Viðskipti innlent

Villi­sveppa­ostur og Rjóma­sveppa­sósa inn­kölluð vegna að­skota­hlutar

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Vörurnar sem um er að ræða, Villisveppaostur og Rjómasveppasósa.
Vörurnar sem um er að ræða, Villisveppaostur og Rjómasveppasósa. Aðsent

Mjólkursamsalan og Aðföng hafa ákveðið að kalla inn Villisveppaost ásamt Rjómasveppasósu undir vörumerkinu Íslandssósur. Aðskotahlutur fannst í kryddi sem notað var við framleiðslu. 

Um er að ræða þrjár framleiðslulotur af Villisveppaosti með eftirfarandi best fyrir dagsetningum. 

  • 01.03.2023
  • 08.03.2023
  • 18.03.2023

Ein framleiðslulota Rjómasveppasósunnar hefur verið innkölluð en hún ber eftirfarandi best fyrir dagsetningu. 

  • 16.10.2022

Ostinum var dreift um allt land og sósunni í allar verslanir Bónus og Hagkaupa ásamt verslun Hlíðarkaups á Sauðárkróki. 

Neytendum sem keypt hafa vörurnar með framangreindum dagsetningum er bent á að þeir geta skilað þeim í þá verslun þar sem þær voru keyptar eða snúið sér beint til Mjólkursamsölunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×