Bíó og sjónvarp

Sprenging við Hörpu í fyrsta sýnishorninu úr Heart of Stone

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Ísland er áberandi í fyrsta sýnishorninu á Heart of Stone.
Ísland er áberandi í fyrsta sýnishorninu á Heart of Stone. Samsett

Í nýju myndbandi um gerð kvikmyndarinnar Heart of Stone má sjá atriði sem tekin voru við Hallgrímskirkju, Hörpu og í íslenskri náttúru. 

Gal Gadot, Jamie Dornan og Alia Bhatt fara með aðalhlutverk í myndinni. Fjallað var um það hér á Vísi þegar töluvert var um lokanir í miðbænum vegna Netflix myndarinnar en þetta er stærsta erlenda kvikmyndaverkefni í sögu Reykjavíkur.

„Þetta er klárlega gott PR svo að maður sletti nú, svona kynningarlega fyrir bæði borgina og fyrir Ísland. Þessi verkefni hafa sýnt það að þau draga til landsins ferðamenn,“ sagði Einar Hansen Tómasson, fagstjóri hjá Íslandsstofu, í samtali við fréttastofu fyrr á þessu ári. „Það náttúrulega skiptir máli að fá líka tökur í borginni og bæjum landsins, ekki bara náttúran.“


Tengdar fréttir

Röskun á umferð í Reykjavík vegna Netflix-myndar

Víðtækar vegalokanir eru í Reykjavík um helgina, bæði fyrir akandi og gangandi vegfarendur, í tengslum við kvikmyndatökur á myndinni Heart of Stone. Gal Gadot, Jamie Dornan og fleiri stórstjörnur leika í Netflix-myndinni og verða við störf í miðbæ Reykjavíkur næstu daga.

Víðtækar lokanir í miðbæ vegna kvikmyndatöku fyrir Netflix

Gal Gadot, Jamie Dornan og fleiri stórstjörnur verða við störf í miðbæ Reykjavíkur um helgina við tökur á kvikmyndinni Heart of Stone fyrir streymisveituna Netflix. Kvikmyndatökunum fylgja víðtækar lokanir, bæði fyrir akandi og gangandi vegfarendur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×