„Þetta var draumur sem ég bjóst ekkert endilega við að myndi rætast“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. september 2022 07:00 Martha Hermannsdóttir hefur ákveðið að setja skóna upp í hillu og einbeita sér að tannlækningum. Vísir/Daníel Þór Martha Hermannsdóttir, fyrirliði KA/Þórs í Olís deild kvenna undanfarin ár, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir viðburðarríkan feril. Tannlækningar eiga nú hug hennar allan. Martha verður 39 ára síðar á árinu en hún hefur glímt við meiðsli síðustu tvö tímabil. Hún hefur því ákveðið að þetta sé rétti tímapunkturinn til að láta gott heita. „Þetta er búið að blunda aðeins í mér. Meiðsli hafa aðeins verið að hrjá mig þannig að eftir síðasta tímabil, þegar við urðum Íslandsmeistarar, var ég aðeins að spá í þetta en fannst ég ekki geta hætt. Þetta var svo ótrúlega skemmtilegt og þvílíkt ævintýri það tímabil,“ sagði Martha í viðtali við Stöð 2 og Vísi í dag, föstudag. „Það var ákveðið að við myndum fara í Evrópukeppnina eftir það. Ég tímdi ekki að sleppa því, að fara í Evrópukeppnina að með mínu uppeldisfélagi svo ég ákvað að taka eitt tímabil í viðbót. Svo fann ég eftir síðasta tímabil, það var mikið álag.“ „Við fórum til Kósovó og Spánar í Evrópukeppninni, undanúrslit í báðum bikarkeppnunum, þreföld umferð. Rosalega margir leikir og mikið álag. Skrokkurinn var orðinn ansi þreyttur í vor. Ég tók svo sem ekkert ákvörðunina alveg strax en mig grunaði að þetta myndi enda.“ Martha segist hafa íhugað að hætta þegar hún eignaðist sitt yngsta barn en síðan hafa liðið sjö ár og framlengdist ferillinn því töluvert. „Svo togar þetta í mann, þetta gefur manni svo mikið. Kannski helst eftir það (barnsburðinn) sem ég íhugaði að hætta en svo var ég fljót að komast í form. Var kominn á völlinn áður en ég vissi af. Martha hefur lengi verið burðarás hjá KA/Þór og eftir misjafnan árangur um árabil upplifði hún að verða bæði Íslands- og bikarmeistari með uppeldisfélaginu vorið 2021. „Þetta var draumur sem ég bjóst ekkert endilega við að myndi rætast hér á Akureyri. Ég spilaði náttúrulega með Haukum þegar ég var fyrir sunnan í náminu og varð Íslands- og bikarmeistari með þeim. En það er eitthvað sérstakt sætt við það að vinna með uppeldisfélaginu. Að vera hérna í KA heimilinu með sína áhorfendur og alla sem maður þekkir svo þetta var einstaklega sætt,“ sagði tannlæknirinn Martha Hermannsdóttir að endingu. Fyrirliðinn Martha Hermannsdóttir fagnar titlinum vorið 2021.vísir/hulda margrét Handbolti Olís-deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
Martha verður 39 ára síðar á árinu en hún hefur glímt við meiðsli síðustu tvö tímabil. Hún hefur því ákveðið að þetta sé rétti tímapunkturinn til að láta gott heita. „Þetta er búið að blunda aðeins í mér. Meiðsli hafa aðeins verið að hrjá mig þannig að eftir síðasta tímabil, þegar við urðum Íslandsmeistarar, var ég aðeins að spá í þetta en fannst ég ekki geta hætt. Þetta var svo ótrúlega skemmtilegt og þvílíkt ævintýri það tímabil,“ sagði Martha í viðtali við Stöð 2 og Vísi í dag, föstudag. „Það var ákveðið að við myndum fara í Evrópukeppnina eftir það. Ég tímdi ekki að sleppa því, að fara í Evrópukeppnina að með mínu uppeldisfélagi svo ég ákvað að taka eitt tímabil í viðbót. Svo fann ég eftir síðasta tímabil, það var mikið álag.“ „Við fórum til Kósovó og Spánar í Evrópukeppninni, undanúrslit í báðum bikarkeppnunum, þreföld umferð. Rosalega margir leikir og mikið álag. Skrokkurinn var orðinn ansi þreyttur í vor. Ég tók svo sem ekkert ákvörðunina alveg strax en mig grunaði að þetta myndi enda.“ Martha segist hafa íhugað að hætta þegar hún eignaðist sitt yngsta barn en síðan hafa liðið sjö ár og framlengdist ferillinn því töluvert. „Svo togar þetta í mann, þetta gefur manni svo mikið. Kannski helst eftir það (barnsburðinn) sem ég íhugaði að hætta en svo var ég fljót að komast í form. Var kominn á völlinn áður en ég vissi af. Martha hefur lengi verið burðarás hjá KA/Þór og eftir misjafnan árangur um árabil upplifði hún að verða bæði Íslands- og bikarmeistari með uppeldisfélaginu vorið 2021. „Þetta var draumur sem ég bjóst ekkert endilega við að myndi rætast hér á Akureyri. Ég spilaði náttúrulega með Haukum þegar ég var fyrir sunnan í náminu og varð Íslands- og bikarmeistari með þeim. En það er eitthvað sérstakt sætt við það að vinna með uppeldisfélaginu. Að vera hérna í KA heimilinu með sína áhorfendur og alla sem maður þekkir svo þetta var einstaklega sætt,“ sagði tannlæknirinn Martha Hermannsdóttir að endingu. Fyrirliðinn Martha Hermannsdóttir fagnar titlinum vorið 2021.vísir/hulda margrét
Handbolti Olís-deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira