Rafmagnslaust frá Blöndu alla leið að Höfn í Hornafirði Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. september 2022 13:15 Veðrið hefur verið snarvitlaust í dag. Myndin er tekin á Akureyri. Vísir/Tryggvi Rafmagnslaust er frá Blöndu á Norðurlandi alveg að Höfn í Hornafirði á Suðausturlandi. Unnið er að viðgerð og upplýsingafulltrúi Landsnets segir að röð atvika hafi valdið biluninni. „Það fóru út línur, Fljótsdalslína 4 sem liggur frá Alcoa í Fljótsdal, og við það kom upp svona röð atvika sem varð þess valdandi að straumlaust varð á þessu svæði. Við erum að vinna í því núna að byggja upp kerfið og það er eiginlega ómögulegt að vita hvað það tekur langan tíma. Vonandi verður það ekki langur tími,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Landsnets. „Það er eiginlega meira og minna rafmagnslaust frá Blöndu, Blönduósi, að Höfn í Hornafirði. Þetta er bara stór hluti af landinu,“ bætir hún við. Steinunn telur líklegt að óveðrið eigi sök að máli, enda snarvitlaust veður víða. Hægt er að fylgjast með tilkynningum frá Landsneti hér og fylgst verður með vendingum í veðri í vaktinni á Vísi. Uppfært kl. 14.29: Rafmagn er nú komið á á Norðurlandi að mestu. Austurland er enn úti eins og er, en unnið er að viðgerð. Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Landsnets segir að svona víðtækt rafmagnsleysi hafi sjaldan komið upp. „Það er ekki oft sem við fáum svona víðtækt rafmagnsleysi hjá okkur, að við séum með meira og minna hálft landið úti. Þannig að þetta var mikið högg,“ segir Steinunn. Uppruni bilunar liggur ekki fyrir að svo stöddu. „Á þessum tímapunkti vitum við það ekki nákvæmlega. Þetta er röð atvika sem komu þarna upp og þegar við erum búin að koma rafmagni alls staðar á þá förum við að greina hvað gerðist,“ segir Steinunn. Orkumál Veður Óveður 25. september 2022 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Það fóru út línur, Fljótsdalslína 4 sem liggur frá Alcoa í Fljótsdal, og við það kom upp svona röð atvika sem varð þess valdandi að straumlaust varð á þessu svæði. Við erum að vinna í því núna að byggja upp kerfið og það er eiginlega ómögulegt að vita hvað það tekur langan tíma. Vonandi verður það ekki langur tími,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Landsnets. „Það er eiginlega meira og minna rafmagnslaust frá Blöndu, Blönduósi, að Höfn í Hornafirði. Þetta er bara stór hluti af landinu,“ bætir hún við. Steinunn telur líklegt að óveðrið eigi sök að máli, enda snarvitlaust veður víða. Hægt er að fylgjast með tilkynningum frá Landsneti hér og fylgst verður með vendingum í veðri í vaktinni á Vísi. Uppfært kl. 14.29: Rafmagn er nú komið á á Norðurlandi að mestu. Austurland er enn úti eins og er, en unnið er að viðgerð. Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Landsnets segir að svona víðtækt rafmagnsleysi hafi sjaldan komið upp. „Það er ekki oft sem við fáum svona víðtækt rafmagnsleysi hjá okkur, að við séum með meira og minna hálft landið úti. Þannig að þetta var mikið högg,“ segir Steinunn. Uppruni bilunar liggur ekki fyrir að svo stöddu. „Á þessum tímapunkti vitum við það ekki nákvæmlega. Þetta er röð atvika sem komu þarna upp og þegar við erum búin að koma rafmagni alls staðar á þá förum við að greina hvað gerðist,“ segir Steinunn.
Orkumál Veður Óveður 25. september 2022 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira