Sean Dyche um Heiðar Helguson: Þegar á leikdag var komið vildir þú alltaf hafa Heiðar í liðinu þínu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. september 2022 08:01 Heiðar Helguson og Oliver Kahn, þáverandi markvörður Þýskalands, á góðri stundu. Vísir/ÞORVALDUR Ö. KRISTMUNDSSON Sean Dyche, fyrrum þjálfari Burnley, var gestur í hlaðvarpi Ben Foster, markvarðarins fyrrverandi. Fór Dyche yfir víðan völl og á einum tímapunkti varð Heiðar Helguson að umræðuefni þáttarins. Foster spurði Dyche einfaldlega hvort það kæmi leikmaður upp í hugann sem hefði mögulega ekki verið sá besti á æfingum en var alltaf hægt að treysta á þegar í leik var komið. Eftir að Foster bar spurninguna upp þá tók það Dyche varla innan við sekúndu að svara. „Án alls vafa, þegar ég var enn að spila það er, Heiðar Helguson,“ sagði hann með sínum þykka hreim. Dyche er ekki ókunnugur Íslendingum en ásamt því að spila með Heiðari hjá Watford frá 2002 til 2005 þá keypti hann Jóhann Berg Guðmundsson til Burnley sumarið 2016. Sean Dyche þegar hann var enn þjálfari Burnley.Getty/Clive Brunskill En aftur að tímanum hjá Watford. Dyche sagði einfaldlega að leikmenn hefðu hrist hausinn ef þeir voru með Heiðari í liði á æfingum: „Við vorum með Danny Webber til að vinna leiki á litlu svæði á æfingu, og Heiðar mun kosta þig leikina. En, þegar á leikdag var komið vildir þú alltaf hafa Heiðar í liðinu þínu,“ bætti Dyche við. Dalvíkingurinn Heiðar var á sínum tíma kraftmikill og óttalaus framherji sem barðist um hvern einasta bolta og þrátt fyrir að vera „aðeins“ 178 sentímetrar á hæð þá var hann betri en flestir ef ekki allir í loftinu. „Þeir búa ekki til leikmenn eins og Heiðar í dag,“ sagði Foster en hann spilaði gegn honum á sínum tíma. Að lokum sagði Dyche að Heiðar hefði verið einkar vanmetinn leikmaður miðað við gæði. Á leikdegi þar að segja, „en á æfingum, úff.“ Umræðuna má um Heiðar Helguson má finna í þættinum hér að neðan. Hún byrjar þegar 44 mínútur og 40 sekúndur eru liðnar af þættinum. Alls lék Heiðar 222 leiki fyrir Watford í öllum keppnum á sínum tíma, þar á meðal ensku úrvalsdeildinni. Skoraði hann 73 mörk og gaf 12 stoðsendingar. Þá ék hann 55 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði 12 mörk. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Foster leggur hanskana á hilluna Markvörðurinn Ben Foster hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna. Hann staðfesti það í hlaðvarpi sínu nú fyrir stuttu. Ekki er langt síðan Newcastle United reyndi að falast eftir kröftum markvarðarins en hann ákvað að segja pass og hefur nú lagt hanskana á hilluna. 15. september 2022 17:45 Foster sviptur ökuréttindum Ben Foster, markvörður Watford, var í gær sviptur ökuleyfum sínum í sex mánuði eftir að hafa verið tekinn fyrir of hraðan akstur á M40 hraðbrautinni í Beaconsfield í suður Englandi. 26. mars 2022 10:00 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira
Foster spurði Dyche einfaldlega hvort það kæmi leikmaður upp í hugann sem hefði mögulega ekki verið sá besti á æfingum en var alltaf hægt að treysta á þegar í leik var komið. Eftir að Foster bar spurninguna upp þá tók það Dyche varla innan við sekúndu að svara. „Án alls vafa, þegar ég var enn að spila það er, Heiðar Helguson,“ sagði hann með sínum þykka hreim. Dyche er ekki ókunnugur Íslendingum en ásamt því að spila með Heiðari hjá Watford frá 2002 til 2005 þá keypti hann Jóhann Berg Guðmundsson til Burnley sumarið 2016. Sean Dyche þegar hann var enn þjálfari Burnley.Getty/Clive Brunskill En aftur að tímanum hjá Watford. Dyche sagði einfaldlega að leikmenn hefðu hrist hausinn ef þeir voru með Heiðari í liði á æfingum: „Við vorum með Danny Webber til að vinna leiki á litlu svæði á æfingu, og Heiðar mun kosta þig leikina. En, þegar á leikdag var komið vildir þú alltaf hafa Heiðar í liðinu þínu,“ bætti Dyche við. Dalvíkingurinn Heiðar var á sínum tíma kraftmikill og óttalaus framherji sem barðist um hvern einasta bolta og þrátt fyrir að vera „aðeins“ 178 sentímetrar á hæð þá var hann betri en flestir ef ekki allir í loftinu. „Þeir búa ekki til leikmenn eins og Heiðar í dag,“ sagði Foster en hann spilaði gegn honum á sínum tíma. Að lokum sagði Dyche að Heiðar hefði verið einkar vanmetinn leikmaður miðað við gæði. Á leikdegi þar að segja, „en á æfingum, úff.“ Umræðuna má um Heiðar Helguson má finna í þættinum hér að neðan. Hún byrjar þegar 44 mínútur og 40 sekúndur eru liðnar af þættinum. Alls lék Heiðar 222 leiki fyrir Watford í öllum keppnum á sínum tíma, þar á meðal ensku úrvalsdeildinni. Skoraði hann 73 mörk og gaf 12 stoðsendingar. Þá ék hann 55 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði 12 mörk.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Foster leggur hanskana á hilluna Markvörðurinn Ben Foster hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna. Hann staðfesti það í hlaðvarpi sínu nú fyrir stuttu. Ekki er langt síðan Newcastle United reyndi að falast eftir kröftum markvarðarins en hann ákvað að segja pass og hefur nú lagt hanskana á hilluna. 15. september 2022 17:45 Foster sviptur ökuréttindum Ben Foster, markvörður Watford, var í gær sviptur ökuleyfum sínum í sex mánuði eftir að hafa verið tekinn fyrir of hraðan akstur á M40 hraðbrautinni í Beaconsfield í suður Englandi. 26. mars 2022 10:00 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Sjá meira
Foster leggur hanskana á hilluna Markvörðurinn Ben Foster hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna. Hann staðfesti það í hlaðvarpi sínu nú fyrir stuttu. Ekki er langt síðan Newcastle United reyndi að falast eftir kröftum markvarðarins en hann ákvað að segja pass og hefur nú lagt hanskana á hilluna. 15. september 2022 17:45
Foster sviptur ökuréttindum Ben Foster, markvörður Watford, var í gær sviptur ökuleyfum sínum í sex mánuði eftir að hafa verið tekinn fyrir of hraðan akstur á M40 hraðbrautinni í Beaconsfield í suður Englandi. 26. mars 2022 10:00