjerg. Einnig má nefna prófessor Hans Georg Gemünden, einn helsta sérfræðing Evrópu á sviði verkefnastjórnunar og því sem kallað er verkefnavæðing atvinnulífsins (e. projectification). Dr. Gemünden mun fjalla um hið ótrúlega flugvallarverkefni Berlin Brandenburg Airport - Willy Brandt, en það verkefni er náma fróðleiks um það sem skal varast í stórum verkefnum. Þá má nefna hina frábæru Martinu Huemann sem er ritstjóri eins virtasta fagtímarits heimsins á sviði verkefnastjórnunar. Prófessor Huemann er einnig margverðlaunaður fræðimaður á sínu sviði. Í ljósi þess sem fyrr segir, að „0,2% árangurinn“ gengur ekki lengur og framfara er þörf, má nefna Gro Volden. Dr. Volden leiðir eina áhugaverðustu umbreytingu Evrópu til betri starfshátta á sviði verkefnastjórnsýslu í Noregi. Umbreytingar sem hefur vakið heimsathygli og aðdáun þeirra sem vilja skora á hólm framúrkeyrslu kostnaðar og aðra óráðsíu. Á IMaR munu yfir 20 fyrirlesarar flytja rannsóknartengd erindi um jafn fjölbreytt viðfangsefni eins og einkafjármögnun opinberra verkefna (PPP), áhættu og eldfjöll, svefn sem hluti af því að ná árangri í starfi, hvernig verkefni og verkefnastjórnsýsla er að taka yfir stjórnunarhætti, hvernig Ísland getur tamið kostnaðarframúrkeyrslu, áhættusöm verkefni í bráð og lengd, nýjar rannsóknaraðferðir til að mæla áhættu og svona mætti áfram telja. Vandamál Íslands er ekki skortur á tækifærum. En öllum tækifærum fylgja ógnanir. Það er hvalreki fyrir okkur, þessa öflugu og stórhuga þjóð, að fá þessa frábæru fyrirlesara á tímum þar sem ráðagerðir eru uppi um gríðarlegar fjárfestingar með tilheyrandi áhættu. Höfundur er lektor við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað vitum við um risaverkefni (e. megaprojects)? Við vitum að þeim fjölgar stöðugt um allan heim. Við vitum einnig að það er næstum jafn líklegt og að tunglið fylgir jörðu að þau standast ekki áætlun. Höfundur þessa stutta pistils ætlar ekki í þessum fáu orðum að gera að umræðuefni íslensk risaverkefni s.s. LSHS við Hringbraut, Borgarlínu, Sundabraut, orkuskiptin, Samgöngusáttmálann og hvað þau nú nefnast þessi stóru og metnaðarfullu verkefni sem eru í pípunum. Við skulum þess í stað líta til útlanda. Við Háskólann í Oxford starfar danski prófessorinn Bent Flyvbjerg. Dr. Flyvbjerg hefur varið langri starfsævi til að skilja risaverkefni og alveg sérstaklega þá fullyrðingu sem sett er fram hér að framan. Þ.e. að framúrkeyrsla stórra verkefna líkist frekar náttúrulögmáli en tilviljun. Kostnaður er svo aðeins einn þeirra þátta sem verkefni eru skilgreind út frá. Hinir þættirnir eru framkvæmdartíminn og svo þeir eiginleikar sem sóst er eftir með því að ráðast í verkefnið (t.d. arðsemi, hagræðing, skilvirkni, o.s.frv.). Við getum kallað síðast talda eiginleikann væntingar um gæði verkefnisins. Dr. Flyvbjerg birti nýverið rannsókn þar sem kemur fram að af 3022 verkefnum sem voru skoðuð reyndust 27% standast kostnaðaráætlun, 2,8% stóðust bæði tíma- og kostnaðaráætlun en aðeins 0,2% stóðust kröfur um kostnað, tímalínu og ávinning. Þetta er hrikaleg tölfræði og nánast óskiljanleg. Það sem meira er, flestu þekkingarfólki á þessu sviði ber saman um að þetta þurfi alls ekki að vera svona. Í rauninni er hér um óásættanlegt ástand að ræða í því ljósi að risavöxnum fjárfestingum í verkefnum fjölgar stöðugt. Þá er vaxandi viðleitni víða um heim að spyrða saman einkafjármögnun og opinberar framkvæmdir sem ýtir undir kröfur til verkefnastjórnsýslu og áhættustjórnunar. Ísland er hér engin undantekning. Það sem hér segir að framan er ekki sett fram til þess að draga úr neinum kjarkinn til að ráðast í verkefni af metnaði og stórhug. Á hinn bóginn verðum við að skilja áhættu risaverkefna og búa þeim viðeigandi umgjörð. Höfum í huga að fjárhagslegt umfang risaverkefna er svo mikið að ef þau fara úr böndum er það þungt högg á samfélagið, fyrirtækin og þá sem fjárfesta í þeim. Því er sérstakt fagnaðarefni að Háskólinn í Reykjavík, í samstarfi við Verkfræðingafélag Íslands, stendur fyrir alþjóðlegri ráðstefnu sem ber nafnið „Innovation, Megaprojects and Risk“ (IMaR). Þar stíga á stokk heimsþekktir fræðimenn sem hafa fært okkur nýja þekkingu og aukið skilning stjórnvalda, stjórnenda, hönnuða, ráðgjafa, fjárfesta o.fl. á þeim áskorunum sem fylgja okkar tímum. Nóg er að nefna Dr. Werner Rothengatter sem er einn helsti sérfræðingur Evrópu á sviði áhættu og risaverkefna. Prófessor Rothengatter er einn höfunda metsölubókarinnar „Megaprojects and Risk“ sem hann skrifaði með títtnefndum Bent Flyvbjerg. Einnig má nefna prófessor Hans Georg Gemünden, einn helsta sérfræðing Evrópu á sviði verkefnastjórnunar og því sem kallað er verkefnavæðing atvinnulífsins (e. projectification). Dr. Gemünden mun fjalla um hið ótrúlega flugvallarverkefni Berlin Brandenburg Airport - Willy Brandt, en það verkefni er náma fróðleiks um það sem skal varast í stórum verkefnum. Þá má nefna hina frábæru Martinu Huemann sem er ritstjóri eins virtasta fagtímarits heimsins á sviði verkefnastjórnunar. Prófessor Huemann er einnig margverðlaunaður fræðimaður á sínu sviði. Í ljósi þess sem fyrr segir, að „0,2% árangurinn“ gengur ekki lengur og framfara er þörf, má nefna Gro Volden. Dr. Volden leiðir eina áhugaverðustu umbreytingu Evrópu til betri starfshátta á sviði verkefnastjórnsýslu í Noregi. Umbreytingar sem hefur vakið heimsathygli og aðdáun þeirra sem vilja skora á hólm framúrkeyrslu kostnaðar og aðra óráðsíu. Á IMaR munu yfir 20 fyrirlesarar flytja rannsóknartengd erindi um jafn fjölbreytt viðfangsefni eins og einkafjármögnun opinberra verkefna (PPP), áhættu og eldfjöll, svefn sem hluti af því að ná árangri í starfi, hvernig verkefni og verkefnastjórnsýsla er að taka yfir stjórnunarhætti, hvernig Ísland getur tamið kostnaðarframúrkeyrslu, áhættusöm verkefni í bráð og lengd, nýjar rannsóknaraðferðir til að mæla áhættu og svona mætti áfram telja. Vandamál Íslands er ekki skortur á tækifærum. En öllum tækifærum fylgja ógnanir. Það er hvalreki fyrir okkur, þessa öflugu og stórhuga þjóð, að fá þessa frábæru fyrirlesara á tímum þar sem ráðagerðir eru uppi um gríðarlegar fjárfestingar með tilheyrandi áhættu. Höfundur er lektor við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar