Innlent

Munu halda annan blaða­manna­fund vegna gruns um skipu­lagningu hryðju­verks

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Lögreglan hyggst halda annan blaðamannafund í vikunni.
Lögreglan hyggst halda annan blaðamannafund í vikunni. Vísir/Vilhelm

Annar blaðamannafundur verður haldinn í vikunni vegna rannsóknar lögreglu á skipulagningu hryðjuverks og vopnaframleiðslu. Blaðamannafundur var haldinn vegna málsins á fimmtudag en rannsókn málsins er í fullum gangi. 

Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að rannsókn yfir mönnunum sem eru í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa skipulagt hryðjuverk, sem átti meðal annars að beinast gegn lögreglu, sé í eðlilegum farvegi. 

Lögreglu sé ekki unnt að veita viðtöl vegna málsins í dag, þar sem hún vinni öllum stundum að rannsókn málsins. Karl Steinar sagði í samtali við fréttastofu í gær að tími lögreglu til rannsóknarinnar sé mjög takmarkaður þar sem gæsluvarðhald yfir öðrum mannanna rennur út á miðvikudag. Gera má þó ráð fyrir að lögregla muni fara fram á framlengingu gæsluvarðhalds en til þess að dómstólar fallist á það þarf lögregla að öllum líkindum að leggja fram nýjar upplýsingar í málinu framlengdu gæsluvarðhaldi til stuðnings. 

Annar maðurinn var síðastliðinn miðvikudag úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald en varðhald yfir hinum manninum varir í tvær vikur. Lögregla óskað eftir tveggja vikna varðhaldi yfir þeim báðum en Héraðsdómur Reykjavíkur féllst aðeins á það í tilviki annars mannsins. 


Tengdar fréttir

Óskuðu eftir tveggja vikna gæslu­varð­haldi yfir báðum mönnunum

Lögregla fór fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverks. Héraðsdómur féllst aðeins á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir öðrum þeirra en úrskurðaði hinn í einnar viku gæsluvarðhald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×