Ríki ESB fleygja rúmlega 150 milljónum tonna af mat á ári Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 24. september 2022 14:30 GettyImages Ríki Evrópusambandsins sóa meiri mat en þau flytja inn. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu umhverfissamtakanna Feedback EU. Stefnt er að því að draga úr matarsóun um helming á næstu 8 árum. Um það bil 153 milljónir tonna af mat enda öskuhaugunum á ári hverju í ríkjum Evrópusambandsins. Það er 15 milljónum tonnum meira en ríkin 27 flytja inn frá öðrum löndum. Þá endar helmingurinn af öllu hveiti sem flutt er inn frá Úkraínu í ruslinu. Nauðsynlegt að minnka matarsóun um a.m.k. 50% Frank Mechielsen, forstjóri Feedback EU, segir í samtali við breska blaðið Guardian, að það sé ekkert minna en hneyksli að á sama tíma og verð matvæla hækki í öllum löndum Evrópu og verðbólgan fari með himinskautum, þá séu ríki Evrópu að fleygja svona miklum mat. Evrópusambandið þurfi að setja sér að markmiði að draga úr matarsóun um helming fram til ársins 2030. Þetta sé einnig nauðsynlegt til bæta matvælaöryggi, en ekki síður til að stemma stigu við loftslagsbreytingum. Verð á matvöru hækkar mikið og hratt Samkvæmt tölum fra Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, hefur matvara hækkað um 8% á heimsvísu á síðustu 12 mánuðum. Abdolreza Abbassian, fyrrverandi hagfræðingur FAO, segir ljóst að tími ódýrrar matvöru sé liðinn og að matvara verði áfram dýr og enn dýrari, líka eftir að stríði Rússlands og Úkraínu ljúki. Margir þættir spili þar inn í, segir Abbassian, orkukreppan, skortur á áburði fyrir ræktarland, óvissuástand mjög víða í heiminum sem leiði af sér óöryggi í vöruflutningum, svo ekki sé minnst á loftslagsbreytingarnar. Ódýrara að fleygja mat en auka skilvirkni Olivier De Schutter, sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í fátækt og mannréttindum, segir að landbúnaðurinn sé uppbyggður með þeim ósköpum að það sé í raun ódýrara að fleygja mat en að auka skilvirkni í landbúnaði. „Á báðum endum fæðukeðjunnar er dýrt að draga úr matarsóun og það er hagstætt að selja fólki meiri mat en það hefur þörf fyrir,“ segir De Schutter. Þá sé fyrirkomulagið um síðasta söludag á matvælum hannað með það fyrir augum að fólk kaupi í raun alltaf meira en það hafi þörf fyrir. Lítið þokast í rétta átt Evrópusambandið hyggst leggja fram tillögu og áætlun um að draga úr matvælasóun um 50% fram til ársins 2030. Talsmaður þess bendir á að öll aðildarríki ESB hafi skuldbundið sig til að gera slíkt hið sama þegar heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna voru samþykkt fyrir tæpum áratug. Þrátt fyrir þær skuldbindingar hafi lítið sem ekkert þokast í rétta átt. Matur Evrópusambandið Matvælaframleiðsla Umhverfismál Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Um það bil 153 milljónir tonna af mat enda öskuhaugunum á ári hverju í ríkjum Evrópusambandsins. Það er 15 milljónum tonnum meira en ríkin 27 flytja inn frá öðrum löndum. Þá endar helmingurinn af öllu hveiti sem flutt er inn frá Úkraínu í ruslinu. Nauðsynlegt að minnka matarsóun um a.m.k. 50% Frank Mechielsen, forstjóri Feedback EU, segir í samtali við breska blaðið Guardian, að það sé ekkert minna en hneyksli að á sama tíma og verð matvæla hækki í öllum löndum Evrópu og verðbólgan fari með himinskautum, þá séu ríki Evrópu að fleygja svona miklum mat. Evrópusambandið þurfi að setja sér að markmiði að draga úr matarsóun um helming fram til ársins 2030. Þetta sé einnig nauðsynlegt til bæta matvælaöryggi, en ekki síður til að stemma stigu við loftslagsbreytingum. Verð á matvöru hækkar mikið og hratt Samkvæmt tölum fra Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, hefur matvara hækkað um 8% á heimsvísu á síðustu 12 mánuðum. Abdolreza Abbassian, fyrrverandi hagfræðingur FAO, segir ljóst að tími ódýrrar matvöru sé liðinn og að matvara verði áfram dýr og enn dýrari, líka eftir að stríði Rússlands og Úkraínu ljúki. Margir þættir spili þar inn í, segir Abbassian, orkukreppan, skortur á áburði fyrir ræktarland, óvissuástand mjög víða í heiminum sem leiði af sér óöryggi í vöruflutningum, svo ekki sé minnst á loftslagsbreytingarnar. Ódýrara að fleygja mat en auka skilvirkni Olivier De Schutter, sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í fátækt og mannréttindum, segir að landbúnaðurinn sé uppbyggður með þeim ósköpum að það sé í raun ódýrara að fleygja mat en að auka skilvirkni í landbúnaði. „Á báðum endum fæðukeðjunnar er dýrt að draga úr matarsóun og það er hagstætt að selja fólki meiri mat en það hefur þörf fyrir,“ segir De Schutter. Þá sé fyrirkomulagið um síðasta söludag á matvælum hannað með það fyrir augum að fólk kaupi í raun alltaf meira en það hafi þörf fyrir. Lítið þokast í rétta átt Evrópusambandið hyggst leggja fram tillögu og áætlun um að draga úr matvælasóun um 50% fram til ársins 2030. Talsmaður þess bendir á að öll aðildarríki ESB hafi skuldbundið sig til að gera slíkt hið sama þegar heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna voru samþykkt fyrir tæpum áratug. Þrátt fyrir þær skuldbindingar hafi lítið sem ekkert þokast í rétta átt.
Matur Evrópusambandið Matvælaframleiðsla Umhverfismál Mest lesið „Fólk er að deyja út af þessu“ Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Órói mældist við Torfajökul Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira