Vilja rafrænt kerfi til að fylgjast með slæmri birgðastöðu lyfja Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. september 2022 21:01 Rúna Hauksdóttir forstjóri Lyfjastofnunar segir stöðuna áhyggjuefni. Vísir/Vilhelm Forstjóri Lyfjastofnunar segir áhyggjuefni að aðeins mánaðarbirgðir séu af almennum lyfjum hjá birgjum í landinu. Koma þurfi upp rafrænu kerfi til að fylgjast með birgðastöðu hverju sinni. Starfshópur á vegum forsætisráðuneytisins birti í gær skýrslu um neyðarbirgðir í landinu. Fram kemur í skýrslunni að aðeins séu til mánaðarbirgðir af almennum lyfjum og tveggja mánaða birgðir af samningsbundnum lyfjum hjá birgjum í landinu. „Þetta er auðvitað hlutur sem EES-löndin hafa áhyggjur af og þess vegna hafa þau lagt áherslu á að það sé komið upp neyðarlista eða lista yfir neyðarlyf og magni í hverju landi fyrir sig. Það er það sem er að gerast hér á Íslandi, hjá okkur og í samráði við Landspítalann og Embætti landlæknis. En þetta er áhyggjuefni hjá okkur eins og öllum EES löndunum,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Íslendingar þurfa nú að stórum hluta að reiða sig á innflutning lyfja frá Evrópu en framleiðsla evrópskra lyfja hefur í auknum mæli færst til Indlands og Kína. Það setur því íslenskan lyfjamarkað í viðkvæma stöðu, sérstaklega þar sem hann er skilgreindur sem örmarkaður. „Landið getur ekki framleitt öll lyf, það er alveg ljóst. Það er hér lyfjaframleiðsla í landinu en þú hins vegar grípur ekki alveg strax í það. Það þurfa náttúrulega að vera til hráefni, það þarf þekkingu og búnað en við getum ekki framleitt öll lyf hér,“ segir Rúna. „Það er lyfjaframleiðsla í landinu sem er hægt að grípa til en það er í mesta lagi í töfluformi.“ Eitt af mikilvægustu atriðunum sé að koma upp rafrænu kerfi þar se hægt sé að fylgjast með birgðastöðu í landinu hverju sinni. „Það sem væru kjöraðstæður væri að hverju sinni myndum við hafa rafrænt yfirlit yfir birgðastöðu í landinu þegar kæmi upp neyð. Það höfum við ekki og svo er mikilvægt að við höfum heimildir til að stýra birgðahaldinu svo verði jöfn birgðadreifing í landinu.“ Skoða má skýrslu um neyðarbirgðir í skjalinu hér að neðan. Tengd skjöl Skýrsla_starfshóps_um_neyðarbirgðir_18_-08PDF12.9MBSækja skjal Lyf Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Starfshópur á vegum forsætisráðuneytisins birti í gær skýrslu um neyðarbirgðir í landinu. Fram kemur í skýrslunni að aðeins séu til mánaðarbirgðir af almennum lyfjum og tveggja mánaða birgðir af samningsbundnum lyfjum hjá birgjum í landinu. „Þetta er auðvitað hlutur sem EES-löndin hafa áhyggjur af og þess vegna hafa þau lagt áherslu á að það sé komið upp neyðarlista eða lista yfir neyðarlyf og magni í hverju landi fyrir sig. Það er það sem er að gerast hér á Íslandi, hjá okkur og í samráði við Landspítalann og Embætti landlæknis. En þetta er áhyggjuefni hjá okkur eins og öllum EES löndunum,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar. Íslendingar þurfa nú að stórum hluta að reiða sig á innflutning lyfja frá Evrópu en framleiðsla evrópskra lyfja hefur í auknum mæli færst til Indlands og Kína. Það setur því íslenskan lyfjamarkað í viðkvæma stöðu, sérstaklega þar sem hann er skilgreindur sem örmarkaður. „Landið getur ekki framleitt öll lyf, það er alveg ljóst. Það er hér lyfjaframleiðsla í landinu en þú hins vegar grípur ekki alveg strax í það. Það þurfa náttúrulega að vera til hráefni, það þarf þekkingu og búnað en við getum ekki framleitt öll lyf hér,“ segir Rúna. „Það er lyfjaframleiðsla í landinu sem er hægt að grípa til en það er í mesta lagi í töfluformi.“ Eitt af mikilvægustu atriðunum sé að koma upp rafrænu kerfi þar se hægt sé að fylgjast með birgðastöðu í landinu hverju sinni. „Það sem væru kjöraðstæður væri að hverju sinni myndum við hafa rafrænt yfirlit yfir birgðastöðu í landinu þegar kæmi upp neyð. Það höfum við ekki og svo er mikilvægt að við höfum heimildir til að stýra birgðahaldinu svo verði jöfn birgðadreifing í landinu.“ Skoða má skýrslu um neyðarbirgðir í skjalinu hér að neðan. Tengd skjöl Skýrsla_starfshóps_um_neyðarbirgðir_18_-08PDF12.9MBSækja skjal
Lyf Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira