Sást til rússneskra herskipa nærri lekastaðnum í vikunni Kjartan Kjartansson skrifar 29. september 2022 14:04 Gervihnattamynd af gasi sem vellur upp úr Eystrasalti þar sem gat kom á Nord Stream-gasleiðslurnar á mánudag. AP/Planet Labs PBC Evrópskar öryggisstofnanir eru sagðar hafa fylgst með ferðum rússneskra herskipa nærri staðnum þar sem lekar komu á Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti í vikunni. Atlantshafsbandalagið telur að um skemmdarverk hafi verið að ræða. Leki kom skyndilega á Nord Stream 1 og 2, gasleiðslur sem liggja frá Rússlandi til meginlands Evrópu, á þremur stöðum undan ströndum Borgundarhólms á mánudag. Norrænir jarðskjálftamælar námu tvær sprengingar og hafa evrópskir ráðamenn talað um skemmdarverk án þess að saka Rússa beint um að hafa staðið að þeim. Sænska strandgæslan staðfesti í dag að fjórði lekinn sé kominn á leiðslurnar. Heimildarmenn CNN-fréttastöðvarinnar hjá vestrænum leyniþjónustustofnunum segja að evrópskar öryggisstofnanir hafi fylgst með ferðum birgðaskipa rússneska sjóhersins nærri gasleiðslunum þar sem þær rofnuðu á mánudag og þriðjudag. Ekki sé ljóst hvort skipin tengist lekanum en að það verði skoðað í rannsókn á lekanum. Embættismaður hjá danska hernum segir stöðinni að rússneskar skipaferðir á svæðinu séu daglegt brauð. Nærvera skipanna nú þurfi ekki að þýða að Rússar hafi unnið spellvirki á leiðslunum. Gas gæti lekið fram yfir helgi Rússnesk stjórnvöld hafa reynt að bendla Bandaríkjastjórn við lekann og meðal annars vísað til gamalla ummæla Joes Biden Bandaríkjaforseta um að hann myndi stöðva Nord Stream 2-leiðsluna ef Rússar réðust inn í Úkraínu. Leiðslan var þó aldrei tekin í notkun þar sem Þjóðverjar slitu samstarfinu við Rússa í kjölfar árásarinnar. Atlantshafsbandalagið sagðist í dag myndu svara árásum á mikilvæga innviði aðildarríkja sinna. Í yfirlýsingu bandalagsins lýsti það áhyggjum af skemmdunum á gasleiðslunum. Allt bendi til þess að um vísvitandi, glæfralegt og ábyrgðarlaust skemmdarverk hafi verið að ræða. Talsmaður Nord Stream 1 segist telja að gas hætti að leka frá leiðslunni á mánudag. Ekki sé hægt að segja til um framtíð leiðslunnar fyrr en lagt hefur verið mat á umfang skemmdanna. Rússar lokuðu leiðslunni í ágúst, að sögn vegna viðhalds. Leiðtogar Evrópusambandsins sökuðu rússnesk stjórnvöld aftur á móti um að nota gasið sem vopn gegn vesturlöndum vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Tengdar fréttir Svíar fundu fjórða lekann og Rússar benda á Bandaríkjamenn Sænska landhelgisgæslan hefur fundið fjórða gaslekann á Nord Stream gasleiðslunum, samkvæmt Svenska Dagbladet. Blaðið hefur eftir talsmanni landhelgisgæslunnar að tveir af lekunum fjórum séu í sænskri lögsögu en hinir tveir eru í danskri lögsögu. 29. september 2022 07:30 Telja gasleiðslurnar geta skemmst varanlega Óttast er að rússnesku gasleiðslurnar tvær í Eystrasalti kunni að skemmast varanlega eftir skemmdarverk sem virðast hafa verið unnin á þeim. Þýski sjóherinn ætlar að taka þátt í rannsókn á lekanum. 28. september 2022 14:36 Óttast loftslagsstórslys vegna gaslekans Losun gróðurhúsalofttegunda frá lekanum í Nord Stream-gasleiðslunum tveimur í Eystrasalti gæti jafnast á við árslosun heillrar borgar. Vísindamenn óttast loftslagshamfarir en losun vegna lekans gæti í versta falli orðið umtalsvert meiri en árslosun Íslands. 28. september 2022 10:54 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Hóta að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Sjá meira
Leki kom skyndilega á Nord Stream 1 og 2, gasleiðslur sem liggja frá Rússlandi til meginlands Evrópu, á þremur stöðum undan ströndum Borgundarhólms á mánudag. Norrænir jarðskjálftamælar námu tvær sprengingar og hafa evrópskir ráðamenn talað um skemmdarverk án þess að saka Rússa beint um að hafa staðið að þeim. Sænska strandgæslan staðfesti í dag að fjórði lekinn sé kominn á leiðslurnar. Heimildarmenn CNN-fréttastöðvarinnar hjá vestrænum leyniþjónustustofnunum segja að evrópskar öryggisstofnanir hafi fylgst með ferðum birgðaskipa rússneska sjóhersins nærri gasleiðslunum þar sem þær rofnuðu á mánudag og þriðjudag. Ekki sé ljóst hvort skipin tengist lekanum en að það verði skoðað í rannsókn á lekanum. Embættismaður hjá danska hernum segir stöðinni að rússneskar skipaferðir á svæðinu séu daglegt brauð. Nærvera skipanna nú þurfi ekki að þýða að Rússar hafi unnið spellvirki á leiðslunum. Gas gæti lekið fram yfir helgi Rússnesk stjórnvöld hafa reynt að bendla Bandaríkjastjórn við lekann og meðal annars vísað til gamalla ummæla Joes Biden Bandaríkjaforseta um að hann myndi stöðva Nord Stream 2-leiðsluna ef Rússar réðust inn í Úkraínu. Leiðslan var þó aldrei tekin í notkun þar sem Þjóðverjar slitu samstarfinu við Rússa í kjölfar árásarinnar. Atlantshafsbandalagið sagðist í dag myndu svara árásum á mikilvæga innviði aðildarríkja sinna. Í yfirlýsingu bandalagsins lýsti það áhyggjum af skemmdunum á gasleiðslunum. Allt bendi til þess að um vísvitandi, glæfralegt og ábyrgðarlaust skemmdarverk hafi verið að ræða. Talsmaður Nord Stream 1 segist telja að gas hætti að leka frá leiðslunni á mánudag. Ekki sé hægt að segja til um framtíð leiðslunnar fyrr en lagt hefur verið mat á umfang skemmdanna. Rússar lokuðu leiðslunni í ágúst, að sögn vegna viðhalds. Leiðtogar Evrópusambandsins sökuðu rússnesk stjórnvöld aftur á móti um að nota gasið sem vopn gegn vesturlöndum vegna innrásar þeirra í Úkraínu.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Tengdar fréttir Svíar fundu fjórða lekann og Rússar benda á Bandaríkjamenn Sænska landhelgisgæslan hefur fundið fjórða gaslekann á Nord Stream gasleiðslunum, samkvæmt Svenska Dagbladet. Blaðið hefur eftir talsmanni landhelgisgæslunnar að tveir af lekunum fjórum séu í sænskri lögsögu en hinir tveir eru í danskri lögsögu. 29. september 2022 07:30 Telja gasleiðslurnar geta skemmst varanlega Óttast er að rússnesku gasleiðslurnar tvær í Eystrasalti kunni að skemmast varanlega eftir skemmdarverk sem virðast hafa verið unnin á þeim. Þýski sjóherinn ætlar að taka þátt í rannsókn á lekanum. 28. september 2022 14:36 Óttast loftslagsstórslys vegna gaslekans Losun gróðurhúsalofttegunda frá lekanum í Nord Stream-gasleiðslunum tveimur í Eystrasalti gæti jafnast á við árslosun heillrar borgar. Vísindamenn óttast loftslagshamfarir en losun vegna lekans gæti í versta falli orðið umtalsvert meiri en árslosun Íslands. 28. september 2022 10:54 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Hóta að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Sjá meira
Svíar fundu fjórða lekann og Rússar benda á Bandaríkjamenn Sænska landhelgisgæslan hefur fundið fjórða gaslekann á Nord Stream gasleiðslunum, samkvæmt Svenska Dagbladet. Blaðið hefur eftir talsmanni landhelgisgæslunnar að tveir af lekunum fjórum séu í sænskri lögsögu en hinir tveir eru í danskri lögsögu. 29. september 2022 07:30
Telja gasleiðslurnar geta skemmst varanlega Óttast er að rússnesku gasleiðslurnar tvær í Eystrasalti kunni að skemmast varanlega eftir skemmdarverk sem virðast hafa verið unnin á þeim. Þýski sjóherinn ætlar að taka þátt í rannsókn á lekanum. 28. september 2022 14:36
Óttast loftslagsstórslys vegna gaslekans Losun gróðurhúsalofttegunda frá lekanum í Nord Stream-gasleiðslunum tveimur í Eystrasalti gæti jafnast á við árslosun heillrar borgar. Vísindamenn óttast loftslagshamfarir en losun vegna lekans gæti í versta falli orðið umtalsvert meiri en árslosun Íslands. 28. september 2022 10:54