Fundu lík Hilaree Nelson í hlíðum Manaslu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. september 2022 10:17 Hilaree Nelson með félaga sínum Jim Morrison fyrir nokkrum dögum. @jimwmorrison Leitarteymi í Nepal hefur fundið lík bandarísku útivistarkonunnar Hilaree Nelson í hlíðum fjallsins Manaslu í Himalayja-fjöllunum. BBC greinir frá. Nelson hafði toppað fjallið, sem er það áttunda hæsta á jörðinni, og var á leiðinni niður á skíðum. Talið var að hún hefði fallið í sprungu en lík hennar fannst á suðurhlið toppsins á Manaslu. Nelson var talin einn flottasti göngukappi sinnar kynslóðar. Hún varð sú fyrsta til að skíða niður af toppi Lhotse fjalls í Nepal árið 2018 með félaga sínum Jim Morrison. Lhotse er fjórða hæsta fjall jarðar. Þá var hún líka fyrst kvenna til að toppa hæsta fjall jarðar, Everest, og það fjórða hæsta, Lhotse, á innan við sólarhring. Morrison og þrír nepalskir leiðsögumenn fóru með þyrlu upp í um sex þúsund metra hæð á Manaslu í morgun. Þar fundu þeir og endurheimtu lík Nelson. Líkið var flutt í grunnbúðir Manaslu og verður í framhaldinu flogið til Kathmandu. Nepalskur göngukappi fórst og á annan tug slösuðust í snjóflóði á mánudag, sama dag og tilkynnt var um hvarf Nelson. Veður í fjöllunum hefur gert gönguköppum erfitt fyrir. Bæði miklar rigningar og snjókoma. Nelson hafði sagt í færslu á Instagram í síðustu viku að henni hefði aldrei liðið eins óöruggri í þunna loftinu í Himalayjafjöllunum. Að neðan má sjá snjóflóð sem féll í hlíðum Manaslu, rétt ofan við grunnbúðir, á laugardag. The downfall of a serac, just above Manaslu Base Camp. Captured by Tendi Sherpa. pic.twitter.com/ajBi5amx9c— Everest Today (@EverestToday) September 24, 2022 Fjallamennska Nepal Bandaríkin Andlát Tengdar fréttir Leita heimsþekkts göngugarps eftir slys í Nepal Fjallgöngukonunnar Hilaree Nelson er saknað eftir að hafa toppað Manaslu í Nepal, áttunda hæsta fjall í heimi, á mánudag. Nelson var á leiðinni niður á skíðum þegar slysið varð. Talið er að hún hafi fallið í sprungu. 27. september 2022 10:42 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Nelson hafði toppað fjallið, sem er það áttunda hæsta á jörðinni, og var á leiðinni niður á skíðum. Talið var að hún hefði fallið í sprungu en lík hennar fannst á suðurhlið toppsins á Manaslu. Nelson var talin einn flottasti göngukappi sinnar kynslóðar. Hún varð sú fyrsta til að skíða niður af toppi Lhotse fjalls í Nepal árið 2018 með félaga sínum Jim Morrison. Lhotse er fjórða hæsta fjall jarðar. Þá var hún líka fyrst kvenna til að toppa hæsta fjall jarðar, Everest, og það fjórða hæsta, Lhotse, á innan við sólarhring. Morrison og þrír nepalskir leiðsögumenn fóru með þyrlu upp í um sex þúsund metra hæð á Manaslu í morgun. Þar fundu þeir og endurheimtu lík Nelson. Líkið var flutt í grunnbúðir Manaslu og verður í framhaldinu flogið til Kathmandu. Nepalskur göngukappi fórst og á annan tug slösuðust í snjóflóði á mánudag, sama dag og tilkynnt var um hvarf Nelson. Veður í fjöllunum hefur gert gönguköppum erfitt fyrir. Bæði miklar rigningar og snjókoma. Nelson hafði sagt í færslu á Instagram í síðustu viku að henni hefði aldrei liðið eins óöruggri í þunna loftinu í Himalayjafjöllunum. Að neðan má sjá snjóflóð sem féll í hlíðum Manaslu, rétt ofan við grunnbúðir, á laugardag. The downfall of a serac, just above Manaslu Base Camp. Captured by Tendi Sherpa. pic.twitter.com/ajBi5amx9c— Everest Today (@EverestToday) September 24, 2022
Fjallamennska Nepal Bandaríkin Andlát Tengdar fréttir Leita heimsþekkts göngugarps eftir slys í Nepal Fjallgöngukonunnar Hilaree Nelson er saknað eftir að hafa toppað Manaslu í Nepal, áttunda hæsta fjall í heimi, á mánudag. Nelson var á leiðinni niður á skíðum þegar slysið varð. Talið er að hún hafi fallið í sprungu. 27. september 2022 10:42 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Leita heimsþekkts göngugarps eftir slys í Nepal Fjallgöngukonunnar Hilaree Nelson er saknað eftir að hafa toppað Manaslu í Nepal, áttunda hæsta fjall í heimi, á mánudag. Nelson var á leiðinni niður á skíðum þegar slysið varð. Talið er að hún hafi fallið í sprungu. 27. september 2022 10:42