Mark Dagnýjar dugði ekki gegn Englandsmeisturunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. september 2022 20:01 Dagný Brynjarsdóttir og Kadeisha Buchanan í leik kvöldsins. Steve Bardens/Getty Images Dagný Brynjarsdóttir bar að venju fyrirliðabandið þegar West Ham United heimsótti Englandsmeistara Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Dagný kom West Ham óvænt yfir en heimakonur svöruðu með þremur mörkum og unnu á endanum 3-1 sigur. Dagný skoraði eftir aðeins þrjár mínútur en hún skallaði fyrirgjöf Kirsty Smith í netið. Fyrsta mark Dagnýjar á tímabilinu og sannkölluð draumabyrjun fyrir gestina. Virtist sem leikmenn Chelsea væru slegnir út af laginu og tók það Englandsmeistarana smá tíma að finna taktinn. The Skipper has put us ahead! #CHEWHU 0-1 (9) pic.twitter.com/Kkln1cC1G4— West Ham United Women (@westhamwomen) September 28, 2022 Það tókst þó á endanum og fóru þær þá að ógna marki West Ham. Þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik jafnaði Fran Kirby metin þegar hún kom boltanum í netið eftir sendingu Guro Reiten. Staðan 1-1 og þannig var hún þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Í síðari hálfleik var Chelsea mun sterkari aðilinn. Sam Kerr opnaði markareikning sinn og kom Chelsea 2-1 yfir á 58. mínútu. Aðeins fjórum mínútum síðar skilaði Millie Bright boltanum í netið eftir fyrirgjöf Kateřinu Svitková en hún spilaði með West Ham á síðustu leiktíð. Staðan orðin 3-1 og sigurinn í augsýn. Lauren James fékk svo fullkomið tækifæri til að gera endanlega út um leikinn á 77. mínútu en hún brenndi þá af vítaspyrnu. Mackenzie Arnold, markvörður West Ham, varði spyrnuna og sá til þess að staðan var enn 3-1. Reyndust það á endanum lokatölur leiksins. Chelsea hefur þar með unnið tvo leiki í röð eftir að tapa fyrir Liverpool í fyrstu umferð. West Ham hefur hins vegar tapað tveimur í röð eftir að vinna Everton í fyrstu umferð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Åge Hareide látinn Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira
Dagný skoraði eftir aðeins þrjár mínútur en hún skallaði fyrirgjöf Kirsty Smith í netið. Fyrsta mark Dagnýjar á tímabilinu og sannkölluð draumabyrjun fyrir gestina. Virtist sem leikmenn Chelsea væru slegnir út af laginu og tók það Englandsmeistarana smá tíma að finna taktinn. The Skipper has put us ahead! #CHEWHU 0-1 (9) pic.twitter.com/Kkln1cC1G4— West Ham United Women (@westhamwomen) September 28, 2022 Það tókst þó á endanum og fóru þær þá að ógna marki West Ham. Þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik jafnaði Fran Kirby metin þegar hún kom boltanum í netið eftir sendingu Guro Reiten. Staðan 1-1 og þannig var hún þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Í síðari hálfleik var Chelsea mun sterkari aðilinn. Sam Kerr opnaði markareikning sinn og kom Chelsea 2-1 yfir á 58. mínútu. Aðeins fjórum mínútum síðar skilaði Millie Bright boltanum í netið eftir fyrirgjöf Kateřinu Svitková en hún spilaði með West Ham á síðustu leiktíð. Staðan orðin 3-1 og sigurinn í augsýn. Lauren James fékk svo fullkomið tækifæri til að gera endanlega út um leikinn á 77. mínútu en hún brenndi þá af vítaspyrnu. Mackenzie Arnold, markvörður West Ham, varði spyrnuna og sá til þess að staðan var enn 3-1. Reyndust það á endanum lokatölur leiksins. Chelsea hefur þar með unnið tvo leiki í röð eftir að tapa fyrir Liverpool í fyrstu umferð. West Ham hefur hins vegar tapað tveimur í röð eftir að vinna Everton í fyrstu umferð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Åge Hareide látinn Fótbolti Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Sjá meira