„Ætlum að fara til Tékklands með kassann úti og leggja allt í sölurnar“ Andri Már Eggertsson skrifar 23. september 2022 18:30 Davíð Snorri Jónsson á hliðarlínunni í leik dagsins Vísir/Diego Davíð Snorri Jónsson, þjálfari undir 21 árs liði Íslands í fótbolta, var svekktur með 1-2 tap gegn Tékklandi í fyrri umspilsleiknum um sæti á EM. Davíð var þó bjartsýnn fyrir seinni leikinn og fannst frammistaðan á köflum góð. „Mér fannst þetta jafn leikur. Við áttum okkar kafla í byrjun og undir lok leiks á meðan þeir tóku góðan kafla um miðjan leik. Þetta var mikill baráttu leikur og það sem gerði útslagði var fyrirgjöf en það góða við svona úrslitaleiki er að seinni hálfleikurinn er eftir,“ sagði Davíð Snorri Jónsson og hélt áfram. „Mér fannst við gera vel þegar við fengum víti. Leikurinn var lokaður til að byrja með. Bæði lið hafa fengið á sig fá mörk í þessari keppni og við vildum sprengja leikinn upp og mér fannst við eiga skilið þetta mark sem við skoruðum. Það var hárrétt hjá dómaranum að flauta víti.“ Davíð Snorri var ekki ánægður með varnarleikinn í jöfnunarmarki Tékklands skömmu eftir að Sævar Atli kom Íslandi yfir. „Ég sá færið illa en þetta kom eftir fast leikatriði svo fékk hann tíma á boltann og átti gott skot. Svona gerist þegar maður er að mæta góðu liði.“ „Á köflum voru þeir ofan á í síðari hálfleik. Mér fannst við líka taka yfir leikinn undir lokin og svona er þetta bara í fótbolta og mun verða það líka í næsta leik þar sem við ætlum að klára einvígið,“ sagði Davíð Snorri aðspurður hvers vegna Tékkland stýrði síðari hálfleiknum. Davíð Snorri var langt frá því að vera lítill í sér eftir leik og var spenntur fyrir næsta leik sem verður í Tékklandi á þriðjudaginn. „Það er þannig í lífinu að þú getur alltaf stjórnað hugarfarinu þínu. Núna munum við safna orku og fara til Tékklands með kassann úti og fulla ferð,“ sagði Davíð Snorri að lokum. EM U21 í fótbolta 2023 Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Dagskráin: Úrslitaleikur fyrir íslensku strákana í Wales Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum „Þessi strákur er bara algjört grín“ Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Hófu nýtt tímabil af krafti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Sjá meira
„Mér fannst þetta jafn leikur. Við áttum okkar kafla í byrjun og undir lok leiks á meðan þeir tóku góðan kafla um miðjan leik. Þetta var mikill baráttu leikur og það sem gerði útslagði var fyrirgjöf en það góða við svona úrslitaleiki er að seinni hálfleikurinn er eftir,“ sagði Davíð Snorri Jónsson og hélt áfram. „Mér fannst við gera vel þegar við fengum víti. Leikurinn var lokaður til að byrja með. Bæði lið hafa fengið á sig fá mörk í þessari keppni og við vildum sprengja leikinn upp og mér fannst við eiga skilið þetta mark sem við skoruðum. Það var hárrétt hjá dómaranum að flauta víti.“ Davíð Snorri var ekki ánægður með varnarleikinn í jöfnunarmarki Tékklands skömmu eftir að Sævar Atli kom Íslandi yfir. „Ég sá færið illa en þetta kom eftir fast leikatriði svo fékk hann tíma á boltann og átti gott skot. Svona gerist þegar maður er að mæta góðu liði.“ „Á köflum voru þeir ofan á í síðari hálfleik. Mér fannst við líka taka yfir leikinn undir lokin og svona er þetta bara í fótbolta og mun verða það líka í næsta leik þar sem við ætlum að klára einvígið,“ sagði Davíð Snorri aðspurður hvers vegna Tékkland stýrði síðari hálfleiknum. Davíð Snorri var langt frá því að vera lítill í sér eftir leik og var spenntur fyrir næsta leik sem verður í Tékklandi á þriðjudaginn. „Það er þannig í lífinu að þú getur alltaf stjórnað hugarfarinu þínu. Núna munum við safna orku og fara til Tékklands með kassann úti og fulla ferð,“ sagði Davíð Snorri að lokum.
EM U21 í fótbolta 2023 Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Dagskráin: Úrslitaleikur fyrir íslensku strákana í Wales Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum „Þessi strákur er bara algjört grín“ Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Hófu nýtt tímabil af krafti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Sjá meira