Sjáðu Vitor fljúga inn í úrslit: „Ég veit að Matthías er brjálaður“ Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2022 12:01 Vitor Charrua sýndi stáltaugar í gærkvöld og vann afar öruggan sigur. Stöð 2 Sport Vitor Charrua vann óvæntan en afar sannfærandi sigur á öðru keppniskvöldi Úrvalsdeildarinnar í pílukasti. Hann skellti meðal annars Íslandsmeistara síðustu þriggja ára, Matthíasi Erni Friðrikssyni, 3-0. Það mátti skera andrúmsloftið með hníf, slík var spennan á Bullseye í gærkvöld þegar kom að einvígi Vitors og Matthíasar. Vitor varð Íslandsmeistari árið 2019 en síðan þá hefur Matthías unnið þrjá Íslandsmeistaratitla í röð og Grindvíkingurinn keppti við heimsmeistarann Peter Wright í sumar. „Hann tekur Matthías Örn, þrefaldan Íslandsmeistara, hvorki meira né minna en 3-0. Ég veit að Matthías Örn er brjálaður og að sama skapi er Vitor Charrua gríðarlega sáttur,“ sagði Páll Sævar Guðjónsson í líflegri lýsingu á Stöð 2 Sport en hér að neðan má sjá helstu svipmyndir frá kvöldinu. Klippa: Vitor sló í gegn og komst í úrslit Gærkvöldið var einfaldlega eign hins skeggprúða Vitors Charrua. Hann tapaði reyndar fyrsta legg kvöldsins, gegn Hallgrími Egilssyni, en leit ekki um öxl eftir það. Vitor vann Hallgrím 3-1, skellti svo Matthíasi og vann loks nýliðann Árna Ágúst Daníelsson 3-1. Þar með fékk Vitor sæti á úrslitakvöldi Úrvalsdeildarinnar í desember en hinir þrír eru úr leik. Matthías átti sérstaklega slæmt kvöld en auk þess að tapa fyrir Vitori tapaði hann tveimur leggjum gegn Árna, sem byrjaði að kasta pílu í byrjun þessa árs, og svo lokaleik sínum gegn Hallgrími, 3-2. „Þetta eru heldur betur óvænt úrslit,“ sagði Páll Sævar í lýsingunni á Stöð 2 Sport. Vitor átti langbesta meðalskorið í gær en pílurnar þrjár skiluðu að meðaltali 71,64 punktum. Hallgrímur var með 63,60, Matthías fjarri sínu besta með 59,53 og Árni með 55,72. Áætlað er að þriðja keppniskvöldið verði svo 19. október og fjórði og síðasti riðillinn verður svo spilaður 9. nóvember. Úrslitakvöldið er í desember. Pílukast Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira
Það mátti skera andrúmsloftið með hníf, slík var spennan á Bullseye í gærkvöld þegar kom að einvígi Vitors og Matthíasar. Vitor varð Íslandsmeistari árið 2019 en síðan þá hefur Matthías unnið þrjá Íslandsmeistaratitla í röð og Grindvíkingurinn keppti við heimsmeistarann Peter Wright í sumar. „Hann tekur Matthías Örn, þrefaldan Íslandsmeistara, hvorki meira né minna en 3-0. Ég veit að Matthías Örn er brjálaður og að sama skapi er Vitor Charrua gríðarlega sáttur,“ sagði Páll Sævar Guðjónsson í líflegri lýsingu á Stöð 2 Sport en hér að neðan má sjá helstu svipmyndir frá kvöldinu. Klippa: Vitor sló í gegn og komst í úrslit Gærkvöldið var einfaldlega eign hins skeggprúða Vitors Charrua. Hann tapaði reyndar fyrsta legg kvöldsins, gegn Hallgrími Egilssyni, en leit ekki um öxl eftir það. Vitor vann Hallgrím 3-1, skellti svo Matthíasi og vann loks nýliðann Árna Ágúst Daníelsson 3-1. Þar með fékk Vitor sæti á úrslitakvöldi Úrvalsdeildarinnar í desember en hinir þrír eru úr leik. Matthías átti sérstaklega slæmt kvöld en auk þess að tapa fyrir Vitori tapaði hann tveimur leggjum gegn Árna, sem byrjaði að kasta pílu í byrjun þessa árs, og svo lokaleik sínum gegn Hallgrími, 3-2. „Þetta eru heldur betur óvænt úrslit,“ sagði Páll Sævar í lýsingunni á Stöð 2 Sport. Vitor átti langbesta meðalskorið í gær en pílurnar þrjár skiluðu að meðaltali 71,64 punktum. Hallgrímur var með 63,60, Matthías fjarri sínu besta með 59,53 og Árni með 55,72. Áætlað er að þriðja keppniskvöldið verði svo 19. október og fjórði og síðasti riðillinn verður svo spilaður 9. nóvember. Úrslitakvöldið er í desember.
Pílukast Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Sjá meira