Vill spila með FH þó að kærastinn sé hjá foreldrum hennar í Eyjum Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2022 16:30 Sigríður Lára Garðarsdóttir var eldhress í upphitunarþætti Bestu markanna fyrir leiki helgarinnar. Stöð 2 Sport Helena Ólafsdóttir fékk að vanda góða gesti til að spá í spilin í upphitunarþætti Bestu markanna fyrir næstsíðustu umferðina í Bestu deild kvenna í fótbolta, sem leikin er um helgina. Sigríður Lára Garðarsdóttir, fyrirliði FH, og María Dögg Jóhannesdóttir, leikmaður Tindastóls, mættu til Helenu og rýndu í leikina sem fram fara á morgun og sunnudag. Ljóst er að miklar líkur eru á því að Valskonur verði Íslandsmeistarar annað árið í röð þegar þær mæta Aftureldingu í Mosfellsbæ á morgun, en þeim dugar eitt stig til þess. Upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Upphitun fyrir 17. umferð Sigríður og María ræddu einnig um tímabilið í Lengjudeildinni en liðin þeirra enduðu í efstu tveimur sætunum þar og verða því í Bestu deildinni næsta sumar. Hjartað hjá FH en allt opið enn Helena spurði Sigríði út í það hvort að hún yrði með FH næsta sumar því eftir að Ísak Rafnsson, kærasti Sigríðar, fór til Vestmannaeyja til að spila handbolta með ÍBV virtust margir telja að hún myndi fylgja í kjölfarið: „Það er ekkert ákveðið. Mér finnst eins og allir haldi það. Manni langar kannski að taka eitt tímabil með FH [í efstu deild]. Hjartað er þar og það eru spennandi tímar þar. En það er svo sem allt á borðinu og við höfum ekki ákveðið neitt,“ sagði Sigríður og hló þegar Helena spurði hvort að Ísak væri þá bara einn í Eyjum: „Hann er hjá mömmu og pabba,“ sagði hún létt í bragði. Einkabarnið búið að eignast nokkur „systkini“ Og talandi um foreldra þá er móðir Maríu, Helga, búin að reynast afar dýrmæt fyrir Tindastól með því hvernig hún hefur tekið á móti erlendum leikmönnum sem komið hafa til félagsins. „Já, hún má alveg eiga það. Það eru bara matarboð og lopapeysur endalaust,“ sagði María brosandi, og vísaði í umfjöllun Helenu frá því í fyrra. Helena sagði alveg ljóst að erlendu leikmennirnir hreinlega dýrkuðu Helgu og María kvaðst bara ánægð með að deila mömmu sinni með liðsfélögunum: „Já, ég er bara búin að eignast nokkur systkini núna. Það er fínt því ég er einkabarn. Þær eru orðnar svo heimakærar svo ég vona að þær verði bara allar áfram á næstu leiktíð,“ sagði María. Þáttinn má sjá í heild sinni hér að ofan. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Besta deild kvenna Bestu mörkin FH Tindastóll Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Í beinni: Real Madrid - Atlético Madrid | Blóðug barátta erkifjenda Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Sjá meira
Sigríður Lára Garðarsdóttir, fyrirliði FH, og María Dögg Jóhannesdóttir, leikmaður Tindastóls, mættu til Helenu og rýndu í leikina sem fram fara á morgun og sunnudag. Ljóst er að miklar líkur eru á því að Valskonur verði Íslandsmeistarar annað árið í röð þegar þær mæta Aftureldingu í Mosfellsbæ á morgun, en þeim dugar eitt stig til þess. Upphitunarþáttinn má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - Upphitun fyrir 17. umferð Sigríður og María ræddu einnig um tímabilið í Lengjudeildinni en liðin þeirra enduðu í efstu tveimur sætunum þar og verða því í Bestu deildinni næsta sumar. Hjartað hjá FH en allt opið enn Helena spurði Sigríði út í það hvort að hún yrði með FH næsta sumar því eftir að Ísak Rafnsson, kærasti Sigríðar, fór til Vestmannaeyja til að spila handbolta með ÍBV virtust margir telja að hún myndi fylgja í kjölfarið: „Það er ekkert ákveðið. Mér finnst eins og allir haldi það. Manni langar kannski að taka eitt tímabil með FH [í efstu deild]. Hjartað er þar og það eru spennandi tímar þar. En það er svo sem allt á borðinu og við höfum ekki ákveðið neitt,“ sagði Sigríður og hló þegar Helena spurði hvort að Ísak væri þá bara einn í Eyjum: „Hann er hjá mömmu og pabba,“ sagði hún létt í bragði. Einkabarnið búið að eignast nokkur „systkini“ Og talandi um foreldra þá er móðir Maríu, Helga, búin að reynast afar dýrmæt fyrir Tindastól með því hvernig hún hefur tekið á móti erlendum leikmönnum sem komið hafa til félagsins. „Já, hún má alveg eiga það. Það eru bara matarboð og lopapeysur endalaust,“ sagði María brosandi, og vísaði í umfjöllun Helenu frá því í fyrra. Helena sagði alveg ljóst að erlendu leikmennirnir hreinlega dýrkuðu Helgu og María kvaðst bara ánægð með að deila mömmu sinni með liðsfélögunum: „Já, ég er bara búin að eignast nokkur systkini núna. Það er fínt því ég er einkabarn. Þær eru orðnar svo heimakærar svo ég vona að þær verði bara allar áfram á næstu leiktíð,“ sagði María. Þáttinn má sjá í heild sinni hér að ofan. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna Bestu mörkin FH Tindastóll Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Í beinni: Real Madrid - Atlético Madrid | Blóðug barátta erkifjenda Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Sjá meira