Alveg klárt að fullt tilefni hafi verið fyrir aðgerðum lögreglu Kjartan Kjartansson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 29. september 2022 15:32 Ljósmyndari Vísis tók mynd af fjórum skotvopnum auk skotfæra og skothylkja sem lögregla sýndi fjölmiðlamönnum að fundi loknum. Vísir/Vilhelm Það er alveg klárt að fullt tilefni hafi verið til að ráðast í þær aðgerðir sem ráðist var í síðustu viku vegna gruns um að einstaklingar væru að leggja á ráðin um að fremja hryðjuverk hér á landi, og að hættuástandi hafi verið afstýrt með aðgerðum lögreglu. Ríkislögreglustjóri hefur sagt sig frá rannsókn málsins vegna mögulegs vanhæfis. Þetta var á meðal þess kom fram á upplýsingafundi lögreglu vegna málsins í dag, sem haldinn var í lögreglustöðinni á Hverfisgötu í dag. Sveinn Ingiberg Magnússon, yfirlögregluþjónn hjá embætti héraðssaksóknara, og Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fóru yfir stöðu rannsóknarinnar á fundinum. Sveinn Ingiberg Magnússon, yfirlögregluþjónn hjá embætti héraðssaksóknara, og Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fóru yfir stöðu rannsóknarinnar á fundinumVísir/Vilhelm Þar voru þeir spurðir að því hversu nálægt lögregla teldi að mennirnir sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins, hafi verið að fremja hin ætluðu hryðjuverk. „Út frá rannsóknarhagsmunum, hvar við erum stödd í rannsókninni og viðkvæmri stöðu rannsóknarinnar þá er rosalega erfitt fyrir okkur á þessum tímapunkti að fara að úttala okkur mikið um efni þess sem við erum búin að finna í gögnunum. En það var full ástæða til þess að fara í þessar aðgerðir sem farið var í, að krefjast gæsluvarðhalds yfir þessum mönnum eins og staðan er núna. Það er alveg klárt. Við teljum að hættuástandi hafi verið afstýrt með aðgerðum lögreglu og nú er bara unnið í því að rannsakna málið til botns. Komast að raun um hver voru hugsanleg skotmörk og undirbúninginn allan,“ sagði Einar Ingiberg. Fundinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Ríkislögreglustjóri segir sig frá málinu Á fundindum kom einnig fram að forræði á rannsókn málsins hafi verið fært frá Ríkislögreglustjóra til Eembættis héraðssaksóknara. Ástæðan eru upplýsingar um að einstaklingur tengdur ríkislögreglustjóra hafi verið nefndur í sambandi við málið. Grímur Grímsson sat fyrir svörum.Vísir/Vilhelm Þar kom fram að ríkislögreglustjóri hafi sagt sig frá málinu um leið og þær upplýsingar lágu fyrir vegna mögulegs vanhæfis. Í máli Gríms kom fram að héraðsdómur hafi fallist á kröfu um áframhaldandi einnar viku gæsluvarðhald yfir manninum sem var hnepptur í einnar viku gæsluvarðhald í síðustu viku, og átti að losna úr því í dag. Lögrelga sýndi fréttamönnum hluta þeirra vopna sem lagt var hald á.Vísir/Vilhelm Þar kom einnig fram að fleiri hafi verið handteknir vegna málsins en ekki hafi verið farið fram á að fleiri verði settir í gæsluvarðhald en þeir tveir sem þegar eru í slíku varðhaldi. Grímur sagði einnig að í sautján húsleitum vegna málsins hafi verið lagt á tugi skotvopna, þó aðeins nokkur þrívíddarprentuð vopn. Meirihlutinn hafi verið verksmiðjuframleiddur. Sum vopnanna hafi verið sett saman úr þrívíddaprentuðum vopnum, Ein-skota byssum hafi verið breytt í hálfsjálfvirk, sem eru hættulegri, að sögn Gríms. Þrívíddarprentari sem lagt var hald á í aðgerðum lögreglu.Vísir/Vilhelm Lögregla ítrekaði þó á fundinum að hryðjuverkaógn væri metin lág hér á landi, þrátt fyrir málið sem nú væri til rannsóknar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Þetta var á meðal þess kom fram á upplýsingafundi lögreglu vegna málsins í dag, sem haldinn var í lögreglustöðinni á Hverfisgötu í dag. Sveinn Ingiberg Magnússon, yfirlögregluþjónn hjá embætti héraðssaksóknara, og Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fóru yfir stöðu rannsóknarinnar á fundinum. Sveinn Ingiberg Magnússon, yfirlögregluþjónn hjá embætti héraðssaksóknara, og Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fóru yfir stöðu rannsóknarinnar á fundinumVísir/Vilhelm Þar voru þeir spurðir að því hversu nálægt lögregla teldi að mennirnir sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins, hafi verið að fremja hin ætluðu hryðjuverk. „Út frá rannsóknarhagsmunum, hvar við erum stödd í rannsókninni og viðkvæmri stöðu rannsóknarinnar þá er rosalega erfitt fyrir okkur á þessum tímapunkti að fara að úttala okkur mikið um efni þess sem við erum búin að finna í gögnunum. En það var full ástæða til þess að fara í þessar aðgerðir sem farið var í, að krefjast gæsluvarðhalds yfir þessum mönnum eins og staðan er núna. Það er alveg klárt. Við teljum að hættuástandi hafi verið afstýrt með aðgerðum lögreglu og nú er bara unnið í því að rannsakna málið til botns. Komast að raun um hver voru hugsanleg skotmörk og undirbúninginn allan,“ sagði Einar Ingiberg. Fundinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Ríkislögreglustjóri segir sig frá málinu Á fundindum kom einnig fram að forræði á rannsókn málsins hafi verið fært frá Ríkislögreglustjóra til Eembættis héraðssaksóknara. Ástæðan eru upplýsingar um að einstaklingur tengdur ríkislögreglustjóra hafi verið nefndur í sambandi við málið. Grímur Grímsson sat fyrir svörum.Vísir/Vilhelm Þar kom fram að ríkislögreglustjóri hafi sagt sig frá málinu um leið og þær upplýsingar lágu fyrir vegna mögulegs vanhæfis. Í máli Gríms kom fram að héraðsdómur hafi fallist á kröfu um áframhaldandi einnar viku gæsluvarðhald yfir manninum sem var hnepptur í einnar viku gæsluvarðhald í síðustu viku, og átti að losna úr því í dag. Lögrelga sýndi fréttamönnum hluta þeirra vopna sem lagt var hald á.Vísir/Vilhelm Þar kom einnig fram að fleiri hafi verið handteknir vegna málsins en ekki hafi verið farið fram á að fleiri verði settir í gæsluvarðhald en þeir tveir sem þegar eru í slíku varðhaldi. Grímur sagði einnig að í sautján húsleitum vegna málsins hafi verið lagt á tugi skotvopna, þó aðeins nokkur þrívíddarprentuð vopn. Meirihlutinn hafi verið verksmiðjuframleiddur. Sum vopnanna hafi verið sett saman úr þrívíddaprentuðum vopnum, Ein-skota byssum hafi verið breytt í hálfsjálfvirk, sem eru hættulegri, að sögn Gríms. Þrívíddarprentari sem lagt var hald á í aðgerðum lögreglu.Vísir/Vilhelm Lögregla ítrekaði þó á fundinum að hryðjuverkaógn væri metin lág hér á landi, þrátt fyrir málið sem nú væri til rannsóknar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglan Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent