Fjarlægðu börn og ungmenni úr gyðinglegum sértrúarsöfnuði Kjartan Kjartansson skrifar 27. september 2022 10:47 Kona í Lev Tahor-söfnuðinum í Kanada. Söfnuðurinn lætur börn allt niður í þriggja ára gömul hylja sig algerlega með kuflum. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Getty/Rick Madonik/Toronto Star Lögregla í Mexíkó fjarlægði börn og ungmenni úr búðum gyðinglegs sértrúarsafnaðar í frumskógi í sunnanverðu landinu á föstudag. Söfnuðurinn er þekktur fyrir barnabrúðkaup og harðar refsingar við jafnvel minnstu brotum. Húsleit var gerð í búðum Lev Tahor-safnaðarins í skógunum norður af Tapachula í Chiapas-ríki á föstudag. Flogið var með börnin og ungmennin til Ísrael þar sem þau eiga ættingja, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Þau voru strax skilin frá öðrum safnaðarmeðlimum af ótta við að lífa þeirra væru í hættu ef þeir fullorðnu reyndu að koma í veg fyrir að þau yrðu fjarlægð úr búðunum. Aðgerðin fyrir helgi er afsprengi samstarfs mexíkósku lögreglunnar og sjálfboðaliða frá Ísrael, þar á meðal fyrrverandi útsendara ísraelsku leyniþjónustunnar Mossad. Samstarfið hófst fyrir tveimur árum þegar ættingjar safnaðarmeðlima í Ísrael óskuðu eftir aðstoð. Lev Tahor, sem þýðir hreint hjarta á hebresku, var stofnað í Ísrael árið 1988. Stofnandinn, Shlomo Helbrans, var dæmdur fyrir mannrán í Bandaríkjunum árið 1994. Dómstóll í Ísrael hefur lýst söfnuðinn hættulegan sértrúarsöfnuð. Talið er að um 350 manns séu í söfnuðinum en hann hefur hrökklast frá einu landi til annars vegna rannsókna yfirvalda. Hann er nú með búðir í Ísrael, Bandaríkjunum, Makedóníu, Marokkó, Mexíkó og Gvatemala. Upphaflega settist hópurinn að í Gvatemala árið 2014 en hluti hans fór ólöglega yfir landamærin til Mexíkó og kom sér fyrir þar í janúar. Leiðtogar safnaðarins í Gvatemala voru handteknir og ákærðir vegna mannránsmál árið 2018. Lét söfnuðurinn ræna tveimur börnum frá móður sinni sem flúði með þau frá söfnuðinum. Börnin fundust þremur vikum síðar í Mexíkó. Trúmál Mexíkó Ísrael Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sjá meira
Húsleit var gerð í búðum Lev Tahor-safnaðarins í skógunum norður af Tapachula í Chiapas-ríki á föstudag. Flogið var með börnin og ungmennin til Ísrael þar sem þau eiga ættingja, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Þau voru strax skilin frá öðrum safnaðarmeðlimum af ótta við að lífa þeirra væru í hættu ef þeir fullorðnu reyndu að koma í veg fyrir að þau yrðu fjarlægð úr búðunum. Aðgerðin fyrir helgi er afsprengi samstarfs mexíkósku lögreglunnar og sjálfboðaliða frá Ísrael, þar á meðal fyrrverandi útsendara ísraelsku leyniþjónustunnar Mossad. Samstarfið hófst fyrir tveimur árum þegar ættingjar safnaðarmeðlima í Ísrael óskuðu eftir aðstoð. Lev Tahor, sem þýðir hreint hjarta á hebresku, var stofnað í Ísrael árið 1988. Stofnandinn, Shlomo Helbrans, var dæmdur fyrir mannrán í Bandaríkjunum árið 1994. Dómstóll í Ísrael hefur lýst söfnuðinn hættulegan sértrúarsöfnuð. Talið er að um 350 manns séu í söfnuðinum en hann hefur hrökklast frá einu landi til annars vegna rannsókna yfirvalda. Hann er nú með búðir í Ísrael, Bandaríkjunum, Makedóníu, Marokkó, Mexíkó og Gvatemala. Upphaflega settist hópurinn að í Gvatemala árið 2014 en hluti hans fór ólöglega yfir landamærin til Mexíkó og kom sér fyrir þar í janúar. Leiðtogar safnaðarins í Gvatemala voru handteknir og ákærðir vegna mannránsmál árið 2018. Lét söfnuðurinn ræna tveimur börnum frá móður sinni sem flúði með þau frá söfnuðinum. Börnin fundust þremur vikum síðar í Mexíkó.
Trúmál Mexíkó Ísrael Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sjá meira