Með auknum heimildum geti lögregla fylgst með fólki sem ekkert hafi af sér gert Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. september 2022 22:31 Arndís Anna segir lögreglu þegar hafa mjög rúmar eftirlitsheimildir. Vísir/Arnar Þingmaður segir frumvarp dómsmálaráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir lögreglu þýða það að lögregla geti haft eftirlit með fólki sem ekki hefur brotið af sér. Lögregla hafi þegar mjög rúmar heimildir til rannsóknar og eftirlits með almennum borgurum. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sagði í dag að til skoðunar sé að auka viðbúnað hjá lögreglu og bregðast þurfi við aukinni skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi. Hann stefnir á að leggja fram frumvarp fljótlega um auknar heimildir lögreglu til afbrotavarna en hann telur þær heimildir mjög rýrar í dag. „Við erum mjög langt á eftir öllum samstarfslöndum okkar þegar kemur að heimildum lögreglu til að stunda rannsóknir sem flokkast undir afbrotavarnir,“ sagði Jón að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Þá sagði hann frumvarpið ekki tengjast rannsókn lögreglu á meintri hryðjuverkaógn, sem greint var frá í gær. Fram hefur komið að lögregla hafi haft eftirlit með mönnunum fjórum sem voru handteknir í því máli á miðvikudag vegna tengsla við annað mál sem kom upp fyrr á árinu. Eftirlit með mönnunum hefur því að öllum líkindum varað í einhvern tíma. Lögregla hafi þegar mjög ríkar rannsóknarheimildir Þingmaður Pírata segir mjög varhugavert að bæta eigi við heimildir lögreglu til eftirlits. Fram ber að taka að frumvarpið hefur ekki verið birt eins og til stendur að leggja það fram og því erfitt, að mati þingmannsins, að gagnrýna nema orð ráðherrans um fyrirætlanirnar. „Lögreglan hefur nú þegar mjög ríkar rannsóknarheimildir og valdbeitingaheimildir og það er mjög takmarkað eftirlit með störfum lögreglu og beitingu lögreglu á mjög matskenndum heimildum sem mjög auðvelt er að misbeita,“ segir Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata. „Það er algjörlega ótækt í mínum huga að auka þessar heimildir sem eru nú þegar mjög víðtækar án þess að tryggja að eitthvað eftirlit sé með þeim. Einhverjir ferlar til að ganga úr skugga um að þeim sé beitt með ábyrgum hætti.“ Heimildir þegar mjög íþyngjandi Með forvirkum rannsóknarheimildum sé ekki aðeins verið að tala um auknar heimildir heldur nýja tegund rannsóknarheimilda, sem víkki möguleika lögreglu á beitingu valds. „Með forvirkum rannsóknarheimildum er átt við heimildir til að hafa eftirlit með fólki sem hefur ekki gert neitt af sér. Og mjög víðtækar heimildir til mats á því hvenær er nauðsynlegt að fylgjast með almennum borgurum og það á sannarlega við okkur öll,“ segir Arndís. Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segir lögreglu nú þegar hafa mjög rúmar og víðtækar heimildir til að fylgjast með fólki. „Það má hlera síma, það má hlera bíla og setja hlustunarbúnað í húsnæði,“ segir Sigurður. Það eigi jafnvel við um bifreið eða húsnæði sem er ekki í eigu hins grunaða. Margir skjólstæðinga Sigurðar hafi verið beittir mjög íþyngjandi aðgerðum af lögreglu í marga mánuði og jafnvel ár. „Þetta hefur varað langtímum saman höfum við séð í mörgum málum þannig að dómstólar hafa afgreitt þetta án mikillar skoðunar,“ segir Sigurður. Réttargæslumenn, sem skipaðir eru þolendum íþyngjandi aðgerða lögreglu, geri til að mynda sjaldnast athugasemdir við slíka beitingu valds. Óvíst sé í hverju þessar auknu heimildir felist og kallar Sigurður eftir því að skýrt verði frá því og af hvaða ástæðu talið sé tilefni til aukinna heimilda hjá lögreglu. „Ég sé ekki beint þörf á því að lögreglan fái ríkari heimildir en hún hefur í dag.“ Dómsmál Lögreglumál Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Frumvarp Jóns ekki tengt meintri hryðjuverkatilraun Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að til skoðunar sé að auka viðbúnað hjá lögreglu. Bregðast þurfi við aukinni skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi. 23. september 2022 12:24 Stóralvarlegt ef mikið vopnabúr fylgi öfgafullum skoðunum Það er eitt að hafa skoðanir en það er stóralvarlegt og getur leitt af sér mikinn skaða ef því fylgir að búið sé að safna miklu vopnabúri, segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, aðspurð um hvort að hún hafi áhyggjur af því að öfgafullar skoðanir og viðhorf hafi hreiðrað um sig hér á landi. 23. september 2022 16:09 Skelfilegt ef ráðast átti á lögreglumenn og maka í frítíma þeirra Formaður Landssambands lögreglumanna segir það vera skelfilegt að hugsa til þess að mennirnir sem grunaðir eru um að hafa verið að skipuleggja hryðjuverkaárás hafi mögulega ætlað að ráðast á lögreglumenn og maka þeirra í frítíma þeirra. Hann segir skipulagninguna vera árás á þjóðfélagsgerð Íslendinga. 23. september 2022 10:39 Mest lesið Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sagði í dag að til skoðunar sé að auka viðbúnað hjá lögreglu og bregðast þurfi við aukinni skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi. Hann stefnir á að leggja fram frumvarp fljótlega um auknar heimildir lögreglu til afbrotavarna en hann telur þær heimildir mjög rýrar í dag. „Við erum mjög langt á eftir öllum samstarfslöndum okkar þegar kemur að heimildum lögreglu til að stunda rannsóknir sem flokkast undir afbrotavarnir,“ sagði Jón að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Þá sagði hann frumvarpið ekki tengjast rannsókn lögreglu á meintri hryðjuverkaógn, sem greint var frá í gær. Fram hefur komið að lögregla hafi haft eftirlit með mönnunum fjórum sem voru handteknir í því máli á miðvikudag vegna tengsla við annað mál sem kom upp fyrr á árinu. Eftirlit með mönnunum hefur því að öllum líkindum varað í einhvern tíma. Lögregla hafi þegar mjög ríkar rannsóknarheimildir Þingmaður Pírata segir mjög varhugavert að bæta eigi við heimildir lögreglu til eftirlits. Fram ber að taka að frumvarpið hefur ekki verið birt eins og til stendur að leggja það fram og því erfitt, að mati þingmannsins, að gagnrýna nema orð ráðherrans um fyrirætlanirnar. „Lögreglan hefur nú þegar mjög ríkar rannsóknarheimildir og valdbeitingaheimildir og það er mjög takmarkað eftirlit með störfum lögreglu og beitingu lögreglu á mjög matskenndum heimildum sem mjög auðvelt er að misbeita,“ segir Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata. „Það er algjörlega ótækt í mínum huga að auka þessar heimildir sem eru nú þegar mjög víðtækar án þess að tryggja að eitthvað eftirlit sé með þeim. Einhverjir ferlar til að ganga úr skugga um að þeim sé beitt með ábyrgum hætti.“ Heimildir þegar mjög íþyngjandi Með forvirkum rannsóknarheimildum sé ekki aðeins verið að tala um auknar heimildir heldur nýja tegund rannsóknarheimilda, sem víkki möguleika lögreglu á beitingu valds. „Með forvirkum rannsóknarheimildum er átt við heimildir til að hafa eftirlit með fólki sem hefur ekki gert neitt af sér. Og mjög víðtækar heimildir til mats á því hvenær er nauðsynlegt að fylgjast með almennum borgurum og það á sannarlega við okkur öll,“ segir Arndís. Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segir lögreglu nú þegar hafa mjög rúmar og víðtækar heimildir til að fylgjast með fólki. „Það má hlera síma, það má hlera bíla og setja hlustunarbúnað í húsnæði,“ segir Sigurður. Það eigi jafnvel við um bifreið eða húsnæði sem er ekki í eigu hins grunaða. Margir skjólstæðinga Sigurðar hafi verið beittir mjög íþyngjandi aðgerðum af lögreglu í marga mánuði og jafnvel ár. „Þetta hefur varað langtímum saman höfum við séð í mörgum málum þannig að dómstólar hafa afgreitt þetta án mikillar skoðunar,“ segir Sigurður. Réttargæslumenn, sem skipaðir eru þolendum íþyngjandi aðgerða lögreglu, geri til að mynda sjaldnast athugasemdir við slíka beitingu valds. Óvíst sé í hverju þessar auknu heimildir felist og kallar Sigurður eftir því að skýrt verði frá því og af hvaða ástæðu talið sé tilefni til aukinna heimilda hjá lögreglu. „Ég sé ekki beint þörf á því að lögreglan fái ríkari heimildir en hún hefur í dag.“
Dómsmál Lögreglumál Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Frumvarp Jóns ekki tengt meintri hryðjuverkatilraun Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að til skoðunar sé að auka viðbúnað hjá lögreglu. Bregðast þurfi við aukinni skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi. 23. september 2022 12:24 Stóralvarlegt ef mikið vopnabúr fylgi öfgafullum skoðunum Það er eitt að hafa skoðanir en það er stóralvarlegt og getur leitt af sér mikinn skaða ef því fylgir að búið sé að safna miklu vopnabúri, segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, aðspurð um hvort að hún hafi áhyggjur af því að öfgafullar skoðanir og viðhorf hafi hreiðrað um sig hér á landi. 23. september 2022 16:09 Skelfilegt ef ráðast átti á lögreglumenn og maka í frítíma þeirra Formaður Landssambands lögreglumanna segir það vera skelfilegt að hugsa til þess að mennirnir sem grunaðir eru um að hafa verið að skipuleggja hryðjuverkaárás hafi mögulega ætlað að ráðast á lögreglumenn og maka þeirra í frítíma þeirra. Hann segir skipulagninguna vera árás á þjóðfélagsgerð Íslendinga. 23. september 2022 10:39 Mest lesið Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Frumvarp Jóns ekki tengt meintri hryðjuverkatilraun Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir að til skoðunar sé að auka viðbúnað hjá lögreglu. Bregðast þurfi við aukinni skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi. 23. september 2022 12:24
Stóralvarlegt ef mikið vopnabúr fylgi öfgafullum skoðunum Það er eitt að hafa skoðanir en það er stóralvarlegt og getur leitt af sér mikinn skaða ef því fylgir að búið sé að safna miklu vopnabúri, segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, aðspurð um hvort að hún hafi áhyggjur af því að öfgafullar skoðanir og viðhorf hafi hreiðrað um sig hér á landi. 23. september 2022 16:09
Skelfilegt ef ráðast átti á lögreglumenn og maka í frítíma þeirra Formaður Landssambands lögreglumanna segir það vera skelfilegt að hugsa til þess að mennirnir sem grunaðir eru um að hafa verið að skipuleggja hryðjuverkaárás hafi mögulega ætlað að ráðast á lögreglumenn og maka þeirra í frítíma þeirra. Hann segir skipulagninguna vera árás á þjóðfélagsgerð Íslendinga. 23. september 2022 10:39