Tónlist

„Var næstum því hætt við að gefa út plötuna mína“

Stefán Árni Pálsson skrifar
GDRN reynir alltaf að vera einlæg þegar hún semur tónlistina sína. 
GDRN reynir alltaf að vera einlæg þegar hún semur tónlistina sína.  @stöð2

Maðurinn á bak við Húgó verður afhjúpaðir í nýrri þáttaröð á Stöð 2 sem hófst í gær.

Mikil leynd hefur ríkt fyrir því hver sé á bak við grímuna hjá tónlistarmanninum sem hefur komið víða fram síðustu árin. Hlaðvarp hefur til dæmis verið sett á laggirnar sem er tileinkað því að leysa ráðgátuna.

Hugó er í dag mjög vinsæll tónlistarmaður sem er kannski ekki furða en í fyrsta þættinum í gær kom fram að Herra Hnetusmjör og Þormóður Eiríksson eru mennirnir á bakvið tónlistina sem Hugó flytur.

Um er að ræða verkefni sem fer yfir það hvernig er hin fullkomna formúla fyrir vinsælli tónlist og hvort hægt væri að gera bara einhvern að vinsælasta tónlistarmanni landsins.

Enginn veit hver Hugó er í dag og mun það koma í ljós í þáttaröðinni.

Klippa: Var næstum því hætt við að gefa út plötuna mína

Í þættinum í gær var rætt við Herra Hnetusmjör og Þormóð um hvernig þeir byrjuðu að semja taktinn og laglínu fyrir fyrsta lag Hugó. Einnig var rædd við Friðrik Dór og GDRN um það hver sé lykilinn að því að semja vinsælt lag.

„Til þess að ég geti staðið með tónlistinni sem ég er að gera þarf það alltaf að vera einlægt. Þegar ég var að byrja fannst mér mjög erfitt að gera tónlist um tilfinningar. Ég var næstum því hætt við að gefa út plötuna mína því ég var svo hrædd um að einhver myndi fatta að ég væri að tala um einhverja manneskju og tilfinningar,“ segir Guðrún Ýr sem er betur þekkt sem GDRN.

„Svo fattaði ég þegar ég gaf út þessa plötu að þá kom fólk upp að mér og sagði, vá þetta er bara alveg eins og mér líður. Þá fattaði ég að það er öllum alveg sama hvað ég er að segja, það spegla sig allir í þessu sjálfir.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.